Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 96

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 96
mæðrum og börnum þeirra í Reykjavík ókeypis ráðleggingar og læknishjálp. Árið 1929 voru sjúkravitjanir barnaverndarinnar 955 talsins, sem sýnir að fólk hefur talið eðlilegt að leita hjálpar, en fela sig ekki alfarið örlögunum á vald.46 Ungbarnaverndin var vinsæl og heimsóknum í heilsugæsluna fjölgaði ár frá ári, árið 1930 komu 681 börn í eftirlit, árið 1931 voru þau 1143 og ári síðar voru börnin 2174.47 Það starf sem ljósmæður og læknar inntu af hendi viðkom- andi ungbörnum, t.d. fræðsla um hagkvæma eldishætti festist í sessi á fyrstu áratugum 20. aldarinnar og foreldrar leita í ríkari mæli en áður ráða um uppeldi hjá þeim. Á sama tíma festist skráningarkerfi ljósmæðra á eldisvenjum í sessi og þess sér merki að æ fleiri ljósmæður senda skýrslur um eldishætti til hér- aðslækna á öðrum áratug aldarinnar.48 Hvaða barn er brjóstabarn? Við könnun á eldisháttum og tengslum barneldis og ungbarna- dauða er mikilvægt að hafa hugfast að ekki er alltaf ljóst hvað átt er við þegar talað er um brjóstabarn. Er t.d. bæði það barn sem nýtur móðurmjólkurinnar um langt skeið sem og það barn sem aðeins fær móðurmjólk fyrstu dægrin brjóstabarn? Elsta áreiðanlega heimildin um brjósteldisleysi íslenskra kvenna er í Ferðabók Eggerts og Bjarnaó9 Það er til vitnis um túlk- unarvandann að þrátt fyrir að það komi skýrt fram að börn séu almennt ekki höfð á brjósti þá er því þannig háttað að börn fá brjóst í einn til þrjá daga.50 Mikilvægt er að átta sig á hvaða skilningur er lagður í orðin „að leggja á brjóst". Hugsanlegt er að börnin fái móðurmjólk um stundarsakir en ekki endilega fram eftir fyrsta árinu, eins og ákjósanlegt hefði verið. Eftirfar- andi athugasemdir Guðmundar Hannessonar um eldisvenjur eru ekki eins ósamhljóða og litið gæti út við fyrstu sýn. Skýran greinarmun verður að gera á brjósteldi sængurkvenna og brjósteldi um lengra tímabil. Guðmundur segir að brjóstagjöf hafi verið regla meðal sængurkvenna í Reykjavík á öðrum ára- tug aldarinnar. Þessi orð stangast ekki á við það sem fram kem- ur í skýrslum Guðmundar árið 1907 og 1910 þess efnis að brjósteldi sé sjaldgæft.” í skýrslum ljósmæðra eru upplýsingar um það hvort börn voru lögð á brjóst. Ljósmæður gátu þó ekki fylgst með því hversu lengi mæður gáfu brjóst og heimildir benda til þess að brjóstagjöf hafi almennt ekki varað lengi. Einstaka sinnum geta læknar þess í ársskýrslum sínum hvernig brjóstagjöf er háttað og vitna þá í talningu ljósmæðra. Elstu tölulegu upplýsingar um fæði ungbarna á landsvísu byggjast á skýrslum ljósmæðra frá 1915-1920. Guðmundur Hannesson, sem tók skýrslurnar saman, bendir á að þó að þær gefi vanmetinn og ljóst að læknirinn gerir sér grein fyrir mikilvægi ljósmæðrastarfsins. Orðalag læknisins er athyglisvert, hann segir skýrum orðum að líf barns- ins sé í húfi sé það ekki lagt á brjóst. I ársskýrslum kemur fram að læknar sýna hinu „nýskilgreinda" starfssviði ljósmæðra sem laut að uppfræðslu mæðra áhuga. Jón Jónsson, síðar héraðs- læknir í Blönduósslæknishéraði, gerir iðulega að um- talsefni starfssvið Ijósmæðra. Jón setur fram skoðanir sínar á starfssviði þeirra og segir: „Eins og tilhagar hér á landi verður það að vera hlutverk yfirsetukon- unnar jafnframt ljósmóðurstarfinu, að leiðbeina mæðrunum í meðferð ungbarna ..,".39 Jón er óþreyt- andi við að ítreka