Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 86

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 86
Þorgeir Ljósvetnitigagoði heillar áheyrendur með málflutningi sínum á Alþingi árið 1000. Ara sé einhliða hafi hann eflaust verið „mjög ráðvandur höf- undur og skilríkur, svo langt sem vitneskja hans og skilningur náði. Hann segir stuttort frá og hallar víst á engan viljandi". Þar sem aðrar frásagnir af kristnitökunni eru skráðar löngu síð- ar setur Einar þær skör lægra en frásögn Ara og telur að meta verði hverju sinni hvað taka beri trúanlegt og hvað séu missagn- ir eða tilbúningur.38 I samræmi við það rökfasta og skynsamlega táknmið sem Einar hefur valið sér gefur hann lítið fyrir veru Þorgeirs undir feldinum og segir hana raunar alveg fráleita. Hann telur ábyggilegt að eftir samtal Halls og Þorgeirs hafi góðir menn úr báðum flokkum reynt að finna leið út úr ógöngunum, annað hefði „nú á dögum verið talið stappa nærri fávitahætti. . . . Sögnin um feldarhvíld og þögn Þorgeirs hefir myndast að því, að mönnum hefir fundist það eitthvað hugðnæmara að gera hann svo vitran og áhrifamikinn, að hann þyrfti ekki annað en að liggja hljóður nógu lengi og hugsa málið, til þess að allir vildu hlíta því, sem hann vildi hafa".3'’ Þar með hefur Einar af- hjúpað goðsögnina um Þorgeir Ljósvetningagoða eftir rökgrein- ingarleiðum 20. aldar án tillits til menningarlegs/merkingarlegs mismunar Þjóðveldisaldar og eigin samtíðar. I niðurlagi greinarinnar hefur Einar þjappað saman öllu sem hann telur að hægt sé að vita með vissu eða góðum líkindum um kristnitökuna árið 1000 og samkvæmt því er það bara þó nokkuð. Hann notar eigin hyggjuvit og gildismat til að „afrugla og leiðrétta" frásögnina, meðal annars vegna þess að ýmislegt í henni samræmdist ekki heilbrigðri skynsemi, braut í bága við lög og auk þess voru Ara óljósar reglur þær sem giltu um laga- setningar.10 ok breiddi feld sinn á sik ok hvílði þann dag allan ok nóttina eptir ok kvað ekki orð".33 Sigurður telur að Þorgeir hafi legið undir feldinum, vakað, fastað og hugleitt til þess að hlýða á sagnaranda eigin vitundar, -líkt og Egill, er hann vildi yrkja... Þessi hug- leiðing Þorgeirs er tilraun til goðmögnunar.... [Er Þorgeir tók til máls á Lögbergi] kom hann ekki aðeins fram fyrir þingheim með vel hugsaða tölu, sem var svo Ijós og sannfærandi um röksemdir, að hver maður gat skilið. Maðurinn sjálfur hefur komið fram úr hug- leiðingunni með máttuga ró í fasi og ljóma í yfirbragði sem heillaði áheyrendur til þess að hlýða máli hans og treysta úrlausninni31 Það má kannski segja að þessar útleggingar Sigurðar Nordals um kristnitökuna séu í vissu samræmi við söguskoðun hans, ef á annað borð er hægt að tala um samræmi í þeim efnum. „Rasjónalískari" kennimið I grein Einars Arnórssonar (1941) sem kemur út á svipuðum tíma og rit Sigurðar Nordals kveður við allt annan tón. í upphafi gerir Einar ágæta grein fyr- ir afstöðu sinni til fyrirliggjandi heimilda um efnið: Atburðir þeir, sem hér verða raktir, hafa gerst fyrir nær hálfri tíundu öld. Þeir hafa ekki ver- ið skjalfestir samtímis, svo vitað sé. Engarforn- minjar eru við þá tengdar, örnefni né kvæði, sem fræðslu veiti, beint eða óbeint, um þá. Einu heimildirnar um þá verða því annars- konar frásagnir manna. . . . Sameigið öllum þeim frásögnum er það, að þær eru skráðar löngu eftir atburði. Skrásetjendur hafa hvorki verið sjón- arvottar né heyrnar, og sagnir sínar hafa þeir ekki heldur eftir nokkrum slíkum heimildarmanni, heldur um milliliði, tvo eða fleiri. Má því búast við margs konar skekkjum ífrásögn, misskilningi á atvikum, hlutdrægni bæði viljandi og óviljandi og beinum uppspuna.35 Hér er sett spurningamerki við sannleiksgildi frá- sagnanna og því geti verið varasamt að byggja á þeim staðreyndadóma. En Einar telur að þrátt fyrir vissa annmarka sé íslendingabók besta heimildin um kristnitökuna enda er hún „elst, Ari vill segja satt, hann hefur haft bestu heimildir, sem völ var á, og hann er laus við helgisagnir og klerkamælgi".36 Ein- ar gerir ráð fyrir að helstu heimildarmenn Ara séu Teitur Isleifsson og Hallur Þórarinsson og að munn- legar frásagnir af atburðum hafi farið í gegnum þrjá til fjóra liði. Það sé því viss hætta á að eitthvað hafi skolast til og frásagnir veiti því ekki alveg rétta mynd af atburðum, auk þess sem líklegir frumheimilda- menn, þeir Gissur og Hjalti, séu hlutdrægir. Hann kemur með ádrepu í garð íslenskra fræðimanna fyrir gagnrýnisleysi í garð Ara og annarra sagnaritara og segir: „gagnrýnislaust lof, eins og flestum fræði- mönnum vorum hefur verið tíðast, hæfir hvorki hon- um né öðrum".37 Einar segir sjálfur að þótt frásögn [S]ögn Ara um lögsögumannskjör Síðu-Halls [er] á mis- skilningi byggð og kaup hans við Þorgeir lögsögumann rangsögð. Sögnin um legu Þorgeirs undir feldinum er þjóðsaga. Ræðu hans á síðari lögbergsfundinum hefur Ari samið; og það er misskilningur Ara, að heiðnir menn og kristnir hafi fyrir fram játast undir lög þau, er Þorgeir „segði upp". Það er loks misskilningur Ara, að hin nýju lög hafi orðið til að lögbergi og fyrir „uppsögu" lögsögu- manns.11 Það má segja að um vissa kúvendingu sé að ræða í söguskoðun Einars ef mið er tekið af þeim höfundum sem áður var fjallað um. Kristileg og rómantísk áhrif eru að stórum hluta horfin og þjóðernishyggja ekki alveg eins áberandi. Aherslurnar eru þó ennþá á einstaklingunum sem hreyfiafli sögunnar þótt þeir þurfi að „víkja" fyrir því sem „líklegra" er að hafi gerst þegar stefnir í „árekstur" milli þeirra og skynseminnar. Hér er farið að örla á áherslubreytingu í þá átt að einstaklingurinn víki fyrir 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.