Sagnir - 01.04.1990, Side 18

Sagnir - 01.04.1990, Side 18
Eggert Þór Bernharðsson „6, VESALINGS TÍSKUNNAR ÞRÆLAR." Um „Reykjavíkurstúlkuna" og hlutverk hennar. „Ó, hvað mig tekur pað sárt að sjá" sumar af stúlkunum ganga þessum helv(ítis) hælum á sem hreykja þeim beinlínis upp á tá með afstöðu alla svo ranga, vei ykkur, vei ykkur hælar! Ó, vesalings tískunnar þrælar.1 Þessari vísu var kastað fram í upphafi þriðja áratugar 20. aldar. Vissulega eru skó- hælar og mismunandi hæð þeirra verðugt viðfangsefni en eigendur hinna föngulegu fótleggja sem háu hælarnir í vísunni báru uppi eru þó mun áhugaverðari. Vísan heitir „Háir hælar" en fjallar vitaskuld um stúlkurnar sem létu glepjast af tísk- unni, hlupu eftir duttlungum henn- ar og báru þess aldrei bætur að áliti sumra, hvorki andlega né líka- mlega. Og þessar skartrófur, sem flestar voru í Reykjavík, komu karl- mönnunum stundum skringilega fyrir sjónir: Brosleg finnst mér sjón að sjá, silkihrundir ganga spannarháum hælum á, með hvítmálaða vanga. Hárið stýft við hnakkagróf höfuðsvipnum stjórnar. Til að standast tískupróf telpan lokkum fórnar.2 16 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.