Sagnir - 01.05.1991, Page 63

Sagnir - 01.05.1991, Page 63
Gleymmérei Reykjavíkurstelpa alskyns drasli í kofann sinn. Fólkið senr allt kemur við þykir þetta arg- asti sóðaskapur. Um daginn tók það sig til og hreinsaði draslið út. En hvað haldið þið að hafi glitrað á innan um dagblöð og kassa...? Peninga! Sæfinnur gæti átt sextán skó. En vatnsberarnir eiga ekki allir sparifé. Eg er handviss um að Gunna grallari á ekkert. Hún drekkur sig stundum blindfulla en syngur ljómandi vel. Illgirnir krakkar hlaupa stundum á eftir Gunnu með óhljóðum og stríða henni.15 Þá verð ég voðalega vond innan í mér. ímynda mér að ég sé stór tröllskessa og rassskelli þau svo fast að þau geti ekki setið sárs- aukalaust í þrjá daga. Gunna og Sæfinnur hreinsa kamra á nótt- unni.16 Þau fara með úrganginn í fjöruna og hella í sjóinn. Ég vona að þau klappi hestunum og scu góð við þá, aumingjana. Þeir verða að húka í fjörunni á nóttunni. Hestar eru nefnilega sísvangir og þegar þeir voru í bænum á nóttunni stál- ust þeir til að narta í fiska sem hanga hér og þar í bænum.17 Mér þykir vænst um hesta af öllum dýrum. Þeir flytja fólk á milli staða og eru mun fljótari að hlaupa en við hin. Nei, ég var ekki að segja satt. Kýr eru miklu betri en hestar. Ef fjölskylda á ekki kú eða grasblett fyrir hana að bíta gras á, fá börnin enga mjólk að drekka. Pabbarnir kallast þá tómthúsmenn. Ég vor- kenni kindunum ekkert og þykir lítið vænt um þær eins og amma. Hún er alltaf að skammast yfir þessum rolluskröttum sem ráðast inn í garðinn hennar og bíta kál. Hún er fokill út í eigendur rollanna og hefur margoft kært þá.18 Þegar hún skammast gleymir hún alveg að tala dönsku. Henni þykir það svo fínt því heldra fólk talar dönsku. Auglýsingar í blöðurn eru sumar á dönsku og í leiksýningum er leikið á dönsku.19 Annars er lítið um skemmtanir hér. Þessvegna eru giftingar í Dómkirkjunni vel sóttar. Fólki finnst þær unaðsleg SAGNIR 61

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.