Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 24

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 24
22 ÞJÖÐ I N Sjálfstæðismál á styrjaldartíma Ræða flutt af Gísli Jónssyni forstjóra, á fullveldishátíð á Patreksfirði. Gísli Jónsson, forstjóri. Þrátt fyrir margvíslega erfiðleika, sem samfara eru því að koma sam- an hér út á landsbyggðinni að vétr- arlági hafið þér enn í dag, hinn 1. desember hóast hér saman, eins og mörg undanfariru ár, til þess sameig- inlega að minnast sjálfstæöis lands vors, er vér endurheimtum 1. des- ember 1918. Ekkert vetrarríki, eltk- erl skammdegismyrkur, engar tor- færur, jafnvel ekki annríki, hefur megnað að hamla yður frá því að hittast hér þennan dag, þar sem yð- ur er svo létt að gleyma um stund öllum erfiðleikum og öllum þrætum um menn og málefni í fyllstu sam- stillingu við hið bezta og göfugasta,, sem l)ýr í brjósti hvers yðar. Samkoma, sem ár eftir ár er sótt með slíku samstilltu hugarfari manna aí' öllum stéttum, hefur meira gildi fyrir þjóðina, en menn ef til vill almennt gera sér Ijóst, og ekk- ert nema stórt, gott og fag'urt mál- efni íær orkað að samstilla svo hugi manna, þó ekki sé nema aðeins einn dag, eða eina stutta stund. Að ein- mitt þetta mál: »Sjálfstæðismál Is- leydinga« hefur orkað því hér á með- al yðar er skýrasta sönnunin fyrir hinum djúpa og sanna skilningi yð- ar á gildi þess fyrir land og þjóð. Svo að segja allt hið illa í heim- inum á rót sína að rekja lil vanþekk- ingarinnar og ski’ningsleysisins. Tor- tryggni, andúð og hatur á milli manna, stétta.og þjóða stafar lang- samlega mest af þekkingarskorti og skilniiigsleysi aðilanna, hvers á ann- ars kjörum. Venjulega þarf sterk á- tök, stór verkefni eða jafnvel und- ur til þess að brjóta þennan múr, en takist það eru allir aðilar undr- andi yfir því, að heimskunni skuli hafa verið leyft að hlaða og treysta slík virki öldum saman, öllum til tjóns. Vér þurfum ekki að litast mikið um til þess að sjá það böl, sem þessi innífókunarstefna hrannar yfir þjóð- irnar, því það er fyrir, að gjörvöll Evrópa herst nú á banaspjótum, þar sem hörmungarnar dynja jafnt yfir saklausa og seka, óbreytta, kyrrláta

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.