Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 83

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 83
Um aðferðir og nálgun viðtökufræðinnar Um sannleika kristnitökunnar í skrifum eldri fræðimanna Einu heimildirnar sem til eru um kristnitökuna er að finna í gömlum handritum. Aðrar fornleifar sem stutt gætu frásögnina hafa ekki fundist. Þungamiðja þess vægis sem þessum atburð- um hefur verið gefið hlýtur því að liggja í þeirri merkingu sem menn hafa lesið úr fyrirliggjandi textum í gegnum tíðina. Við- tökufræðin (reader-response criticism) er þar af leiðandi nærtæk aðferðarfræði þegar merkingarheimur kristnitökusögunnar er skoðaður. Hún þróaðist sem kenning innan bókmenntafræð- innar en hefur teygt anga sína inn í aðrar greinar, svo sem sagn- fræði. í grófum dráttum má segja að viðtökufræðin gangi út frá að merking texta verði til þar sem lesandi og texti mætast; eng- inn texti getur sagt sögu til fullnustu og lesandinn þarf alltaf að fylla í eyðurnar með eigin þekkingu í viðleitni sinni til að ná utan um merkingu hans. Um þessa virkni milli lesanda og texta fjallar viðtökufræðin. Samkvæmt henni eiga formlegir þættir tiltekins texta sér ekki sjálfstæða, þekkingarfræðilega tilveru utan þeirrar túlkunar sem felst í lestrarferlinu: Merking textans liggur ekki í honum sjálfum heldur því hvernig lesandinn skynj- ar/endurbyggir hann. Lestur/túlkun felur þannig í sér endur- sköpun þar sem ótal þættir úr reynsluheimi lesandans koma við sögu og þannig verður hver umfjöllun um texta í raun frumtexti um merkingu hans.4 Þegar kristnitökusagan er skoðuð frá sjónarhorni viðtöku- fræðinnar kemur í ljós að menn hafa gefið henni misjafna merk- ingu eftir tímaskeiðum og mismunandi gildismati hverju sinni. Undanfarna öld hefur töluvert verið um hana skrifað bæði af fræðimönnum og leikmönnum; svo mikið að ókunnugir gætu haldið að miklar og vandaðar samtímaheimildir lægju henni að baki. Þegar málið er skoðað nánar kemur þó í ljós að merking- argrunn sögunnar myndar einn lítill kapítuli í íslendingabók, sem eignuð hefur verið Ara fróða Þorgilssyni (1068-1148). Hún er talin rituð um það bil 130 árum eftir að meintir atburðir gerðust. Á þeirri frumheimild eru aðrar eftirheimildir meira og minna taldar byggja.5 Þær helstu eru: Historia Noruagiæ eftir Þjóðrek munk (um 1180); Ólafs saga Tryggvasonar eftir Odd munk Snorrason á Þingeyrum (um 1190); Saga Ólafs Tryggvasonar eftir Gunnlaug Leifsson munk á Þingeyrum (nálægt 1200); Kristni- saga eftir óþekktan höfund (hugsanlega rituð um 1250). Kristni- tökunnar er einnig getið í Eyrbyggju, Heimskringlu, Laxdælu og Njálu sem taldar eru ritaðar á 13. öld.6 Ef kristnitakan er skoðuð í ofangreindu ljósi vakna óneitan- lega ýmsar spurningar um aðferðir og getu manna til að ráða í svo fjarlæga atburði og gefa þeim merkingu; atburði sem skrá- settir eru löngu eftir að þeir áttu sér stað og raunar er ekki nokk- ur vissa fyrir að hafi gerst á þann hátt sem lengst af hefur verið talið. Þegar vægi atburða sem byggja á jafnlitlu er orðið svo mikið í augum svo margra hljóta mörk milli staðreynda og skáldskapar innan merkingarheims sögunnar að teljast óljós. Samkvæmt því er kannski útilokað að fullyrða nokkuð um at- burðarás kristnitökunnar? Svör við þeirri spurningu markast mjög af afstöðu hvers og eins til sannleikshugtaksins. Vegna fjölda þeirra ritsmíða sem liggja fyrir um efnið er von- laust að gera einhverja heildarúttekt á viðtökum