Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 69

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 69
Heimildargildi þeirra hluta sem varðveittir eru á Kvik- myndasafni Islands er mismunandi og ræðst fyrst og fremst af þeim spurningum sem gestir safnsins spyrja sig varðandi efnið. Sagnfræðingar sem unnið hafa að verkefnum á sviði kvik- myndagerðar hafa sótt mikið til safnsins, sem og sagnfræðinem- ar. Verkefnin hafa verið eigin kvikmyndagerð eða rannsóknar- tengd vinna á vegum kvikmyndagerðarmanna, sjónvarps- stöðva eða framleiðslufyrirtækja. Þessi vinna beinist fyrst og fremst að því að finna áhugavert heimildarefni fyrir heimildar- myndir og auglýsingar. Minna er aftur á móti um notkun sagn- fræðinga eða sagnfræðinema á kvikmyndamiðlinum sem upp- spretta sögulegra viðfangsefna og að lagst sé í heimildarýni á myndefni líkt og gert er við textalegar heimildir. Möguleikarnir eru hins vegar fyrir hendi og jafnóþrjótandi eins og aðrar frum- heimildir. Rannsóknir á vegum Kvikmyndasafns Islands hafa verið fáar, en safnið hefur stutt við mörg rannsóknarverkefni sem tengjast innlendri og erlendri kvikmyndasögu. Margir kannast við pistla og greinar sem fyrsti safnstjóri Kvikmyndasafns Is- lands, Erlendur Sveinsson, skrifaði í dagblöð um miðjan átt- unda áratuginn og fjölluðu m.a. um fyrstu áratugi kvikmyndar- innar hér á landi. Þeir eru hins vegar fáir sagnfræðingarnir sem hafa lagt sig eftir því að skrifa um frumbýlingsár greinarinnar, en til eru nokkrar undantekningar eins og sagnfræðirannsóknir Eggerts Þórs Bernharðssonar og Skarphéðins Guðmundssonar. Kvikmyndasafni íslands er nauðsynlegt að sem flestir sagn- fræðingar grúski í kvikmyndasögu þjóðarinnar og birti niður- stöður rannsókna sinna. Astæðan fyrir því er sú að án góðrar þekkingar á því sem safnið varðveitir má ekki búast við því að stofnun eins og Kvikmyndasafnið, menntamálayfirvöld eða al- menningur geri sér góða grein fyrir gildi þess sem verið er að varðveita. Það er einnig öllum nauðsyn að geta svarað þeirri spumingu í hvaða tilgangi íslendingar era að varðveita kvik- myndaarfinn. Þess ber einnig að geta að þó svo að kvikmynd- irnar sjálfar séu bestu fulltrúar sinnar eigin tilveru, þá má ekki draga úr gildi rannsókna til að vekja áhuga fræðimanna og al- mennings á kvikmyndunum sjálfum. Kvikmyndasafn íslands verður því að stuðla að eflingu rannsókna á kvikmyndum og kvikmyndamenningu almennt til að rækja hlutverk sitt sem best. Hægt er að nefna tvö dæmi um verkefni sem líta má á sem skref í þá átt að sinna grunnrannsóknum á kvikmynda- og sjón- varpsmenningu íslendinga; fyrra verkefnið er viðtalssería þar sem ætlunin er að beita viðtalsforminu í að afla þekkingar á að- skildum sviðum kvikmynda og sjónvarps í landinu. Fyrirhugað er að gefa út tvær bækur á árinu er tengjast þessu verkefni, aðra með viðtölum við kvikmyndahúsagesti um kvikmyndahúsa- reynsluna og hina með viðtölum við starfsfólk allra sjónvarps- stöðva á íslandi. í vinnslu er einnig bók með viðtölum við sýn- ingarmenn kvikmyndahúsa, en það er deyjandi stétt á tímum vaxandi tölvutækni. Seinna verkefnið er tengt Lofti Guðmunds- syni ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanni og er unnið að því í samvinnu við Þjóðminjasafn íslands. Markmiðið með því verkefni er að gera framlagi Lofts til ljós- og kvikmyndagerðar góð skil, með ritun æviágrips, söguritunar um kvikmyndafram- leiðslu hans og greiningu á kvikmyndum hans svo eitthvað sé nefnt. í lok rannsóknarinnar verður síðan efnt til sýninga á öll- um kvikmyndum Lofts. Töluverð vakning hefur orðið meðal sagnfræðinga hér á landi um gildi kvikmyndamiðilsins til kennslu og miðlunar á sögulegum efnum. Kemur það sjálfsagt til af ýmsum