Sagnir - 01.05.1991, Side 68

Sagnir - 01.05.1991, Side 68
Margrét Jónasdóttir Björn voru báðir staddir hjá kon- ungi, bauðst hann til að reyna að sætta þá. En því játuðu þeir báðir, og voru þá grið sett. Og síðan gerði konungur konuna til handa Pórði og öll fé hennar, en Birni jafnmikið fé af þessu, er hann hafði tekið upp fyrir Þórði, og var talið með fé Oddnýjar erfð, er hún átti eftir föður sinn; svívirðingar skulu móti þjónustu. Björn þáði þctta boð samkvæmt ráðleggingum ann- arra og má geta þess að Þórður var æði nískur á veitingar og samdi þeim illa þannig að ekki varð úr varanlegur vinskapur. Á þessu má sjá hversu öflugt en vandmeðfarið tæki gjafir og veitingar voru, því þeim mátti auðveldlega snúa í andstæðu sína og að ekki þurfti vinskapur að hljótast af gjafaskipt- um. Það að taka við barni í fóstur var Gjafir til vináttu Um tengsl gjafa og vináttu má finna nokkur dæmi í báðum sögum og er nærtækasta dæmið hrossagjöf Bolla sem áður var rætt um. Með hrossagjöfinni ætlaði Bolli sér að sýna Kjartani hversu mikils virði vinátta hans væri, en með því að þiggja ekki gjöfina lítilsvirti Kjartan Bolla. í þessu tilfelli má segja að gjöfin hafi verið notuð á frekar óvenjulegan hátt, eða til að jafnmikið mega, Qárreyta og konutak. Björn skyldi hafa guð- vefjarkyrtil og hring fyrir þann, er Þórður tók með Oddnýju. Þórður skyldi hafa sverð það, er konungur hafði gcfið honum, og kvað þeim mundu betur fara, er vel héldi þessa sætt.12 Þórður mælti: Eg hefi þann hluta haft mála, er vegligri þótti, og mun eg nú það sýna, að eg vil, að við sætt- umst heilum sáttum; eg vil bjóða þér þangað til veturvistar til mín, og skal eg vel veita þér; vænti eg og, að þú munt svo þiggja'3 Þessi dæmi lýsa ekki sættargjöf, en af þeim má sjá hversu gagngjafa- hugmyndin var rík í samfélaginu. í stað þess að gefa Birni hlut eða gjöf, bauð Þórður honum að dvelja hjá sér en heimboð gegnir þarna sama hlutverki og gjöf. Gjafaskipta- kerfið gekk ekki aðeins út á gjöf á móti gjöf, heldur einnig þjónustu á sáttarviðleitni og mætti jafnvel kalla barnið sáttargjöf. Sá sem var hærra í virðingarsdga fól uppeldi barnsins öðrum aðila sem var lægra í virðingarstiga. Sá sem fóstraði barn tryggði sér þar með stuðning blóðfjölskyldu barnsins.14 Oft lauk deilum þannig að sá sem leitaði sátta bauð syni þess sem hann hafði deilt við fóstur og með því voru sættir gerðar. f Laxdæla sögu gerðist það að Ólafur Höskuldsson sagði við Þorleik bróður sinn: „Svo er, frændi, sem þér er kunnigt, að með okkur hefir verið ekki margt. Nú vilda eg til þess mæla, at við betruðum frændsemi okkra; veit eg, at þér mislíkar, er eg tók við gripum þeim, er faðir minn gaf mér á deyjanda degi. Nú ef þú þykkist af þessu vanhaldinn, þá vil eg það vinna til heils hugar þíns, at fóstra son þinn, og er sá kall- aður æ minni maður, er öðrum fóstrar barn."13 magna upp óvináttu á milli þeirra fóstbræðra og sýni lesandanum óánægju Kjartans með hjónaband Bolla og Guðrúnar. Eitt besta dæmi í þessum sögum um mikilvægi gjafaskipta fyrir vin- áttu er að finna í Bjarnarsögu Hít- dælakappa. Björn bauð Þorsteini Kuggasyni að dveljast hjá sér meðan óveður gengi yfir. Þorsteinn var á leið til jóladrykkju hjá óvini Björns, og var ekki hrifinn af boðinu, en sá sig nauðbeygðan til að þiggja það þar sem veður var vont og fólk hans orðið blautt og illa haldið. Þegar veðrinu slotaði tók Þorsteinn að búa sig, en Björn sendi eftir stóð- hrossum sínum og lét leiða þau til Þorsteins og vildi gefa honum. Þorsteinn kvaðst: eigi vilja þiggja að svo búnu, - „því að eg em enn ekki að þér gjafa verður; og ef eg launa þér eigi beinann þenna, er nú hefi eg þegið, þá er ósýnt, að eg launa þér, þótt þú leggir meira til; en 66 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.