Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 33

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 33
Hinsvegar getur ástæðan fyrir króknum verið kaupstefna á Hvítárvöllum, sem menn hafa haldið til að loknu þingi. Ástæð- an getur þó auðveldlega einnig verið sú að menn hafi viljað halda hópinn við jafnhátíðlega athöfn og skím er„ og því hafa þeir afráðið að ferðast allir saman hinn „syðri Reykjadal" og skírast í Reykjalaug í stað þess að fara hver í sína átt við Hall- bjarnarvörður. Eðlileg þjóðleið Vestfirðinga til Þingvalla var um Okveg og má sjá þess gott dæmi þegar Snorri Sturluson gifti dóttur sína Gissuri jarli Þorvaldssyni árið 1224: „Magnús biskup fór þetta sumar yfir Vestfirðingafjórðung. En þann tíma, sem hann var í Dölum, hafði Snorri inni boð þeira Gizurar ok Ingibjargar, dótt- ur Snorra, í Reykjaholti, því at honum [þ.e. Magnúsi] var þangat hægast til at sækja."20 Snorri hafði þá aðsetur í Stafholtí en gerir það af greiða við Magnús biskup, sem var á leiðinni suður til Skálholts, að halda brúðkaupið í Reykholtí svo hann þyrfti ekki að leggja krók á leið sína. Því má álykta sem svo að þjóðleið Vestfirðinga hafi legið um Reykholtsdalinn og þaðan upp á Ok- veg tíl Þingvalla. Til Reykholts lágu leiðir af norðanverðu Vesturlandi, Vest- fjörðum og Norðvesturlandi. Á hinn bóginn er aldrei sagt frá ferðum um Kaldadal í Sturlungu, en Hvítárvellir em á þeim tíma mikilvægur áfangastaður svo að líklegt er að umferð hafi verið meir um Reykholtsdalinn. Haraldur Matthíasson segir í grein sinni Fjallvegaferðir á Sturlungaöld að ferðir milli Norður- og Suðurlands hafi einkum verið um Kjöl eða Sprengisand. Hinsvegar sést það vel að oft leggja menn leið sína vestur fyrir jökla og er þá riðið um upp- sveitir Borgarfjarðar. í Sturlungu er ekki minnst á að það liggi vegur á milli Skagafjarðar og Borgarfjarðar, en á nítjándu öld tíðkaðist að fara leið um Stórasand milli þessara héraða.21 Þess í stað var riðið um Húnavatnssýslur. Það voru þrjár meginleiðir farnar samkvæmt Sturlungu á milli Borgarfjarðar og Húna- vatnssýslu, Tvídægra, Arnarvatnsheiði og Holtavörðuheiði. Ef- laust hefur það verið algengt að þeir sem áttu leið á milli Norð- ur- og Suðurlands hafi valið þann kost að fara þessar leiðir í stað þess að fara um miðhálendið, einkum að vetri til.22 Samkvæmt Surlungu var algengast að fara um Tvídægru og Arnarvatnsheiði milli Norður- og Suðurlands, en skjaldnar um Holtavörðuheiði. Þó er í Sturlungu getið tveggja ferða yfir heið- ina, í annað skiptið þegar farið var frá Hítardal til Skagafjarðar, en í hitt skiptíð frá Miðfirði tíl Stafholts.23 Oftast er getið ferða um Arnarvatnsheiði og því má ætla það að hún hafi verið fjöl- förnust. Að öllum líkindum ræðst það af því, að um hana var styst að fara milli Skagafjarðar og Borgarfjarðar ef ekki var far- inn Stórisandur. Bæði Sturlunga og íslendingasögur greina frá mörgum ferða- lögum suður í Borgarfjörð frá ofanverðu Vesturlandi og Vest- fjörðum. Svo virðist að þjóðleiðir frá þessum landshlutum tíl Þingvalla hafi legið mikið til í gegnum Reykholtsdalinn. Þjóðleiðirnar yfir hálendið milli Mýra- og Dalasýslu lágu annarsvegar um Bröttubrekku en hinsvegar um Sópandaskarð og