Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 27

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 27
Þ J -Ö Ð I N 25 önnur. Annarsvegar hafi verið hiu- ir »nærsýnu« menn, það eru þeir sem jafnan vildu fara varlega, sáu ýrnsa annmarka á skyndilegu sjálfstæði þjóðarinnar og treystu varlega ,í mátt hennar, þegar hún átti að standa ein og ráða málum sínum sjálf. Þetta voru menn, sem mótasl höfðu af hinum blíðari lífskjörum. Þeir vildu því fara varlqga, feta srg áfram, en taka engin stór stökk. Hinsvegar voru hinir »fjarsýnu« menn. Þeir höfðu óbilandi traust á mætti þjóðarinnar, vildu láta hana stíga sporið, sem fyrst og sem f.yllst. Þeir sáu í hvívetna vorboða nýja tímans, þeir þekktu al'lið, sem með þjóðinni býr, og' vissu, að því frjáls- ari sem hún yrði, því b'étur gæti það notið sín. Þessir menn höfðu mótast við hin óblíðu kjör íslenzkrar nátt- úru, bæði á sjó og landi. Útsýnjð af háfjöllunum ger'ði þá víðsýna, storm- arnir gerðu þá harða, hætturnar at- hugula og hafið áræðna. Báðir unnu þeir landi sínu og þjóð, og náðu í sameiningu því marki, er vér nú stöndum á. Við báða er þjóðin í þakk- arskuld. Það er tækifæri til þess á þessari stundu að staldra við og horfa um öxl til þeirra tímamóta, sem straum- hvörfum hafa valdið í íslenzkú þjóð- lífi. Ber þar hæst og mest á kristni- tökunni. Hún á að vísu blóð og brennuferil langt fram eftir öldiun, og þó verður því ekki neitað, að upp af henni hafa vaxið mestu hugsjóna- mál, menningarmál og mannúðarmál þjóðarinnar. Frá henni stafa óneit- anlega hinir andlegu straumar, skól- ar, uppeklismál og líknarstarfsemi f allskonar myndum. Kristnin á Is- landi, líkt og í öðrum löndum hef- ur staðizt sína eldskírn, hún hefur komið hrein úr öllum hörmungum aldanna, og fest rætur í þjóðlífinu, sem eklvi verða upprættar. Á öllum tímurn hafa menn kirkjunnar verið andlegir og veraldlegir leiðtogar þjóðarinnar, og enn er það svo, að sú sókn, sem engan á hirði, finnst hún vera fátækari ’og óöruggari, bæði um sín andlegu og veraldlegu málefni. Næst er stofnun Alþingis hins forna á Þingvöllum 930. Þá setja Is- lendingar sér stjórnskipunarlög, sem staðizl hafa öll umbrot aldanna og marka í raun og veru stefnuna fram á þennan dag. I skjóli þessara laga dafnar s\'o hagur landsins, að þar rís upp það gullaldartímabil, sem Is- land átti glæsilegast, allt þar til er- ent kúgunarvald reyrði það í fjötra, og sökkti þjóðinni í eymd pg volæði. Baráttan á milli siðabótarinnar og kaþólskunnar er í raun og veru ekk- crt annað en baráttan á milli kon- ungsvaldsins og kirkjunnar, og end- ar á Islandi með ósigri kirkjunnar og ósigri landsmanna fyrir konungs- valdinu, sem nú herti enn meira að fjötrunum. Verðmætum, andlegum og' efnislegum, sem kirkjan taldi sína eign, er rænt og þau flutt í vörslur konunga, en þjóðin beið við það ó- bætanlegt tjón. Og síðan dynur hver hörmungin á fætur annari yfir hana. Verzlunin er fjötruð, landið rænt og þegnarnir kúgaðir, og þannig berzt hún fyi-ir tilveru sinni í aldir, hlekkj- uð og hrjáð, þar til vormenn lands- ins rísa upp, og hrista smátt og smátt

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.