Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 60

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 60
Hvert það er má hins vegar lesa greinilega út úr lýsingu Atla á fjórða syni sínum: Síðarnefnda atriðið er höfuðatriði í viðfangsefni þessarar greinar og því sem áður hefur verið sagt. Til þess að mannfólkið mætti vaxa og dafna var ekki nóg að vera iðinn, nægjusamur og viljugur. Hugarfars- breytingar var þörf, lyfta þurfti Islendingum af klakki þröngsýni og hjátrúar, kreddusemi og hræðslu við nýjungar. Og einmitt fyrir þessa baráttu Björns við að opna augu fólks fyrir gagnsemi ýmissa nýj- unga, einkanlega í jarðrækt, hefur nafn hans réttilega hlotið stað í sagnaritum þjóðarinnar. Strax í upphafi Atla („Til lesarans") gerir Björn grein fyrir mikilvægu atriði hvað þetta varðar. Hann segir: Þessi bæklingur mun þeim óþarfi sýnast, er langtum betur vita til búnaðar en hann kenn- ir. En því svara eg: 1. Hann er ei skrifaður fyrir þá. 2. Það var illa farið að þeir urðu ei fyrri til að skrifa um þetta efni. 3. Er hann þeim og öðrum þarfur ef hann gef- ur þeim orsök til.27 Hér má greina eitt grundvallaratriða upplýsingarinn- ar: miðlun hagnýts fróðleiks. Snar þáttur í baráttunni fyrir breyttu hugarfari var miðlun fróðleiksins, að upplýsa almenning. Sbr. 2. lið Bjöms bregðast þeir skyldu sinni sem hafa fróðleikinn á takteinum en hirða ekki um að miðla honum. Til marks um nýja tíma skal minnst á þá staðreynd að þótt prentverk væri starfrækt í landinu löngu áður en upplýsingin nam hér land hafði fátt eða ekkert annað en guðs- orðarit birst á prenti undangengnar tvær aldir. Miðl- un veraldlegs efnis á prenti hérlendis hófst fyrst á síðari hluta átjándu aldar.28 Með tilliti til þess sem áður var sagt um viðhorf rétttrúnaðarmanna má skilja að barátta Björns var hörð. I Arnbjörgu segir að „þrályndi við forna siði, ólag, óvit og amböguhátt... [sé] heimskumerki."” Hann varð að telja fólki trú um að þrátt fyrir alvald- an föður gæti það sjálft haft veruleg áhrif á líf sitt hér á jörðinni. Með Atla vill Björn að lesendur hans „styrkist móti röngum meiningum annarra manna. En til þess þarf bæði skynsemi og svo kjark að standa af sér straum þeirra hleypidóma, sem maður er upp alinn við."30 „Mun eigi það vel fallið að nýr bóndi taki upp nýjungar?", spyr ráðgjafinn.31 Björn víkur víða í Atla að jarðarbótum er lúta að jarðrækt, túnsléttun, rækt- un matjurta og öðru í þeim dúr. Á sama tíma kvíðir Atli aðhlátri manna ef hann tekur upp einhverjar nýj- ungar. Björn segir að sá muni hlæja best er síðastur hlær; reynslan muni skera úr um þessi mál.32 Jarðar- bætur eru nauðsynlegar, ,,[þ]ví ...[að] það [er] vissasti vegur til þinnar [Atla] varanlegrar velmegunar að þú ræktir vel jörðina, sem ber þig og elur, svo hún van- megnist ekki undir þér af órækt og þú vanmegnist ofan á henni af sulti."33 Björn ítrekar einnig að erfiði sé öllum þóknanlegt og menn skuli síst forðast skít- verkin á þeim forsendum að þau séu þeim ekki sam- boðin og kjörið aðhlátursefni annarra manna. Bú- störfin eru öllum þóknanleg. Björn styður mál sitt með Biblíunni og rifjar upp hárbeitt háðsyrði Salómons: „Þar sem enginn uxi er þar er jatan hrein; svo fá þeir líka hreinar tennur og sult."31 Ekki er öll- um gefið hið æskilega geðslag framsækins bónda. Hann er svo stilltur og spakur eins og hann væri örvasa karl. ... Hann gefur sig ekkert að þó bræður hans hæði hann eða hvað helst illt þeir gjöra honum ef að þeir lofa honum að vera kyrrum og hann kennir ekki til. Hann þolir allt vel nema sult og iðnari er hann við allt erfiði, sem hann má lengi seiglast við, en hver hinna bræðr- anna.35 Björn hikar ekki við að vitna til annarra manna viturra, inn- lendra sem erlendra, og nefna nöfn þeirra. Jafnvel vísar hann beint til rita þeirra og lesturs á þeim.36 En hann rekur einnig varnagla við nýjungum nýjunganna vegna. Sum skrif um nýj- ungar sem gefið hafa góða raun erlendis þurfa ekki endilega að gagnast heima á Fróni. Hugleiða verður vel hvort nýjungin kunni að gagnast við íslenskar aðstæður.17 Björn sýndi umbótahug sinn í verki. Árið 1754 var bændum sem áttu tug hundruða í jörð eða meira gert skylt með konungs- úrskurði að gangast fyrir lágmarks kornrækt á jörðum sínum og jafnframt gerð matjurtagarðs. Refsingu var hótað fyrir óhlýðni.38 Misjafnlega fór þetta hjá bændum en Björn er talinn eini maður- inn á öllu landinu sem gerði meira en það sem honum bar skv. konungsúrskurði. Var þetta upphaf jarðarbóta hans í Sauðlauks- dal. Tilraunirnar gengu brösuglega en Bjöm lét það ekki aftra sér þótt slægi í bakseglin. Björn stóð fyrir miklum garðsfram- kvæmdum á landareigninni (sbr. það sem sagt var í upphafi), ekki síst til að hefta mikið sandfok sem stóð jarðyrkjunni fyrir þrifum.39 í norðangarra blés af Sandodda utan við dalinn og barst sandurinn yfir landareignina til mikils tjóns.40 Mjög rammt kvað að sandfokinu í febrúar 1763 og orti þá Björn þessar stór- skemmtilegu „sandvísur": 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.