kristnitökusög- unnar í því knappa formi sem hér er til staðar. Þó skal fullyrt að stærra úrtak myndi fremur sýna fram á margradda/sundur- greinandi textaeigindi viðtökusögunnar en heildstæða merk- ingu hennar. Hér á eftir verður fjallað um skrif nokkurra fræði- manna sem spanna tæplega 100 ára tímabil og sýna vel þá breytilegu merkingu sem kristnitökusögunni hefur verið gefin. Jafnhliða verður reynt að varpa ljósi á söguskoðanir og kennim- ið höfunda sem birtast ekki síst í afstöðu þeirra til heimilda. í tilefni 900 ára afmælis kristnitökunnar gaf Hið ís- lenska bókmenntafélag út rit Björns M. Olsens, Um kristnitökuna árið íooo og tildrög hennar (1900). Þar rekur hann aðdraganda og atburðarás hennar á Al- þingi það ár, „viðburðar, sem vafalaust má telja einn hinn merkasta í sögu landsins".7 Um afstöðu sína til heimilda segir Björn: Nú hafði Ari ágæta heimild til þessarar sögu, eftir því sem hann sjálfur segir, Teit Isleifsson frænda sinn, „þann mann er Ari kunni spakastan", og hafði Teitr sjálfr talað við menn, sem mundu kristintökuna árið 1000. Vjer getum því ekki efast um það, að allir þeir viðburðir, er Ari skýrir frá, eru rjett hermdir og áreiðanlegir í alla staði. Enn hinsvegar má ganga að því vísu, að mart hafi gerst í kristin- sögu landsins um þessar mundir sem Ari skír- ir ekki frá og Teitr kunni ekki frá að segja. . . . [Björn bendir á hugsanlega viðleitni þeirra sem síðar rituðu sögu Olafs konungs Tryggvasonar, einkum Gunnlaugs, til] að eigna honum, og þá auðvitað erindrekum hans, sem mest í kristintökunni. . . . Þegar meta skal heimildarrit vor til frásagnar ... fil- gjum vjer frásögn Ara, það sem hún nær, enn hendum það úr öðrum sögum, er oss þykir næst sanni . . . Vjer göngum að því vísu, að allt sé áreiðanlegt, svo langt sem það nær, er Ari segir . . . og vjer munum ekki heldur að ástæðulausu rengja viðauka þá við sögu Ara, sem finnast í öðrum heimildarritum.8 Samkvæmt þessu byggir Björn frásögn sína af kristnitökunni á íslendingabók en fyllir upp í þar sem „vantar" með öðrum heimildum, þá helst með Kristni sögu og Ólafs sögu. Hann segist meðvitaður um, þrátt fyrir allt, að sagan sé „að sumu leiti ófullkomin og ekki alveg nákvæm, þó að viðburðirnir sjeu nokkurn- veginn rjett sagðir . . . því að megindrætti viðburð- anna eru til vor komnir frá einum manni (Teiti), og „jafnan er hálfsögð sagan, þegar einn segir".9 Það er kannski þess vegna sem hann setur sig í innlifunar- stellingar og ritar: „skal jeg nú skíra frá, hvernig jeg hugsa mjer afstöðu viðburðanna."10 Sem dæmi um hugsanir Björns má nefna eftirfarandi ályktanir og gildisdóma: „Síðan varð hjarta hans [Síðu-Halls] gagntekið af sannindum kristilegrar trúar, og hann ljet skírast ... Það má og geta nærri, að hinir gömlu heiðnu goðar hafa hatað hina níju höfðingja út af líf- inu, og það hefur verið þeim óbærileg tilhugsun, ef að því skildi reka, að þessir nígræðingar steipti hinu gamla goðaríki og settist á rústum þess".11 Og svo mætti lengi telja. Af framangreindu má álykta á eftirfarandi hátt um söguskoðun Björns og afstöðu til heimilda: Hann virðist hafa mikla trú á staðreyndagildi heimilda sinna en bendir þó á hugsanlega hlutdrægni í um- fjöllun um Ólaf konung Tryggvason. Ari er nánast hafinn yfir alla gagnrýni. Björn virðist halda að með því að púsla saman heimildum og geta skynsamlega í eyðurnar sé hægt að komast að því hvað raunveru- 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.