Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 44

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 44
Innsigli Magnúsar Eiríkssonar. aði við tekjuöflun vegna vandræða sinna var sú að selja Island á leigu með sköttum og skyldum þrjú ár í senn til einstakra hirðstjóra. Fyrstur í röð þessara leiguhirðstjóra var Ivar hólmur Vigfússon, sem kom út árið 1354.4 Um þetta leyti var embætti hirðstjóra líklega að verða hið valdamesta hér á landi. Eftir lát Gissurar jarls árið 1268 höfðu fáeinir sýslumenn stjórnað land- inu að mestu í krafti valds síns sem þeir fengu frá konungi. Þeir sáu um að innheimta skatta og gjöld konungs, auk þess að nefna menn í dóma og fram- fylgja þeim. Embætti hirðstjóra virðist einnig hafa verið til á Islandi frá og með um 1320 en verið valda- lítið og hirðstjóri var nánast einn sýslumanna. Á 14. öld urðu nokkrar breytingar á þessu fyrirkomulagi.5 Axel Kristinsson sagnfræðingur hefur bent á að um miðbik aldarinnar virðist sem sýslumannstitillinn hafi færst að einhverju leyti yfir á lénsmenn sem áður höfðu verið undirmenn sýslumanns eða sýslumanna en völd hirðstjóra hafi um leið farið vaxandi.6 Til að renna stoðum undir þessa kenningu ræður Axel það af orðalagi annála að þegar Bótólfur Andrésson var skipaður hirðstjóri yfir allt ísland árið 1341 hafi þótt nýmæli að skipa einn mann yfir allt ísland. Axel tel- ur að Bótólfi hafi verið falið meira vald en hirðstjórar höfðu áður haft.7 Árið 1343 kom Grímur Þorsteinsson til landsins sem hirðstjóri. Hann hafði líklega í fórum sínum rétt- arbót konungs sem innihélt skýrari reglur um yfir- stjórn landsins en áður höfðu verið. Þar kom m.a. fram að hlutverk sýslumanna var að koma tekjum konungs til skila. Hirðstjóri sá aftur á móti um að innheimta tekjur af þeim sýslum sem voru lausar hverju sinni og hafði ennfremur yfir- og eftirlitsvald yfir sýslumönnum. Konungur hafði að sjálfsögðu fullt vald yfir sýslumönnum og sá líka um að veita sýslur og nafnbætur.8 í réttarbótinni sést að hirðstjóri er í raun á þessum tímapunkti að verða nokkurs kon- ar yfirsýslumaður. Árið 1346 fá hirðstjórar enn aukin völd er Magn- ús konungur felur Holta Þorgrímssyni hirðstjóra að sjá um eignir konungs hér á landi. Þess er ekki getið áður að hirðstjóri hafi haft slík völd, en konungseign- ir munu þó ekki hafa verið miklar á þessum tíma.9 Sem fyrr segir var Ivar hólmur Vigfússon fyrstur í röð leiguhirðstjóranna og hafði þau völd um þriggja ára skeið.10 Á eftir honum tóku hins vegar við hirð- stjórn fjórir íslenskir höfðingjar sem skiptu landinu á Innsigli Hákonar sjötta Noregskonungs. milli sín. Það bendir til þess að ívar hafi haft nokkuð miklar tekjur af þeim sköttum sem hann innheimti umfram hið fasta gjald sem hann greiddi til konungs. Áður höfðu sýslumenn og hirðstjórar eins og fyrr segir aðeins séð um að innheimta skatt- inn fyrir konung og fengið þannig prósentur af innheimtunni. Sá böggull fylgdi þó skammrifi fyrir konung að samkvæmt fyrri aðferðinni varð hann að vita nokkurn veginn tölu skattbænda til að vera viss um að sýslumenn eða hirðstjórar væru ekki að snuða hann. Enda lét konungur til að mynda framkvæma skatt- bændatal og er eitt slíkt varðveitt í handritum og ársett þar 1311." Til að glöggva sig frekar á því hvernig meðferð konungs- valds var háttað á Islandi um þetta leyti, er rétt að líta á eftirfar- andi mynd:12 Skýringar: Örvar tákna yfirstjórn. L táknar lénsmenn og er fjöldi þeirra óviss. Þessi mynd má teljast nokkuö dæmigerð fyrir tímabilið 1341-70 en hafa verður í huga að með- ferð konungsvalds var miklum breytingum undirorpin á þessum tíma. Hirðstjórar voru 1-4 og sýslumenn höfðu stundum heilan fjórðung fyrir sýslu eða meir. Heimild: Axel Kristinsson: „Embættismenn konungs fyrir 1400". En ekki gekk þessi „sambúð" fjórmenninganna þrautalaust fyrir sig og er nú komið að meginviðfangsefni ritgerðarinnar sem er að lýsa átökunum sem í hönd fóru. Aðdragandi átaka í annálum stendur, og er þá líklega átt við árið 1358, að þá um sumarið hafi komið út þeir Árni Þórðarson og Andrés Gíslason með hirðstjóratitla yfir Suður- og Austurlandi, og Jón skráveifa Guttormsson með hirðstjóratitil yfir Norður- og Vesturlandi.13 Þorsteinn Eyjólfsson kom einn fjórmenninganna út árið 1357, þegar þeir tóku landið á leigu, en hinir urðu að dveljast á Hjaltlandi veturinn 1357-1358 sökum þess að þá bar af leið hing- að til lands.14 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.