Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 31

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 31
P J ÚÐIN 29 Sjálfstæðismanna og Framsóknai'- manna skulu nú færð óyggjandi vitni með nokkrum tilvitnunum: Tíminn, 19. júlí 1940: »Það hlýtur að vekja óskipta undrun, hversu kappsamlega ýms- ir forkólfar Sjálfstæðismanna heimta nú aukinn innflutning Vegna þess, að viðskiptajöfnuð- urinn er nú á pappírnum nokkru hagstæðari en verið hefur um líkt leyti undanfarin ár ætla þeir alveg vitlausir að verða, bölsótast og hóta öllu illu, ef ekki verður slak- að á höftunum«. I ræðu, sem Eysteinn Jónsson, þá- verandi viðskiptamálaráðherra flutti í sameinuðu þingi í apríl 1940, um þingsályktunartillögu, er þingmenn Reykjavíkuf fluttu um innflutning á byggingarefni o. fl., farast honum svo orð: »Nú l)ýst ég' við, að frá almennu sjónarmiði verði flestir sammála um, að þjóðhagslega séð sé mjög óhyggilegt að kaupa byggingar- efni til stórra muna og byggja ný hús eins og nu standa sakir, þvi að slík hús hlytu alltaf að verða mylnusteinar um háls eigenda þeirra, og í annan stað er mikill partur af því efni, sem keypt v'æri til þeirra húsa, algerlega tapað l'é, miðað við að nota það til annara hluta, einkanlega til þess að reyna að losa eitthvað um skuldir þjóð- arinnar, ef þess væri nokkur kost- ur. Og það hljóta allir að vera sam- mála um, a. m. k. allir hv. alþm., að á svona tímum er æskilegt að leggja í sem allra minstar fram- kvæmdir, sem erlendan gjaldeyri þarf til, en reyna heldur að draga að sér höndina sem mest og losna heldur úr skuldum, ef nokkur kost- ur væri«. Og síðari hluta árs 1940, 13. águst, ritar sami maður í Tímann, og tekur þar afstöðu til deilunnar milli Sjálf- stæðismanna og Framsóknarmanna, á þennan afdráttarlausa hátt: »Aðalatriðið í þessu máii er í raun réttri það, að ef þjóðin ekki eignast inneignir í erlendum gjald- eyri á tímum eins og þessum, eða greiðir skuldir, þá er það óræltur vottur jjess, að þjóðin er 'að tapa. Frá mínu sjónarmiði á sú skoð- un því ekki rétt á sér, að nokkuð hættur viðskiptajöfnuður, að krónutali, frá því, sem verið hefir og bætt gjaldeyrisástand í bili, sé tilefni þess að slaka á takmörkun- um, sem settar hafa verið um neyzlu erlendra vara í landinu. — — Eg álít, að þjóðin eigi einmitt nú að leggja nolikuð hart að sér til þess að reyna að bæta fjárhag sinn, lækka skuldirnar og eignast innstæður í erlendum gjaldeyri«. Skýrra getur þetta ekki verið. En varðandi viðskiptajöfnuðinn má segja, að lítil forsjálni hafi verið, Jægar komið er fram í ágústmánuð, að sjá þá ekki, hvert reka múndi. Ræði var jöfnuðurinn þá orðinn veru- leg'a hagstæður, yfirstandandi síld- veiði með afbrigðum, en búið að gera samning við Breta um sölu síldar- afurðanna — og ísfiskmarkaðurinn síhækkandi. Enda varð sú raunin á, að um ára- mótin reyndist verzlunarjöfnuðurinn

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.