Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 58

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 58
ræktartilraunir sínar.3 Tilraunir hans reyndust mis- jafnlega og undirtektir landa hans voru einnig mis- jafnar. Átti hann þar við að glíma „rótgrójna] hleypi- dóma, vanafestu og fáfræði almennings, sem alls ekki kunni að meta þessa starfsemi hans". Aðrir reyndu að nema eftir megni og nýta sér. Eggert, mág- ur Björns, hvatti hann óspart áfram og reisti honum fagran minnisvarða í kvæðinu Búnnðarbálkur sem hann orti í Sauðlauksdal veturinn 1761-1762. Sagði hann Björn og bú hans fyrirmynd þegar hann orti kvæðið. Þegar á leið ævi Björns dofnaði nokkuð starfi hans í jarðrækt og landbúnaði og hneigðist hugur hans þeim mun meira til bókiðju. Þá reit hann m.a. Atla og Arnbjörgu' Atli eður ráðagjörðir yngismanns um búnað sinn helst um jarðar- og kvikfjárrækt, aðferð og ágóða með andsvari gamals bónda var prentaður í Hrappsey árið 1780. Skv. konungsúrskurði árið áður skyldi honum dreift end- urgjaldslaust meðal landsmanna en Björn hljóta 2 rd. fyrir örkina, samtals 28 rd.5 Ritið naut gríðarlegra vinsælda og var endurprentað þremur árum síðar í sömu smiðju og í þriðja sinn í Kaupmannahöfn 1843.6 Ráðagjörðir hins lífsreynda spekings til hins eyrna- blauta Atla mæltust svo vel fyrir að Bjöm ritaði ann- an ritling, Arnbjörg, æruprýdd dáindiskvinna á Vestfjörð- um íslands afmálar skikkun og háttsemi góðrar húsmóður í hússtjórn, barnauppeldi og allri innanbæjar búsýslu. Má glögglega ráða af titlinum efni hans. Prentun Arn- bjargar dróst að vísu úr hömlu og kom ritið ekki fyrir almenningssjónir fyrr en 1843 þegar það var prentað í tímariti Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélags. Þá var öldin önnur og féllu viðhorfin sem þar birtust í mis- frjóan jarðveg.7 En þar fyrir er ritið engu lítilsverðari heimild um hugarheim Björns. Undirstöðusteinar samfélagsins Á þeim tíma sem Atli var ritaður hafði kaupauðgis- stefnan í sinni hreinustu mynd runnið sitt skeið og leifar hennar spunnist saman við ýmsa gilda þræði búauðgisstefnunnar frönsku. Afsprengið varð hag- stefna hinna upplýstu einvalda álfunnar, kameralism- inn. Áhersla búauðgismanna á grundvallarhlutverk landbúnaðarins í hagkerfinu hafði mikil áhrif á dönsk stjórnvöld og framfaraþenkjandi menn upp- lýsingarinnar í Norðurálfu. Hún fléttaðist saman við framfarahug þann sem spratt af vísindabyltingunni í Evrópu, sem svo er kölluð, og kom fram um alda- mótin 1700 og varði langt fram eftir öldinni.8 í kjölfar- ið komu fram margháttaðar tilraunir og nýjungar hérlendis sem voru skilgetin afkvæmi þessara alþjóð- legu strauma. Árin 1770-1771 starfaði Landsnefndin fyrri og lagði til margháttaðar umbætur í fjölmörgum efnum. Á seinni hluta aldarinnar fóru einnig hér um landið ýmsir leiðangrar, stærri og smærri, og könn- uðu landsins gögn og gæði og lögðu fyrir ráðamenn tillögur til úrbóta á ýmsum sviðum. Viðreisn lands og atvinnuvega var ofarlega á baugi.9 I anda þessara búauðgisblönduðu umbóta gaf konungur tvær tilskipanir sem vert er að gefa sér- stakan gaum: landnámstilskipunin frá 15. apríl 1776'° og þúfnatilskipunin frá 13. maí 1776.11 Þúfnatilskipun- in kvað á um sléttun túna og hleðslu garða en land- námstilskipunin um endurreisn eyðibýla og aukna landnýtingu. Báðar þessar tilskipanir tók Björn upp í Atla í íslenskri þýðingu, slíkt taldi hann mikilvægi þeirra.12 Kemur þetta heim og saman við titilsíðu ritsins því að þar segir Björn að það sé ,,[s]amanskrifað fyrir fátækis frumbýlinga, eink- anlega þá sem reisa bú á eyðijörðu".13 „Blessaður sé ævinlega kóngur vor fyrir þessa réttarbót", segir Atli.14 Sé litið á viðhorf Björns til landbúnaðar sem atvinnugreinar er það allt í senn gamalt og