Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 44

Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 44
Peter Foote c^. &e Ebenezer Henderson sýndi meiri áhuga á sálarlífi, heilsufari og almenningskjörum íslendinga en samtímamenn hans. efni. Ég nefndi orðabókina áðan, en fyrir utan útgáfustarfsemi hans vildi ég helst benda á Prolegomena til Sturlunga sögu, 1878, sem er braut- ryðjendaverk og allýtarlegt yfirlit yfir miðaldabókmenntir íslend- inga, ekki alveg úrelt í dag. Svo kom Jón Stefánsson hingað rétt fyrir 1900 og svo að segja tók við af Eiríki sem íslenskur aðsetursfræði- maður. Hann var doktor í enskum bókmenntum frá Kaupmannahöfn cn fluttist þaðan til London og var húsgangur á British Museum í 50 ár, loksins orðinn einhverskonar þjóðsögukarl hjá bókasafnsstarfs- mönnum þar. Hann var og skemmti- legur og fróður, þó ekki á borð við þá Guðbrand og Eirík, hafði ein- hverja kennslu á köflum og flutti marga fyrirlestra, og komst í kynni við marga menntamenn og gentle- men, þar á meðal til dæmis Sir Edmund Gosse, sem var mikill vinur Norðurlandaþjóða og gerði meira en aðrir til að kynna ensku- mælandi mönnum nútímabók- menntir þeirra. En síðan er farið að kenna íslensku við breska háskóla og til verður lítið samfélag í íslenskum og norrœnum frœðum, hvernig kom það til? Þessir tveir 19. aldar straumar sem ég minntist á, annar róman- tískur áhugi á fornöld íslendinga og Norðmanna — ferðir til Noregs og bækur um þær voru einnig afar vinsælar — saman með forvitni um landslag og náttúru þessara landa; vísindalegur áhugi á sögu og menn- ingu þeirra, komu saman í stofnun Víkingafélagsins í London árið 1892. Stofnendur voru flestir menn frá Hjaltlandi og Orkneyjum sem voru að sækja sér fé og frama í höfuðborginni. Fremstur þeirra var Alfrcd Wintle Johnston, arkitekt að mennt en með meiri áhuga á forn- leifafræði en nútímabyggingarlist. En brátt skárust í leik hálærðir háskólamenn, sem höfðu mikinn áhuga engu síður en þeir sem voru fáfróðari. Þar er helst að nefna W.P. Ker, sem kom til University College sem prófessor í ensku árið 1889. Hann var skoskur, hafði lært í Glasgow og Oxford, kennt latínu í Edinborg og fékk prófessorsstól- inn hérna í College 34 ára gamall — svona var það í þá daga — en svo vitur var hann að hann gaf ekki út neina bók fyrr en hann var um fertugt. En þá kom það klassíska verk, Epic and Romance [1897]. í henni var fornum bókmenntum íslendinga gerð frábærlega góð skil,' aðallega frá fagurfræðilegu sjónarmiði, og þeim skipað hátt í sessi, eins og kemur óbeint fram í hinum köflunum í bókinni þar sem hann fjallar um önnur höfuðskáld- verk germanskra og rómanskra þjóða í fornöld og á miðöldum. Hann var fjölfróður, greindur og smekkvís — þó hafði hann lítið gaman af dróttkvæðum, en hvort það sannar eða afsannar smekkvísi hans er ef til vill efamál hjá sumum — eins vel að sér í Sturlungu og biskupasögum eins og í íslendinga- sögum. Hann kenndi forníslensku frá því um 1890 — og lærði 42 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.