Sagnir - 01.05.1991, Page 62

Sagnir - 01.05.1991, Page 62
Margrét Ögn Rafnsdóttir argata. Fólk fleygir ýmsum óþverra í lækinn. Ég hef heyrt að sumir sem búa í húsunum við Lækjargötu helli úr koppunum í lækinn. Dauðir úldnir kettir finnast þar einnig og eitthvað fleira.8 Utlending einum sem kom hingað fannst Reykjavík illa lyktandi og sá ljótasti bær í öllum heiminum sem hann hafði séð.‘) Ég cr líklcga vön lyktinni því mér þykir vænt um bæinn minn eins og hann er. Ann- ars getur lækurinn verið andstyggi- legur þegar flæðir upp úr honum.10 Verra er þó þegar blessuð sólin vermir lækinn því þá gýs upp daunillur og vondur fnykur. Sú lykt fylgir sumum mönnum hér í bænum. Þeim sem skola og þvo fötin sín í læknum.11 Eymingjans kvenmannslausu ræflarnir. Ef þeir ættu konu myndi hún þvo af þeim larfana í þvottalaugunum. Vinkona mín með stutta hárið sagði mér að hætt væri fyrir löngu að nota laug- arnar. Amma hennar þvoði þar þegar hún var ung. Þið getið farið að skoða þær þegar þið farið að synda í Laugardalslauginni. Hún sagði mér að allir krakkarnir kynnu að synda. Það er örugglega skemmtilegt, og nytsamlegt fyrir þá sem fara í sjóinn. Við kunnum ekki að synda. Ég fer stundum með mömmu að þvo þvott í laugunum. Við búum okkur vel áður en við förum af stað. Göngum upp Lauga- veg og inn að laugum. Hún ber óhreina þvottinn á bakinu í poka og trébalann þar ofan á.12 Við þrömmum þessa leið létt á sumrin en þungstígt á vetrum í hálku og snjó. í þvottalaugunum sjálfum er vatnið unaðslega heitt og gufu- strókurinn yljar litlum kroppum og gerir konurnar sem hamast við þvottinn svo fallega draugalegar. Bæjarslúðrið berst örfljótt á milli þeirra og ég er nærri viss um að enginn í bænum sé skilinn útund- an.13 Annars er aðal fréttamiðstöð bæjarins við vatnspóstinn í Aðal- stræti.14 Þar fær fólk heitar kjafta- sögur og það er með þær eins og heitar lummur, fólk fær aldrei fylli sína. Vatnspóstur dælir vatni úr brunni. Sæfinnur með sextán skó færir okkur og fleiri fjölskyldum vatn úr þessum brunni í Aðalstræti. Sæfmnur á ekki sextán skó heldur eru skórnir hans gerðir úr sextán skóafgöngum. Hann er sérvitur, gamall og góður karl sem safnar 60 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.