Langavatnsdal. Margar frásagnir eru í Sturlungu um ferða- lög um þessar leiðir, meðal annars þegar Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi Arnórsson fóru að Sturlu Sighvatssyni vestur í Dali árið 1238: „Þeir Gizurr ok Kolbeinn heldu flokkunum vestr um Bláskógaheiði ok höfðu þrettán hundruð manna. En er þeir kómu í Borgarfjörð, spurðu þeir, at Sturla var í Dölum. Riðu þeir þá vestr Brattabrekku."24 Frásögnin ber þess merki að þjóðleiðum hafi þá verið háttað á sama veg og síðar varð á nítjándu öld.25 Fleiri dæmi eru þessa. Til að mynda segir frá í Þorgils sögu og Hafliða þegar Hvamm- Sturla og Einar Þorgilsson frá Staðahóli ríða á Alþingi árið 1159: „...ok reið Sturla Langavatnsdal, en Einarr Brattabrekku."26 Lík- ast tíl hefur leiðin um Brattabrekku þó verið oftar farin en leið- in um Langavatnsdal og Sópandaskarð af þeirri einföldu ástæðu að hún er títtnefndari í sögunum. Frá Langa- vatnsdal hefur eflaust verið riðið um Stafholt og yfir eitthvert vaðið á Hvítá sem þar var, síðan inn Lund- arreykjadal og Uxahryggi eða Gagnheiði til Þing- valla.27 Lega Reykholts við þjóðbraut Hér að framan var drepið stuttlega á kenningu Helga Þorlákssonar um legu höfuðbóla við þjóðbraut á Sturlungaöld. Líklega hefur það sama verið uppi á teningnum hvað varðar Reykholt, því samkvæmt of- angreindri frásögn lágu þjóðleiðir mjög vel við staðn- um og getur það skýrt þá ákvörðun Snorra Sturlu- sonar að færa sig um set frá höfuðbólinu Borg, sem staðsett var einangrað frá öllum helstu þjóðleiðum við norðanverðan Borgarfjörð, tíl Reykholts sem var á krossgötum þjóðleiða á milli landshluta. Reykholt er á Sturlungaöld við þær þjóðleiðir sem lágu frá Alþingi íslendinga við Þingvöll, til ofan- verðs Vesturlands, Vestfjarða og Norðvesturlands. Helstu þjóðleiðir til neðanverðs Vesturlands og Snæ- fellsness voru um Stafholt, sem staðsett er í nágrenni Reykholts. Hvort tilviljun hafi ráðið um, þá átti Snorri Sturluson einnig Stafholt og sat þar tíl skiptís við Reykholt.28 Var nær ómöglegt að ferðast um Vest- urland án þess að eiga leið framhjá öðrum hvorum staðnum. Þetta kom sér vel fyrir Snorra og á með- fylgjandi mynd má sjá hversu þjóðleiðimar gegnum „Borgarfjarðartrektina" koma vel saman við áhrifa- svæðið hans. í því samhengi er áhugaverða tilvitnun um Reykholt á krossgötum að finna í Sturlungu þeg- ar Hrafn Oddson í Glaumbæ og Eyjólfur ofsi Þor- steinsson að Möðmvöllum í Hörgárdal telja sér stafa hætta af Þorgils skarða: „Riðu þeir Eyjólfr þá norðr til sveita ok settu Nikulás til í Kalmanstungu ok Egil í Reykjaholtí at gera sér njósn, ef þeir yrðu við „Borgarfjaröartrektin" (leiöir suöur um heiöarnar upp af Borgarfirði til Þingvalla). nökkurn ófrið varir eða flokkadrátt."29 Hvar væru njósnamenn þeirra betur staðsettir en við þjóðbraut? Varla getur verið að einhver sérstök hlunnindi hafi ráðið til um það að Snorri settíst að Reykholti, því samkvæmt jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín var staðurinn ásamt ítökum ekkert áberandi góður. Landgæði vom lítil og hlimnindi ekki góð.30 Aðrar ástæður geta þó hafa legið bak við staðar- val Snorra. Til að mynda gætí Hvítá átt þar hluta að 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.