Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 99

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 99
Öskudagur á Akureyri á 1. áratug 20. aldar. slíkt mátti heita óþekkt fyrir 10-20 árum."77 Þó meðferðin sé á batavegi bendir Halldór á „langt [sé] frá því að meðferð á ung- börnum sje komin í æskilegt horf og eru menn yfirleitt seinni til að breyta út af gömlum venjum með mataræði barna og aðra meðferð á þeim."78 Skúli Ámason héraðslæknir í Grímsneshér- aði veltir fyrir sér ástæðum þess að ungbarnadauði hafi verið lít- ill í héraðinu árið 1913. Böm séu almennt ekki lögð á brjóst, svo varla sé skýringarinnar að leita í því atriði, líklegra er að sú stað- reynd að mæður séu farnar að þynna mjólkina dragi úr ung- bamadauðanum.79 í grein Katrínar Thoroddsen, „Brjóstabörn og pelabörn", em tilgreindar nokkrar ástæður fyrir brjósteldisleysi; að mati henn- ar em skýringar eins og holubrjóst, að barnið vilji ekki taka brjóstið, brjóstamein og veikindi móður, viðbárar og ætti í flest- um tilfellum að flokka með „viljaleysi móður".80 Katrín telur engu að síður að mjólkurleysi sem er talin ástæða í 8,5% tilfella hljóti að vera sannmæli. Athyglisvert er að samkvæmt skýrslun- um sem Katrín notaði vilja 25% mæðra í Siglufirði ekki hafa börnin á brjósti og 23% kvenna á Eyrarbakka. I ársskýrslum sínum víkja læknar að því sem þeir telja fyrir- slátt mæðra til að komast hjá brjósteldi. Læknar virðast sýna rökum þeirra kvenna sem bera fyrir sig mikilli vinnu skilning.81 Sigurjón Jónsson héraðslæknir í Svarfdælahéraði nefnir tvær „gildar ástæður" fyrir pelagjöf, annars vegar þegar móðir þarf að vera fjarri barni sínu vegna vinnu og hins vegar þegar konan hefur holubrjóst.82 Almennt taka læknar vinnuástæðuna gilda, og benda á að konur þurfi að vinna mjög mikið vegna vinnu- fólkseklu.83 Merkilegt er að í tölum Katrínar Thoroddsen kemur fram að 1,5% barna em tekin af brjósti þar sem þau þola ekki brjóstamjólkina.84 Þessar viðbámr koma einnig fram í ársskýrslu Ingólfs Gíslasonar, héraðslæknis Vopnafjarðarhéraðs, fyrir árið 1912.85 Sömu sögu segir Steingrímur Matthíasson árið 1920: Margt kvenfólk er tregt að trúa okkur lækn- unum um hollustu sinnar eigin mjólkur. Það heldur kúamjólkina fullgóða handa krökkun- um, jafnvel kostmeiri og kröftugri og skella við skollaeymm þó við fullyrðum að móður- brjóstið verji smælingjana oftast nær gegn hættulegum meltingarkvillum, beinkröm, krömpum og margskonar veiklun.88 Læknar vísuðu gjarnan til þess í skýrslum sínum að þegar móðir á annað borð fékkst til að ala barn upp við móðurbrjóstið þá lærði hún eins og Ólafur G. Lámsson bendir á árið 1912 „af reynslunni ... von- andi bezt að meta þennan hagnað fyrir afkvæmið."87 Niels P. Dungal, segir í greinargerð um næringarsjúk- dóma í upphafi fjórða áratugarins, að þó brjóstagjöf sé orðin almenn, þá telji ýmsir kúamjólk betri kost en móðurmjólk fyrir ungviðið.88 Sama viðhorf kemur fram hjá Sigurjóni Jónssyni héraðslækni Svarfdæla árið 1932 sem segir að mæður í héraðinu „hafa kreddur um að mjólkin úr sér sé óholl, börnin þoli hana ekki o.s.frv. Er merkilegt að þessar bábyljur, sem mér virtust mjög vera farnar að þverra virðast hafa magnast aftur síðustu árin."89 Af framansögðu má ráða að þrátt fyrir að brjósteldi færist í vöxt eftir því sem líður á tímabilið, kvarta læknar enn í upphafi fjórða áratugarins yfir skilningsleysi mæðra á gildi brjósteldis. Niðurlag Eldishættir íslenskra ungbarna voru á tímabilinu 1890-1930 mismunandi eftir landsvæðum. Um það bera ársskýrslur lækna og tölulegar upplýsingar ljós- mæðra vitni. Líklegt er, sérstaklega á fyrri hluta tíma- bilsins þegar hreinlæti var enn víða ábótavant, að svæðisbundnar eldisvenjur hafi haft áhrif á dánar- tíðni ungbarna. Heimildirnar sem liggja til grundvallar þessari niðurstöðu eru þó vandmeðfarnar eins og bent hefur verið á. Skýrslur og tölulegar upplýsingar eru iðu- lega taldar frekar ótvíræðar heimildir. Svo er hvorki farið um ársskýrslur lækna né tölulegar upplýsingar um eldisvenjur úr ljósmæðraskýrslum. Þetta em hvort tveggja margræðar heimildir og tölurnar ekki síður en læknaskýrslurnar. Meðferð á börnum breyttist á tímabilinu 1890- 1930. Þátttaka lækna og ljósmæðra í ungbarnavernd festist £ sessi og foreldrar leituðu í auknum mæli til heilbrigðisstétta með ungbörn sín. Án efa vom ís- lensk börn í auknum mæli lögð á brjóst á tímabilinu, um það ber heimildum saman. Sömuleiðis vom mæður upplýstari um mikilvægi hreinlætis við allt uppeldi. Brjósteldi, betri mjólk og aukið hreinlæti hafa ásamt bættum lífsskilyrðum stuðlað að lækkun ungbarnadauða. Frá áttunda áratug 19. aldar og fram á þriðja áratug 20. aldarinnar lækkaði hann úr 189,3 %o í 52,8 %o. 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.