Sagnir - 01.05.1991, Side 47

Sagnir - 01.05.1991, Side 47
Viðtal: Orri Vésteinsson og Adolf Friðriksson að sanna að þesskonar deild sem hann ræður yfir „gives value for money“? — en í samvinnu við Ólaf Egilsson, fyrrverandi sendihcrra, hefur honum tekist að stofna scr- stæða kennslustöðu í nútímaís- lensku. Hún er kostuð til hálfs af íslenska ríkinu og til hálfs af Uni- versity College, og var veitt Guð- rúnu Nordal í fyrra haust. Lektors- embættið er kennt við Halldór Laxness og við vonum að það verði Nóbelsverðlaunahöfundinum til engrar skammar. í þessu tilfelli hafa íslenskir valdhafar reynst mjög góðir, en yfirleitt hafa þeir ekki brugðist við öðruvísi en aðrir stjórnmálamenn, fljótir að lofa en seinir að efna heit sín. En þesskonar mál eru oft persónubundin — stjórnarskipti hafa og oft verið svo snögg að sambandið rofnar og allt þarf að gera aftur frá byrjun. Vita- skuld nennir enginn nýorðinn menntamálaráðherra að lesa bréf og skjöl fyrirrennara sinna — ekki lái ég honum það — en stopul hefur samvinnan stundum verið af þessum sökum. Samt er þetta fyrir- komulag sem nú er komið á mjög heillavænlegt og ætti að vera traust. En hverja telur þú núna stödu íslenskra frœða í breska menntakerf- inu? Ég hef nú talað nokkuð mikið um University College þar sem Víkingafélagið og stærsta norður- landamáladeildin í landinu eiga heima. í deildinni er norræna skyldunám, en áður fyrr var forn- íslenska til sem valgrein í mörgum öðrum háskólum. Kennarar voru flestir í forn- og miðaldaensku, sumir þó í þýsku, margir þeirra áhugamenn miklir. Pví miður er nú búið að fækka þeim að mun og útlitið er heldur dapurt því að þegar einhver áhugafullur kennari sem hefur gerst sérfræðingur hættir er það alls ekki víst að eftirmaður hans verði valinn með hliðsjón af hæfileikum hans á þessu sviði, kennslan fellur þá niður með öllu og verður ekki endurreist í bráð. Stöðurnar í Cambridge og Oxford eru tryggðar í bili — Norðurlanda- máladeildin í Cambridge er þó nýlega lögð niður — en Desmond Slay til dæmis er nú hættur sem prófessor í Aberystwyth og enginn kominn í hans stað. Anthony Faulkes, áreiðanlega sá traustasti vísindamaður sem við eigum í íslenskum fræðum yfirleitt, situr einmanalega í Birmingham og það eru fleiri svo staddir, í Liverpool, Newcastle, Durham og víðar. Ástandið er þó blómlegra í Dyflini — David Evans kennir þar og hefur ágætan stuðningsmann þar sem Bo Almquist prófessor er — og í Nottingham, með Christine Fell prófessor og Judith Jesch. Hjá þeim er áherslan á „interdisciplin- ary studies", allra mest í þeim greinum þar sem ensk og norræn menning lentu saman á víkingöld og miðöldum. Þá er enskudeildin í Leeds. Par er frægt íslenskt bóka- safn, keypt af Boga Melsteð um 1930 og haldið við síðan, ekki síst af gjöfum frá íslenskum aðilum. Þar eru þeir Rory McTurk og Andrew Wawn, báðir mjög vel að sér í nútímaíslensku og jafn áhuga- fullir bæði á nútímabókmenntum og sögu og á fornmenningunni. Svo er það nú orðið algengt að kennarar í norrænu fara til íslands og læra eitthvað í málinú, þeim og kennslu þeirra til þrifnaðar. Má segja að það eina sem vantar í Leeds sé kennsla í Norðurlandamálum og þartilheyrileg bókasöfn. Hinsvegar er það aðeins íslenskan sem vantar í Edinborg, þó ekki alveg. Um langt skeið var allt óskipulagt í Skot- landi; kennslustöður í norsku í Glasgow, í sænsku í Apardjóni, í dönsku í Edinborg, og þar sat Hermann Pálsson í mörg ár, mikils metinn og prófessor að nafnbót, sem íslenskukennari í ensku málvísindadeildinni. En nú hafa þeir tekið viturlegt ráð, lagt niður hinar stöðurnar og stofnað samein- aða deild í höfuðborginni, þar sem hún ætti að hafa verið frá upphafi. En síðan Hermann hætti er ekki búið að stofna fullt embætti í íslensku. Þangað mætti vcl fara opinbert íslenskt fé og íslenskur fræðimaður — hann þarf ekki að vera nákvæmlega áþekkur Her- manni. En um ástandið yfirleitt finnst mér það vera svo að þótt „Þarna eru vísindamenn, ungir og gamlir, sem kunna að skemmta sér. SAGNIR 45

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.