Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 22

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 22
20 Þ J Ö Ð I N hefur verið ort á íslenzka tungu), en öll eru þau þrungin af ást á landinu okkar og fegurð þess og eftirtakanlega hreinni og einlægri frelsisþrá. Og þetta tvennt er betra að sé vel lifandi nú. Hér var maður, sem vissi hvað hann söng. Þetta er nú gott dæmi um það, hvað gera má, og ár- angur tilraunarinnar sýnir, að margt fólk er til á þessu landi, sem vill sýna helgum dómum þjóðarinnar rækt. Ætli ckki séu margir, sem hlusta vilja á fyrirlestraflokk- inn um heiðinn dóm á Islandi? Betur að sem mest væri af slíkum fyrirlestrum, þar sem túlkunin hæfir hinu mikla viðfangsefni, sem um er fjallað, og er því ekki til skamm- ar.1) Og svo er Gullna hliöið, sem ég get ekki stillt mig um að tiefna. Undanfarið var verið að sýna okkur amerísk leik- rit, sem var nógu gaman að sjá, en aðalkostur þeirra var þó frægðin; en svo tók Davíð Stefánsson sig til og samdi leikrit um sálina hans Jóns míns, og síðan var ekki leikið annað þann veturinn. Ég er nú kominn þar, að eínin liggja tvenn og þrenn á tungu mér, og verður þó ekki hjá því komizt að fara að Ijúka þessu máli. En í stuttu máli sagt þarf markvisst starf fyrir íslenzkt þjóðerni á öllum sviðum þjóðlífsins, og það þarf ekki síður að gefa gætur að smáu en stóru. Barna- tímar útvarpsins eiga vel skilið sérstaka athygli, engu síð- ur en það sem meira ber á. Við þurfum að kappkosta að gefa hinu íslenzka búning, sem ekki geri það ófært í bar- áttunni við annað, og við þurfum að gera kröfur, halda vakandi rýni, keppast við að bæta um. En samfara rýn- inni skulum við hafa það í heiðri, sem Islendingar hafa gert vel eða gera vel. — Er nauðsynlegt, að ríkið sé að kosta stórútgáfu erlendra þýðinga, á þessum tfmum? Væri ekki nær að eyða því sama fé til eflingar íslenzkum bók- menntum. Til verndar tungunni hefur verið stungið upp á að stofna félag — en væri ekki tímabært að koma á fót stofnun, sem ynni ýmis bráð-aðkallandi störf í þágu mál- 1) Þegar þetta erindi var flutt, haföi próf. Sigurður Nordal nýlega túlkað Sonatorrek Egils Skallagrímssonar.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.