Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 74

Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 74
Eggert Pór Bernharðsson Nauðsynlegt er að búa vel að gestum skjala- og bókasafna. stundum langt frá því að vera þrautalaus. Dreifing heimilda um víðan völl setur samtímasögufræðinga þannig óneitanlega oft í mikinn vanda. Að vísu eiga þeir að geta gengið að opinberum gögnum á skjalasöfn- um. í lögum um Þjóðskjalasafn frá árinu 1985 segir t.d. að skilaskyld skjöl skuli afhenda safninu að jafn- aði eigi síðar en þegar þau hafa náð þrjátíu ára aldri. Síðan þurfa starfs- menn safnsins, eða héraðsskjala- safna eftir atvikum, að skrá og flokka og ganga þannig frá gögnunum að þau séu aðgengileg notendum. Allt tekur þetta sinn tíma og iðulegá er fáliðað starfsfólk þessara safna að kljást við uppsafn- aðan vanda margra ára og jafnvel áratuga, því svo virðist sem ýmsar opinberar stofnanir hafi löngum skilað litlu á safnið heldur geymt gögn í eigin skjalageymslum þar sem þau hafa gjarnan verið óað- gengileg almennum notendum. Undanfarin ár hefur starfsfólk Þjóðskjalasafns, og annarra skjala- safna, staðið í ströngu við að koma skikkan á þessi mál og þegar því er lokið, með tilheyrandi skrám og öðrum hjálpartækjum, er von til þess að rannsóknir í samtímasögu eflist verulega. Hins vegar horfir ekki eins vel með gögn þeirra aðila sem ekki eru skilaskyldir. Enginn veit hversu mikið hefur glatast af bitastæðum heimildum á undanförnum ára- tugum frá félögum, fyrirtækjum, stofnunum, samtökum eða ein- staklingum sem starfað hafa utan opinbera geirans. Eitthvað er þó til af einkaskjölum á meginsöfnum landsins, raunar stundum frá stór- fyrirtækjum, og gögn fyrirtækja sem orðið hafa gjaldþrota eru þar einnig. 'En þau eru vafalaust mun fleiri sem ekki hafa varðveist eða eru enn geymd í húsakynnum starfandi fyrirtækja eða félaga, oft við býsna frumstæðar aðstæður. Vitaskuld ber að fagna því þegar aðilar á þessum vettvangi taka upp á því sjálfir að skipuleggja aðgengi- leg skjalasöfn og nægir að nefna verkalýðshreyfinguna í því sam- hengi. Iðulcga er þó erfitt að kom- ast í heimildirnar scm eru til í þessum geira því fyrirtæki, félög og samtök hleypa ekki hverjum sem er inn á gafl hjá sér. Um það eru mörg dæmi. Og grátlegt er að horfa upp á skjöl fara í glatkistuna eða á flakk og geta nánast ekkert gert við því. Tökum sem dæmi stjórnmálaflokk sem settur er á laggirnar, býður fram til alþingis, kemur fáeinum mönnum að, býður síðan fram í næstu kosningum og kemur engum á þing, starfar í ein- hvern tíma að því loknu en lognast út af. Áður hefur kannski allt logað í bullandi ágreiningi, sumir farið í fússi, jafnvel með fundargerða- bækur eða önnur gögn, og loks eru það hinir síðustu sem standa frammi fyrir skjalasafni flokksins, fara jafnvel með sittlítið af hverju heim, fleygja öðru og að lokum er ógjörningur að henda reiður á því hvar hlutirnir eru niðurkomnir. Nýleg dæmi um svona lagað eru þekkt og raunar virðist skjalasafn Alþýðuflokksins hafa rýrnað við klofninga fyrr á öldinni. Þá eru cinnig þekkt dæmi um ritara eða 72 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.