Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 26

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 26
24 Þ J 0 Ð I N ienzkra öræfa eða af þeirri kyrrð og þeim friði, sem íslenzkir fjalladalir eiga yfir að búa. Þeir höfðu aldrei kynnzt íslenzkri, svefnlausri vor- nótt eða íslenzkum leiftrandi norð- urljósahimni eða nokkurri íslenzkri fegurð, eins og birtist oss í samblandi af hrikaleik og mildi, frosti og funa. En í Ijósi þessara sanninda aðeins verður barátta Islendinga skilin til fulls. Þeir örfáu útlendingar, sem kynnt- ust landinu á sama hátt og vér, skildu þetta, og urðu »Islandsvinir«, aðrir skildu það ekki og urðu oss andvígir. Skilningsleysi þeirra og þekkingarskortur á landi og þjóð, treysti þann múr, sem stíaði íslenzku þjóðinni frá réttlætinu um aldir, én sem brotin var að mestu leyti nið- ur 1918 og að fullu nú á þessu ári. Nú undrast allir, sem málunum eru hwnnir, að heimskunni skuli hafa verið leyft að treysta þennan vegg í allar þessar aldir. I meðvitund þjóðarinnar er minn- ing og mynd forsetans mikla, Jóns Sigurðssonar, skýrust af mönnum þeim, er háð liafa baráftuna um stjórnmálafrelsi landsins, og er það að vonum, svo mikilvirkur og giftu- drjúgur sem hann var í því máli. En hinu ber þó ekki að gleyma, að marg- ir hafa lagt stóra steina í þá byggingu, þar á meðal ,Fjölnis‘-menn, Eggertöl- afsson, Skúli fógeti, sem árum sam- in barðist fyrir verzlunarfrelsinu, og svo ýmsir kirkjunnar menn fyrr og síðar, auk annara andáns manna. Velflestir þessara manna sóttu menntun sína til annara landa. En það var landi voru til lífs, að þeir rnisstu aldrei sjónar af Islandi og' málum þess. Langflesta dróg fóst- urjörðin aftur heim, hinir, sem ein- bverra hluta vegna ílengdust erlend- is, urðu samt sem áður aldrei annað en Islendingar. Brynjólfur biskup í Skálholti hafn- aði hinum glæsilegustu embættum í Danmörku til þess að geta eytt æfi sinni og kröftum hér heima. Hann- es biskup Finnsson kaus neldur <io sitja krókloppinn í lekum torfkof- um við léleg laun austur í Skálholti, þar sem hann auðgaði íslenzk and- leg verðmæti, en að þiggja rektors- embættið við Hróarskelduskóla, há- launað og vel metið. Hallgrímur Pét- ursson sat kaunum hlaðinn í rýru brauði og við lélegan kost, við að skapa, slípa og fága þá gimsteina sem beztir bafa verið gefnir hinni íslenzku þjóð, og Gísli Konráðsson sat, kaldur, l'é- og fæðisvana í Flat- ey við að skapa fyrir þjóð vora ó- metanleg andleg verðmæti, og þann- ig mætti lengi telja. En allir þessir menn og hverjir aðrir, sem þannig fórnuðu æfi sinni og kröftum fyrir Island, eiga mikinn og sterkan þátí í þeirri þjóðfélagsbyggingu, sem tek- izt hefur að reisa á meðal vor. Minn- ingu þeirra má ekki gleyma. Hún á að vera viti ungum og framagjörn- um mönnum vorra tíma. I sjálfri stjórnfrelsisbaráttunni hafa verið menn af öllum stéttum, stórir og smáir. Og þó að segja megi, að þeir hafi allir stefnt að einu og sama marki, var ekki ávallt valin ein og sama leiðin. Það má segja, að þjóðin hafi á öllum tímum skipzt í flokka um þetta mál, eins og flest

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.