Sagnir - 01.05.1991, Page 12

Sagnir - 01.05.1991, Page 12
Bylgja Björnsdóttir Við skulum nú aðeins huga aftur að Guðmundi ríka og aðalspurn- ingu greinarinnar og athuga hvort ekki sé hægt nota þetta kerfi mann- fræðinga til þess að skilja betur veldi hans. Veldi Guðmundar ríka Eins og fram kom í byrjun greinar- innar virðist Guðmundur aðeins hafa fcngið eitt goðorð í arf frá föður sínum. Björn Sigfússon telur norðlensku goðorðasameininguna vera merkilega, því hún virðist hefjast tafarlaust um sama leyti og kristnitakan á því að Guðmundur riki verður mestur höfðingi Norð- lcndinga og virðist hann einkum hafa ráð Pingeyinga í hendi sér. Þó voru ættartengsl við þá mjög lítil, þannig var föðurleifð hans í Vaðla- þingi aðeins ábýli hans og sennilega hálft eyfirskt goðorð.19 En Gunnar Karlsson scgir að samkvæmt frá- sögnum íslendingasagna líti helst út fyrir að Guðmundur ríki hafi átt tvö goðorð um aldamótin 1000. „Hann réð fyrir erfðagoðorði í Eyjafirði og átti auk þess svo mik- inn fjjölda þingmanna norður í Þingeyjarþingi, að það verður varla skilið öðruvísi en svo að hann hafi einnig átt goðorð þar. “20 Sam- kvæmt áliti Gunnars og Björns virðist veldi Guðmundar hafa verið mest í kringum aldamótin 1000, eftir kristnitöku. Jón Viðar Sig- urðsson vill „setja sagnir af honum í samband við að fjögur af sex goð- orðum í Norðlendingafjórðungi austan Öxnadalsheiðar voru í Eyja- firði á 12. öld. Það gæti stafað af því að Guðmundi hafi tekist að ná haldi á þeim og raskað landfræði- legri dreifingu þeirra í eitt skipti fyrir öll.“21 í annarri grein spyr Björn Sig- fússon þeirrar spurningar, hvernig Guðmundur hafi í fyrstu eignast marga tugi þingmanna í Reykjadal og nálægum sveitum? Hann svarar þeirri spurningu á þá leið að þing- mannafjöldinn hafi samsvarað heilu goðorði. Við tíundar- manntalið cinni öld eftir þetta hafi verið tólf hundruð þingfararskyldir bændur í Norðlendingafjórðungi eða hundrað (120) í hverju fornu goðorði að meðaltali.22 Björn segir að svo virðist sem Guðmundur hafi eignast Reykdælagoðorð allt í einu lagi, þó „erfitt er að hugsa sér, að það hafi orðið við venjulegt kaup eða vingjöf. Þó hefir eitthvað þess háttar gerzt, hvort sem Reyk- dælum hefir verið ljúft eða leitt. “23 Björn álítur að það sem skipti sköpum fyrir aukið veldi Guð- mundar ríka sé að Víga-Glúmur hafi hrökklast frá Þverá um svipað leyti og Guðmundur tók völd, vegna þess að Möðruvellingar og Esphælingar lýstu Vigfús Glúms- son sekan fjörbaugsmann, þannig að faðir hans hafði ekki afl við þeim lengur. Og í niðurlagi Glúinu segir að Glúmur hafi verið mestur höfð- ingi í Eyjafirði í 20 ár en næstu 20 ár á eftir hafi verið komnir til höfð- ingjar er jöfnuðust á við hann. Glúmur dó árið 1003, þannig að þessi fyrsti sigur Möðruvellinga hcfur verið um 983. Um 992 tókst síðan Möðruvellingum og banda- mönnum þeirra að hrekja Glúm af Þverá út í Hörgárdal. Þannig hefur Guðmundur ríki fengið aukinn styrk eftir að Glúmur fer frá Þverá.24 Nú tíðkast víst ekki lengur að taka íslendingasögurnar svona bókstaflega, vegna þess hve vara- samar heimildir þær eru um ein- stakar persónur, atburði og tíma- tal. En getum við sagt að Guð- mundur ríki sé eins og höfðingj- arnir sem koma fram á 12. öld? Björn virðist álíta að svo sé og segir m.a.: Þótt Guðmundur ríki, ... kunni fremur að vera dæmigerður 12. aldar höfðingi en raunrétt eftir- mynd goðans, sem sat undir ægishjálmi á Möðruvöllum 990 - 1025, er hann og valdaeðli hans söguleg staðreynd, sem er miklu eldri en valdasöfnun Aður en goðorð urðu landfrœðilega afmörkuð varðgoði líklega að vera á stöðugum þeyt- ingi til að halda völdum sínum og áhrifum. 10 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.