mikilvægi Ijósmóðurstarfsins. í skýrslu til landlæknis árið 1910 segir hann í kaflanum um meðferð ungbarna í Blönduósshéraði þar sem hann var þá kominn til starfa: Jeg vil enn þá einu sinni leyfa mjer að minna á þörfina á því að yfirsetukonurnar fái tilsögn og æfingu í meðferð ungbarna. Kensla í þessu ætti auðvitað að fara fram um leið og þær lesa yfirsetufræðina.... Móðirin lærir best meðferð á barni sínu með því móti að henni sé sýnt það í verkinu og það getur enginn gjört eins vel og yfirsetukonan ef hún kann það. Allur bóka- lærdómur fer út í veður og vind þegar barnið hljóðar og óskapast og sé þá enginn við hend- ina með kunnáttu og reynslu er hvert ráð með þökkum þegið frá gömlum mæðrum hversu óhyggilegt sem það er og öfugt við allar nú- tímans reglur og kröfur um hreinlæti og holl- ustu. Það gæti því vel átt sér stað að læknirinn ræki sig á rúsínu við naflann og dúsu í rúms- horninu, þó komið sé fram á 20. öldina.40 Það lítur út fyrir að Jón vilji að ljósmæður grípi inn í og reyni að koma í veg fyrir að hið hefðbundna hátta- lag við meðferð ungbarna, sem mæður miðluðu dætrum sínum, viðhéldist. Það hefur sjálfsagt verið staðbundið hversu ötul- lega ljósmæður unnu að fræðslu þó að ljóst sé að heil- brigðisyfirvöld lögðu áherslu á að efla þetta starfs- svið ljósmæðra um þessar mundir. Guðmundur Hannesson telur ljósmæður eiga drjúgan þátt í lækk- un ungbarnadauðans með því að hvetja mæður til þess að leggja börn á brjóst. Að mati Guðmundar er ákjósanlegast að ljósmæður sinni börnum á heimili sængurkonunnar um hríð eftir barnsburð. 41 Það er því af sem áður var þegar það tíðkaðist að yfirsetu- konurnar tækju kornabarnið frá móðurinni eftir barnsburð og sinntu því heima við, þannig að móðir og barn voru aðskilin.42 Bæði Jón Jónsson og Guðmundur Hannesson benda á að mikilvægt sé að ljósmæður sinni mæðrum inni á heimilum þeirra fyrstu dagana eftir fæðingu barns. Á 19. öld eru vísbendingar um að sjaldan hafi verið leitað til læknis vegna veikra barna.43 Þessa hef- ur gætt fram yfir aldamót. Héraðslæknirinn á Eyrar- bakka lætur þess getið árið 1907 að læknis sé sjaldn- ast vitjað til veikra barna. Sigurjón Jónsson nefnir þetta einnig það sama ár.44 Á fyrstu starfsárum héraðslækna kvarta þeir gjarnan undan því að fólk leiti ekki til þeirra ef börn voru veik.45 Þetta breyttist þó er leið á 20. öldina. Barnavernd Líknar, sem komið var á fót árið 1927, gaf nokkra leiðbeiningu um það, hve mörg börn eru lögð á brjóst, en bæði vantar þær skýrslur að mestu eða öllu úr flestum hjeruðum og hæpið hvort börn hafa verið í raun og veru alin á brjósti, þó svo sje talið, því sjaldnast er um það getið, hve lengi þeim var gefið brjóst.52 Óvissan um lengd brjóstagjafar var viðvarandi allan þann tíma sem skoðaður var, t.d. er þetta nefnt í heilbrigðisskýrslum ársins 1921 til 1925 þar sem bent er á að sennilega séu börn talin brjóstabörn þó brjóstagjöfin vari stutt.53 Guðmundar lætur það álit i ljós árið 1926 að flestar ljósmæður telji öll þau böm brjósta- börn sem lögð eru á brjóst.54 Til undantekninga heyrir að lækn- ar geti um lengd brjóstagjafar í ársskýrslum sínum. Ólafur Ó. Lárusson (1884-1952) héraðslæknir í Vestmannaeyjum getur þess árið 1929 að flest böm séu sex til tíu mánuði á brjósti og fá börn skemur en þrjá mánuði.55 Svipaða sögu er að segja úr Skipaskagalæknishéraði þar sem öll börn vom samkvæmt 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.