Sagnir - 01.05.1991, Síða 58

Sagnir - 01.05.1991, Síða 58
Sigrún Pálsdóttir hafa gengið búð úr búð í leit að nokkru sem ekki fæst á fslandi".35 Katrín Thoroddsen kom inn á þetta vandamál í þingræðu og sagði að víða hefðu húsmæður brugðið á það ráð að búa til sápu í heimahús- um, en væri það bæði heilsuspill- andi og hættulegt þar sem til þess væri notaður vítissóti.36 Ljóst er að vandamálin voru mörg og eftir því ólík. Skömmtun- arkerfið var þó ekki það einasta sem gaf húsmæðrum tilefni til að kvarta. Allur innflutningur sem ekki var talinn nauðsynjavara var háður leyfum og gjöldum og voru menn ekki á eitt sáttir hvað bæri að skilgreina sem slíka vöru og hvað ekki. „Munaðarvara“ eða lífsnauðsyn? Meðal þeirra nýjunga sem íslend- ingar kynntust við lok stríðsins voru heimilistæki. Ryksugur höfðu reyndar verið fluttar inn fyrir stríð, svo og heimilistæki sem ekki voru knúin rafmagni.37 Raftækjaverk- smiðja Hafnafjarðar, Rafha hóf starfsemi sína 1937 en framleiddi upphaflega aðeins eldavélar, en síðar var farið að framleiða ísskápa, þvottavélar og ryksugur.38 Erfitt er að átta sig á hversu útbreiddar þessar nýjungar voru, meðal ann- ars vegna þess að tölur um innlenda framleiðslu liggja ekki mjög skýrt fyrir, því er ástæða til að ætla að hún hafi ekki verið mikil fyrir 1950 nema þá ef vera skyldi framleiðsla eldavéla, og líka vegna þess að inn- flutningur þeirra er í skýrslum gefin í tonnum. En víst er að eftir- spurnin var fyrir hendi. í sept- ember árið 1949 auglýsti Rafha nýjustu framleiðslu sína, ísskápa, og eftir tvo daga höfðu verksmiðj- unni borist um 2000 pantanir.39 Þegar höftin höfðu verið hert var nær allur innflutningur slíkra tækja háður leyfum yfirvalda og gjöldum sem voru nálægt því að vera helm- ingur kaupverðs.40 Einlægar áskoranir til stjórnvalda um að fella niður leyfi og gjöld af heimilis- tækjum fylltu nú lesendadálka dag- blaðanna, þar sem gjöldin voru túlkuð sem bein árás á kjör hús- mæðrastéttarinnar í landinu þar sem kjörorð nútímans væru: „minna strit og aukin þægindi". Sú krafa öðlaðist í raun enn meira rétt- mæti í ljósi þess að þá varð æ erfið- ara að fá vinnukonur inn á heimilið vegna aukins atvinnuframboðs í Reykjavík. En af yfirvöldum höfðu heimilisvélarnar sem létta áttu undir með húsmóðurinni, samt verið skilgreind sem munaður og öðlast endanlega viðurkenningu sem slíkur hjá happadrættum fél- agssamtaka sem nú auglýstu þau til vinninga. Fyrir umboðsaðilum slíkra tækja voru þvottavélar og ísskápar hins vegar hlutir sem hver húsmóðir þurfti að eignast og svo horfði málið einnig við húsmæðr- unum sjálfum. f grein sem birtist í tímaritinu Melkorku árið 1949 er vikið að þvf að tæknin hafi nú smám saman verið tekin í þágu allra stétta þjóðfélagsins nema húsmóðursstéttarinnar sem enn erfiði að hætti gamla tímans. Þar er fjallað um þann mikla tíma og erf- iðissparnað sem notkun heimilis- tækjanna hefur í för með sér og sem dæmi er sagt að strauvél spari 4/5 hluta þess tíma sem venjulega fer í að strjúka þvott og losar auki við allt erfiði. Nytsemi hrærivéla og þvottavéla þekkja flestir af afspurn að minnsta kosti. Er að undra þó húsmæð- urnar renni laungunaraugum til heimilistækjanna og gremjist hin ótrúlega ósanngjarna skatt- lagning ríkisstjórnar á þau.41 Skýringuna á afstöðu stjórnvalda taldi greinahöfundur ljósa. Hús- mæður tækju sjaldnast sjálfstæða afstöðu í stjórnmálum og nýttu þar með ekki kosningarétt sinn til að berjast fyrir eigin hagsmunum. Þessu til staðfestingar benti greinar- höfundur á að vikið hafði vcrið frá skattlagningu búvéla þar sem atkvæði bænda höfðu verið í húfi. Víst er að afskiptaleysi húsmæðra af stjórnmálum hafi átt sinn þátt í að frumvörp um niðurfellingu gjalda á heimilistækjum voru felld.42 Kjarni málsins var eftir sem áður sá að á tímum hafta og skömmtunar sáu menn ekkert þjóðhagslega arðbært við að flytja inn vélar til að halda heimilunum hreinum eða til þess að húsmæður gætu bakað fleiri kökur nema þá Allur „munaðarvarningur“ s.s. heimilistceki, var háður innflutningsleyfum og gjöldum. Lét nœrri að gjaldið vceri helmingur kaupverðs. 56 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.