Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 93

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 93
Ungbarnadauði var í sögulegu hámarki á öðrum fjórðungi 39. aldar en lækkaði ört eftir það. Heimild: Hagskinna. Sögulegar hagtölur um ísland. Tölulegar upplýsingar um ungbarnaeldi eru einstaka sinn- um settar fram í skýrslum lækna; en aðallega stuðst við tölulega greiningu Katrínar Thoroddsen, barnalæknis, á eldi ungbarna, sem birtist í Læknablaðinu árið 1925. Tölur um eldisvenjur ung- barna sem teknar eru saman úr ljósmæðraskýrslum frá árunum 1915-1920 og frá árinu 1930 eru líka notaðar til samanburðar. Læknaskýrslur og meðferð ungbarna Hversu áreiðanlegar heimildir um meðferð ungbarna eru árs- skýrslur héraðslækna, grundvallarheimild greinarinnar? Lækn- ar voru að vinna frumkvöðlastarf í læknishéruðum og skýrslu- gerð ekki komin í fastar skorður. Meðferð ungbarna, sem sér- stakur þáttur, birtist t.d. fyrst í útgefnum heilbrigðisskýrslum árið 1902, þó vitanlega hafi einstaka læknir getið um ungbarna- eldi og meðferð á ungbörnum í skýrslum sínum fyrir þann tíma. Skýrar reglur um hvað tiltaka skuli í ársskýrslum gefur land- læknir árið 1907. Þar er mælst til þess að læknar fjalli í sérstakri grein um meðferð á ungbörnum og algengustu dauðamein þeirra. Yfirvöld virðast því gera ráð fyrir því að samband sé á milli meðferðar ungbarna og orsaka ungbarnadauða fyrst fjall- að er um efnið í einum efnisflokki. Samantektir héraðslækna um meðferð ungbarna eru þó mjög misvel fallnar til greiningar því að orðalag er iðulega mjög almennt. Læknar reyna gjarnan að lýsa ástandinu í öllu umdæminu án þess að rökstyðja mál sitt með einstökum dæm- um og geta þess aðeins að bætt meðferð ungbama sjáist í árlegri lækkun ungbarnadauðans. Guðmundur Hannesson (1866- 1946), prófessor við Læknadeild Háskólans, bendir til dæmis á að, ,,[þ]ó margir læknar geti árlega um meðferð ungbarna í skýrslum sínum ... rökstyðja fæstir verulega umsögn sína. Yfir- leitt segja þeir talsverða framför í þessum efnum."4 Læknaskýrslurnar em vandmeðfarnar heimildir og mat lækna er einstaklingsbundið. Skýrslur tveggja lækna sem skrif- uðu um Akureyrarhérað á fyrri helmingi og seinni helmingi árs- ins 1907 em til vitnis um það. Skýrsla Guðmundar Hannesson- ar greinir frá ástandinu í héraðinu á fyrri helmingi ársins. Guð- mundur, sem síðar varð prófessor við læknadeild Háskólans, var héraðslæknir Akureyrar frá 1896 til 1907.5 Að mati Guð- mundar vora „börn ... almennt höfð á brjósti" en honum leikur þó „gmnur á að pelabörnum fari fjölg- andi síðustu árin ekki sízt á Akureyri...".6 Steingrím- ur Matthíasson (1876-1948) tekur við læknisembætti í Akureyrarhéraði af Guðmundi þetta ár og skrifar einnig skýrslu til landlæknis. I skýrslu hans, sem er bæði lengri og ítarlegri en skýrsla Guðmundar, er dregin upp allt önnur mynd af meðferð ungbarna og eldisháttum. Segir þar: „Því miður er það fremur sjaldgæft hér að konur hafi börn sín á brjósti, enda þótt læknir hafi oft brýnt það fyrir fólki og sömuleið- is yfirsetukonurnar."7 Dæmið sýnir að miklum vand- kvæðum getur verið bundið að lesa úr læknaskýrsl- unum raunverulegt ástand uppeldismála. Arið 1914 fer landlæknir fram á að héraðslæknar semji útdrátt úr skýrslum ljósmæðra og færi inn í árs- skýrslur sínar.8 Aðeins er að finna einn slíkan útdrátt í ársskýrslu ársins 1915. Guðmundur T. Hallgrímsson (1880-1942) héraðslæknir í Svarfdælahéraði árið 1915 gerir skýrslugerðina að umtalsefni: „Væntanlega verða hjeraðslæknum fengin eyðublöð fyrir slíkar skýrslur, ef landlæknir telur æskilegt að fá þær ár- lega, því að ella er hætt við að bæði mjer og öðmm kunni að sjást yfir eitthvað, sem vert væri að geta um, en nefni annað, sem minna ríður á."9 Oljóst form skýrslanna í upphafi var að mati Guðmundar ókost- ur. Þó má vera að því fylgi einhverjir kostir. Lækn- arnir gátu sjálfir mótað skýrslurnar og fjallað um það sem þeim finnst mikilvægast að komi fram. Líklegt er að þá komist annað að í skýrslunum en einungis það sem yfirstjórn heilbrigðismála telur skylt að geta um. Nauðsynlegt er að hafa hugfast að skýrslurnar em ekki hlutlægar lýsingar, skrásetning á staðreynd- um, heldur litast þær af viðhorfum lækna. Skýrsla Sigurjóns Jónssonar (1872-1955), héraðslæknis Svarf- dæla árið 1927, ber keim af þróunarhyggju. Hann lík- ir ,,[g]ömlu ungbarnameðferðinni... við strangt próf, sem þeir einir gátu staðizt, sem máttu heita ódrep- andi. Nú er þetta „inntökupróf" orðið ljettara."10 Hér er það ekki forsjónin sem sögð er ráða ferðinni held- 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.