ástæðum, bæði jákvæðum og neikvæðum. Nei- kvæðu ástæðurnar eru t.a.m. þær að mörgum sagnfræðingum finnst sem að kvikmyndagerðarmenn og þáttagerðarfólk í sjón- varpi sýni ekki nægilega mikla færni í miðlun á viðurkenndri þekkingu um fortíðina og fari oft á tíðum rangt með heimildir og dragi hæpnar ályktanir í ljósi fræðanna. Þessar ástæður eru vissulega einhverjum hvatning til þess að leggja fyrir sig miðl- un sögulegrar þekkingar með kvikmynd, en að sama skapi getur sú ákvörðun orðið viðkomandi fræði- manni dragbítur á frama innan fræðanna. Enn sem komið er hefur kvikmyndaformið ekki fengið sömu stöðu og ritaðar rannsóknaniðurstöður við mat á fræðilegu starfi, en með vaxandi skilningi fræði- manna á eigin miðlunarstarfi (t.d. vegna endurmats póst-módernískra kenninga á miðlunarstarfi fræði- manna) má hins vegar gera ráð fyrir breytingum á því sviði. Jákvæðu hliðarnar um gildi kvikmynda- miðilsins má telja mikinn almennan áhuga á sagn- fræðilegu efni á þessu miðlunarformi og stækkandi markhóp fyrir sögulegt efni. Hér gegna sjónvarps- stöðvarnar veigamiklu hlutverki við miðlun sögu- legs efnis. Bíómyndir, bæði innlendar og erlendar, eiga sér oftar en ekki kveikju í sögulegum atburðum og eru til fjölmörg dæmi þess að slíkar myndir end- urveki áhuga fólks á einstaklingum, tímabilum eða sögulegum viðburðum. Einnig má segja að kvik- myndaformið hljóti blessun flestra nemenda á öllum skólastigum og kveiki oft neista hjá þeim allra dauf- ustu, sem bækur og greinar hafa ekki gert. Það er hins vegar nauðsynlegt að báðir aðilar, bæði nem- endur og kennarar, hafi góðan skilning á því hvernig sé hægt að nálgast annars vegar það sem við getum kallað „sögulega rétta" kvikmynd og hins vegar kvikmynd sem færð er í stílinn og skrikar út af viður- kenndu spori sagnfræðinnar. Af ofantöldu má sjá að starf sagnfræðinga, sagn- fræðinema og Kvikmyndasafns íslands fer á fjöl- mörgum sviðum saman. Það er hins vegar Ijóst að þau tengsl þarf að efla til mikilla muna og þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum til að öflugt starf geti átt sér stað. Eitt af því sem safnið mun leggja ríka áherslu á á næstu árum er að veita almenningi og fræðimönnum aðgang að alþjóðlegri kvikmynda- sögu með því að bjóða uppá sýningar í kvikmynda- húsi safnsins, Bæjarbíói. Þar er ætlunin að vera með öflugt sýningarstarf á kvikmyndum sem að öllu jöfnu rata ekki inní kvikmyndahúsin í landinu, sem og safnkennslustarf á öllum skólastigum þ.á.m. há- skólastigi fyrir bæði nemendur og kennara. Þessa þætti hefur vantað í fræðilegt uppeldi og gefur tilefni til þess, þegar starfið er komið á skrið, að bjóða uppá margskonar uppákomur sem styrkt getur fræðilegt starf og orðið kveikja að fræðilegri nýsköpun. Safnið mun á næstu árum leggja sig fram um að veita sagnfræðingum og nemendum við háskólana í landinu sem besta þjónustu og aðstöðu til að sinna fræðilegum rannsóknum, en fyrir bæði nemendur og safnið er hér um spennandi vaxtabrodda að ræða sem ber að efla. Að endingu er vert að minnast á að kvikmynda- og sjónvarpstæknin stendur á ákveðn- um tímamótum, en með stafrænni tækni hefur tækni- legt umhverfi og aðstæður til framleiðslu breyst um- talsvert. Kvikmyndamiðillinn er orðinn mun að- gengilegri fyrir áhugamenn um kvikmyndagerð en hann var lengi vel fram eftir 20. öld. Til þess að leita svara við því hvaða áhrif þessi nýja tækni mun hafa á samtímaframleiðslu heimilda- og bíómynda, svo dæmi séu tekin, þarf að sinna grunnrannsóknum á fortíð miðilsins af meiri krafti en verið hefur. Vonandi heyra einhverjir lesendur þessa pistils háværar bjöll- ur klingja og skunda til móts við starfið á Kvik- myndasafni íslands. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.