Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 51

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 51
voru harðlega gagnrýnd. I bréfinu hélt kaupmaðurinn því fram að líklega væri gjaldeyris- og innflutningsnefnd voldugasta nefnd á landinu því að hún gæti, með úthlutunum sínum, haft „í hendi sér lífsafkomu fjölda landsmanna. Margir eru því í stöðugum ótta við ákvarðanir og ráðstafanir þessarar voldugu nefndar." Nefndin færi með innflytjendur líkt og betlara sem bæðu um ölmusur. Innflytjendur gætu átt von á því að bíða eft- ir svari nefndarinnar í 4-6 mánuði, en líklega kæmu margar inn- flutningsbeiðnir aldrei fyrir augu nefndarinnar því þeim væri kastað til hliðar.15 Þótt lýsing kaupmannsins sé hugsanlega orðum aukin, lýsir hún vafalaust ágætlega því umsóknarferli sem innflytjendur gátu átt von á. Innflytjendur urðu oft að ítreka beiðnir sínar og reyndu þá eftir megni að sannfæra nefndina um kosti eða hag- kvæmni þess sem beiðnin snerist um.16 En þótt það hafi verið í verkahring gjaldeyris- og innflutningsnefndar að ákvarða hvað skyldi flutt inn og hverjir fengju leyfi til þess, virðist það hafa komið margoft fyrir að tekið væri fram fyrir hendur nefndarinn- ar. Einn nefndarmanna tilkynnti til að mynda á fundi nefndar- innar 27. september 1933, að hann hefði sagt sig úr gjaldeyris- og innflutningsnefnd „vegna afskifta ríkisstjómarinnar af inn- flutningshöftunum og vaxandi ágreinings innan nefndarinn- ar."17 Samstarfið innan nefndarinnar var eflaust oft á tíðum stirt og erfitt, enda fulltrúar ólíkra hagsmunahópa sem hana skip- uðu, en virðast þó allir nefndarmenn hafa illa þolað afskipti af störfum sínum!8 Afskipti ríkisstjórnarinnar af störfum nefndar- innar hefur án efa spurst út meðal innflytjenda og ekki orðið til að efla traust á úthlutunum hennar, enda fór það svo að eftir því sem leið á fjórða áratuginn varð nefndin „ein verst þokkaða stofnun í öllu landinu."19 lævísasta svikamylla, sem hægt er að hugsa sjer" í kjölfar ráðstafananna í október 1931, fylgdu brátt aðrar reglu- gerðir þar sem kaupmönnum fannst mjög að sér vegið og sam- keppnisstaða þeirra gagnvart kaupfélögum og neytendafélög- um stórlega skert og vald gjaldeyris- og innflutningsnefndar var aukið. I janúar 1935 vom reglur um gjaldeyrisverslun hertar til muna og nú var skýrt tekið fram að það mætti engar erlendar vömr flytja til landsins nema með leyfi nefndarinnar, en nefnd- inni var nú „heimilt að setja þau skilyrði fyrir leyfisveitingum, sem henni þykir ástæða til."20 A næstu mánuðum varð fólki óheimilt að fara úr landi án þess að veita gjaldeyris- og innflutn- ingsnefnd tilskyldar upplýsingar um hvernig það hefði aflað gjaldeyris til framfærslu erlendis. Þeir sem fóm úr landi án sam- þykkis gjaldeyris- og innflutningsnefndar áttu yfir höfði sér háa fjársekt.21 Þótt reglur þessar væm strangar vom það nýjar starfsreglur gjaldeyris- og innflutningsnefndar sem henni vom settar í mars 1935, sem áttu eftir að valda hvað mestum deilum, en í 3. grein þeirra var fjallað um skiptingu vöminnflutnings og þar sagði að úthlutun til innflytjenda skyldi miðast að mestu leyti við inn- flutning fyrri ára: Þó skulu neytendafélög þau, er nú starfa og síðar verða mynduð, yfirleitt fá leyfi til innflutnings hlutfallslega eft- ir tölu félagsmanna og heimilismanna þeirra, miðað við fjölda landsmanna, nema sérstakar ástæður mæli gegn því.22 í ofangreindum orðum fólst höfðatölureglan sem hagfræðingur- inn Oddur Guðjónsson sagði að væri „hin lævísasta svikamylla, sem hægt er að hugsa sjer, enda fullkomið einsdæmi og þekkist í engu menningarlandi öðm en íslandi."23 Ef kaupfélögin gátu sýnt fram á að félögum þeirra hafði fjölgað, áttu þau rétt á aukn- Hermann Jónnsson var forsætisráðherra í stjóm hinna vinnandi stétta 3934-1939 sem kom á hinni umdeildu höföatölureglu. um hlut áætlaðs innflutnings en innflutningur kaup- manna minnkaði sem því nam og þetta varð til þess að verslun í landinu varð brátt að pólitísku þrætu- efni. Björn Ólafsson hafði barist fyrir því að samráð yrði haft við kaupmenn við úthlutun innflutnings- leyfa og í október 1935 tilkynnti Björn að hann vildi ekki halda áfram starfi sínu í gjaldeyris- og innflutn- ingsnefnd nema „nefndin [tæki] upp samvinnu við fulltrúa frá versluninni í landinu, kaupmanna og kaupfjelaga um gmndvallaratriði úthlutunar fyrir næsta ár."24 Tveimur mánuðum seinna varð svo stefnubreyting á störfum nefndarinnar er fulltrúar Verslunarráðs mættu á nefndarfund til að ræða út- hlutun innflutningsleyfa fyrir næsta ár.25 Hvort Björn hafi einn fengið þessu fram, skal ósagt látið en Hall- grímur Benediktsson, formaður Verslunarráðs, kvaðst halda að Bjöm ætti „drýgstan þátt" í að gjald- eyris- og innflutningsnefnd hafi leitað álits ráðsins.26 Fundir héldu áfram í janúar og urðu samningamenn Verslunarráðs þess fljótt varir að tillögur meirihluta nefndarinnar vom þeim ekki að skapi. Skúli Guð- mundsson, þáverandi formaður nefndarinnar hafði farið fram á að Samband íslenskra samvinnufélaga (S.I.S.) fengi 23% heildarinnflutnings, þar sem félags- menn og áætlaður heimilisfjöldi þeirra taldi þann hluta landsmanna samkvæmt höfðatölureglunni.27 En samkomulag náðist milli S.Í.S. og Verslunarráðs um að heildarinnflutningur S.I.S. yrði rúmlega 15,5% að meðaltali yfir fjórtán vömflokka og var það sam- þykkt samhljóða á fundi gjaldeyris- og innflutnings- nefndar 20. janúar 1936.28 Þótt Björn héldi fast á mál- um verslunarstéttarinnar „var honum þó ljóst," sagði Ásgeir Ásgeirsson síðar, „að hvergi varð komizt nema með miðlun og samningum."29 Að eigin sögn reyndi Bjöm að sýna S.Í.S. „fulla sanngirni við úthlut- un innflutningsleyfa".30 Samkomulag Verslunarráðs og S.I.S. varð hins vegar ekki langlíft og í desember 1936 keyrði um 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.