Sagnir - 01.04.1990, Side 15

Sagnir - 01.04.1990, Side 15
Dáin úr vesöld vandamál vissulega til staðar í mun ríkara mæli en menn höfðu til skamms tíma gert sér grein fyrir. Er því nokkur ástæða til að ætla að sifjaspell gagnvart börnum hafi ekki viðgengist fyrr á tímum? Sifja- spellsmál komu vissulega upp, en þá aðallega í tengslum við fólk sem komið var af barnsaldri. Annað merkilegt athugunarefni er sú stað- reynd, að börnin skyldu öll vera stúlkur. Nú á dögum eru drengir ekki síður en stúlkur fórnarlömb kynferðisafbrotamanna. Þar af leið- andi verður að teljast líklegt, að kynferðisbrot hafi í einhverjum mæli beinst gegn drengjum þótt mál af því tagi hafi ekki komið fyrir Landsyfirrétt. Dómar og refsingar í þeim sex málum sem komu fyrir Landsyfirrétt vegna kynferðisbrota gagnvart börnum, voru sakborn- ingarnir fundnir sekir.58 Hins vegar var misjafnt hvort þeir voru dæmd- ir fyrir þau brot sem þeir voru upp- haflega ákærðir fyrir eða önnur og minniháttar brot. Eins og í málum varðandi líkamlegt ofbeldi, var oft reynt að draga úr alvöru brotsins og þar af leiðandi urðu refsingarnar stundum vægari en ella. Sem dæmi má hér nefna nauðgunarmál sem kom fyrir Landsyfirrétt árið 1911.59 Málsatvik voru þau, að sakborning- ur (sem starfaði sem barnakennari) hafði verið gestur hjá konu nokk- urri er bjó ein með tveimur börnum sínum og 14 ára systurdóttur. Sá ákærði notaði tækifærið þegar hann var einn í húsinu með systurdóttur- inni, og hafði samræði við hana nauðuga: [Hann] lagðist ofan á hana, setti vangann á munn hennar, ýtti buxunum, sem stúlkan var í, niður um hana, svo þær rifnuðu, SAGNIR 13

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.