nýtt, fullkomlega í anda nýlegrar bú- auðgisstefnu og gamla íslenska samfélagsins í senn. Islendingar voru frá upphafi kvikfjárræktarbændur sem höfðu fiskveiðar að aukagetu. En þrátt fyrir vilja landsmanna til nýtingar þess lífs- viðurværis sem sótt er í greipar Ægis var andstaða höfðingja- stéttarinnar og ráðandi manna gegn fastri búsetu við sjávarsíð- una og myndun borgarastéttar alltaf einörð, einkanlega vegna ótta við samkeppni um ódýrt vinnuafl.15 Björn tekur strax skýra afstöðu í formála Atla og ber saman landbúnað og sjávarútveg. Björn telur að fiskveiðar séu afar arðvænlegar þegar vel árar og afli er góður. En þær eru ótraustar og færa menn á vonarvöl í vondum árum. Því er landbúnaðurinn og ræktun jarðarinnar grundvöllur lífs í landinu, þótt fiskveiðar séu að sjálfsögðu mik- ilvæg búbót. Af þessu leiðir að „enginn næringarútvegur er þarfari hér í landi en jarðyrkjan; ...]þ.e.] tún- og engjarækt".16 Mjög athyglisvert er að þrátt fyrir að lesa megi ljóslega af for- málanum að fiskveiðar séu mikilvæg aukageta búandans, ef hann komi þeim við, er hvergi minnst á þær síðar í bókinni. Jafnvel þegar verkaskipting ársins er tíunduð er ekki minnst á ferðir í verið á vetrarvertíð.17 Kann þetta að stafa af því að ritið er algjörlega helgað jarðrækt og búsýslu og því aldrei ætlunin að segja mönnum til með þessa aukagetu eða að Björn kann að hafa verið þeirrar skoðunar að drifmikill landbúnaður og rækt- arsemi skiluðu nægilegri lífsafkomu. Má þetta marka af einni af ræðum hins aldna bónda þar sem hann ræðir um mikilvægi bændastéttarinnar í samfélaginu. Hann segir að bændastéttina megi „álíta sem undirstöðusteina allrar þeirrar byggingar, sem kallast almenningsgagn. Þeir eru að sönnu lágt í byggingunni en þar er hún öll upp komin. Þeir haggast ekki né hrærast af nokkru stórviðri og ef þá bilar þá bilar öll byggingin. Þennan heiður og gagn bóndastéttarinnar hafa vitrir menn og góðgjarn- ir altíð þekkt."18 Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel. Ályktun Björns er að mestu í takt við almenn viðhorf upp- lýsingarfrömuða þessa tíma. Vissulega horfðu þeir margir til framfara í sjávarútvegi og brutu heilann um það hvernig nýta mætti matarkistuna miklu landsmönnum til hagsbótar, en efling sjárvarútvegsins sem sjálfstæðs atvinnuvegar átti lítt uppá pall- borðið.19 En það var fleira sem vakti hugarangur þegar hugsað var til sjávarsíðunnar. Magnús Stephensen (1763-1833) talar bæði um óttann við léleg fiskiár sem muni gera fólk við sjávar- síðuna bjargálna og þar með auka á framfærslubyrði hreppanna og einnig hið siðspillta líferni við sjávarsíðuna. Landbúnaður- inn er því ekki einungis öruggari en sjávarútvegurinn heldur og líka heilnæmari og siðlegri atvinnuvegur.20 Björn deilir aldrei beint á heilsuspillandi lifnaðarhætti við sjávarsíðuna en upphef- ur hið heilnæma og gefandi starf bóndans þeim mun meira. Atli, eins og hann leggur sig, er kennslubók í réttu líferni og sið- samlegu. Gott og skynsamlega rekið bú veitir lífsins fyllingu. Eins og brátt verður vikið að var Bjöm maður nýjunga í landbúnaði og jarðrækt. Sama verður ekki sagt um samfélags- hugmyndir hans því að þær enduróma hugmyndir gamla sam- félagsins. í bókinni Upp er boðið ísaland talar Gísli Gunnarsson um tvær meginstoðir gamla samfélagsins, fjölskylduna og lög- býlið. Lögbýlin í landinu voru einingar samfélagsins og lagaleg vernd þeirra veigamikið atriði frá elstu tíð. Litið var á lögbýlið sem eina eðlilega vettvang samfélagsins fyrir atvinnurekstur landsmanna. Fiskiróðrar á vetrarvertíð vom gerðir út af lögbýl- isbændum og vinnuafl landsins, hjúin, var bundið lögbýlunum af strangri löggjöf. Lög gerðu lausamennsku ófýsilegan kost. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.