Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 28

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 28
26 Þ J 0 Ð I N af henni fjötrana. Þjóðin er þá orö- in öreigi cfnalega. Og það cr ekk- ert sém bendir á forna frægð annaö ,en bókmenntirnar. Engin mannvirki kasta Ijósi yfir fortíðina, þar er allt í auðn. En þjóðin á enn þrótt, óg fyrir hvern hlekk, sem brestur finn- nr hún nýjan þrótt og nýtt blóð renna um æðarnar. Skriðan er kom- in á stað, og' yerður ekki slöðvuð. Fyrst koma átökin um verzlunina, sem enda með algerðu verzlunar- frelsi, þá endurreisn Alþingis, síðan stjórnarbótin með stjórnarskránni 1874, einhver stærsti áfanginn á frelsisbrautinni, heimflutningur ráðuneytisins 1904, átökin um fán- ann 1915, og sigurinn 1918, sem vér eruni að minnast í dag. Þegar litið er á hinar öru og stór- stígu framfarir þjóðarinnar síðan 1918, í landbunaði, siglingum, sam- göngum, iðnaði, listum og vísindum, þá eru þær ekki fram komnar fyr- ir neina tilviljun, heldur fyrir eðli- legan árangur þess afls; sem losnar úr viðjum og beint er á rétta braut. Landið er það sama,. og það hefur verið frá landnámstíð, þjóðin, sem það byggir sú sama, að öðru en því, að nú er hún frjáls. Nú eygir hún nýja tíma, eygir ótal ný verkefni. Við hvern hlekk, sem hrökk fékk hún nýjan þrótt, og nýtt áræði. Nú skil- ur hún til fulls þau sannindi, »að hleldtjaðri þjóð verður allt til ama, en frjálsri þjóð verður ekkert um megn«. Árið 1918 var ekki neitt smjörár fyrir oss fsiendinga. Það var ófrið- ar- og hörmungaár, ísár og eldár og drepsóttaráv meira en nokkurt annað langt aftur í tíman. Ef þjóð- in helði þá búið við sömu stjórnar- skipun og hún bjó við á 18. og 19. öld, hefði það einnig verið hungurs og horfellis ár, ekki einasta á skepn- um, heldur og á mönnum í stóruni stíl. En það reið gæfumuninn fyrir land og' þjóð, að vér urðum á því ári frjáls og fullvalda þjóð. Allar liörmungar milduðust fyrir þá gleði. sem gagntók þjóðina, sorgirnar urðu léttbærari, byrðin ekki eins þung'. Þjóðin stóð sem samfelld lieild uin framfaramál sín og líf sitt. Þetta var í stuttu máli sagan um frelsisbaráttu Islendinga. En þó vér nú höfum náð þeim sigri, sem oss er öllum kunnur, má ekki gleyma því, að baráttunni er ekki lokið. Hættan við að glata fengnu frelsi er enn hin sama í dag og hún var á »gullöld ís- lendinga«. Og' þessi hætta er tvíþætt. Annar þátturinn er sem fyrr spunninn úr ásælni erlends valds. Gegn því eig- um vér ckki aðra vörn cn vonina iim það, að réttlætið í heiminum verði sigurvegarinn í þessari styrjöld, þar sem réttur smáþjóðanna yrði virtur meira en herrétturinn, réttur lítil- magnans talinn jafnhár hnefaréttin- um. Og svo þjóðarmetnað sjálfs vors, að blandast ekki svo erlendu setu- liði, að þjóðareinkennin hverfi. Að taka ekki npp siði og venjur þeirra, en kasta útbyrðis siðum og venjum þjóðar vörrar, kasta frá oss íslend- ingseðlinu. Hinn þátturinn er spunn- inn úr veilunum í voru eigin þjóð- lífi, þe'im veilum, sem ég minntist á í upphafi, að treysta múrinn. á milU manna, stétta og þjóða. Þennan þátt- inn megum vér um fram allt ekki

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.