Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 103

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 103
Gamalt stórbýli í Hörgsdal á Síðu. Réttur er settur Þjófnaðurinn átti sér stað fimmtudagskvöldið þriðja nóvember haustið 1808. Guðrún Eiríksdóttir játaði á sig sakir í málinu þann 25. febrúar 1809. Við fyrstu yfirheyrslu neitaði Guðrún því að hafa verið völd að þjófnaðinum. Hún sagði alla hafa verið heima í Miðvík kvöldið sem þjófnaðurinn átti sér stað nema Guðmundur maður hennar sem var frammi í Eyjafirði. Hún sat frammi í fjósi þetta kvöld. Aðspurð sagðist hún enga skýringu geta á því gefið hvernig bréf Hallgríms Jónssonar komst yfir á Neðri-Dálksstaði. Hún sagði þó að Rósa dóttir hennar, til heim- ilis á Efri-Dálksstöðum, hafi lánað sér klút um sumarið. Þegar Guðrún skilaði klútnum lét hún bréf utan um hann en vissi ekki hvort það var umrætt bréf.1’ Bréf þetta fannst á vettvangi glæps- ins og var aðal sönnunargagnið í málinu. Sambýlisfólk Guðrúnar, hjónin Jón og Kristín, játuðu því bæði að Guðrún hafi beðið þau um að lána sér poka sem þau áttu. Guðrún sagði þeim að hún hyggðist fara yfir í Fnjóskadal að leita sér grasa. Daginn eftir bað hún Jón um að geta þess ekki að hún hefði ætlað að fara af bænum þar sem ekki hefði orðið neitt af því. Þegar Árni húskarl Jónsson var spurður hvort Guð- rún hefði beðið hann um að leyna því að hún hefði ekki verið í baðstofunni í Miðvík kvaðst hann ekki muna það.7 Það má nærri geta að grunur hafi beinst enn frekar að Guðrúnu eftir þetta. Hún ætlaði sér væntanlega að nota pokann við þjófnaðinn. Síð- an bað hún Jón um að geta þess ekki að hún hefði hugsað sér til hreyfings daginn sem þjófnaðurinn átti sér stað. Guðrún Jónsdóttir vottaði það að móðir hennar hefði verið heima umgetið kvöld. Móður sína sagði hún hafa setið frammi í fjósi og prjónað á meðan á húslestri stóð þar sem henni var illt. Þær mæðgur sváfu í sama rúmi og Guðrún yngri sagði að móð- ir hennar hefði verið í rúminu um nóttina. Það vissi hún fyrir víst þar sem hún lá vakandi yfir ungabarni framan af nóttu.8 Þann 24. febrúar 1809 héldu réttarhöldin áfram. Þá kom Hallgrímur Jónsson, sonur Guðrúnar og eigandi bréfsins, fyrst fyrir réttinn. Hann kvaðst hafa orðið var við það þegar móðir sín háttaði um kvöldið. Hann sá hana ekki við húslesturinn en taldi að hún hefði setið frammi í fjósi eins og var hennar jafnað- ar vani. Hallgrímur kvaðst hafa heyrt til móður sinn- ar nokkru áður en háttað var. Þá var verið að syngja sálm og hann heyrði að Guðrún yngri fór fram og hitti móður þeirra.9 Þennan sama dag var Guðrún Ei- ríksdóttir tekin aftur til yfirheyrslu. Hún breytti ekki framburði sínum en bætti því við að Guðrún dóttir hennar hefði komið í fjósið þar sem hún sat og látið sig vita að lestur væri að hefjast. Hún sagðist hafa stigið inn á baðstofugólfið en ekki inn í húsið og heyrt að verið var að ljúka við sálminn „Syndugi maður sjá að þér".10 Það má með sanni segja að sálmasöngurinn í Miðvík hafi verið við hæfi þetta kvöld. Ástríða og freisting, og að nokkru leyti hungrið Guðrún Eiríksdóttir játaði á sig sakir í málinu þann 25. febrúar árið 1809 eins og áður segir. Við yfir- heyrslur viðurkenndi Guðrún að hún hefði farið fram úr rúmi sínu um dagsetur og var þá annað heimilisfólk háttað. Hún reið af stað í sunnanvindi og tunglskini á móálóttum hesti yfir að Efri-Dálksstöð- um. Færð var góð, jörðin auð og þíð. Frá Efri-Dálks- stöðum gekk hún niður að Neðri-Dálksstöðum og þar inn um smiðjudyr og inn í eldhús. Þar fann hún glóð í eldstæði. Með glóðinni og brennisteinsmola, sem hún bar með sér, náði hún að kveikja í heytuggu til að sjá til við þjófnaðinn. Hún sagði það alls ekki hafa verið ætlan sína að brenna neitt. Hún braut upp skrínu sem lá á gólfinu og tók úr henni þrjá smáfiska, smjör, nokkra skildinga í buddu og tóbaksmola sem svaraði kvarti. Einnig tók hún tvenna sokka. Úr kistli tók hún ask fullan af smjöri og ýmislegt annað. Það kom fát á Guðrúnu þegar köttur birtist í smiðjunni og í sömu mund heyrðist henni sem gengið væri um baðstofudyrnar. Hún flýtti sér því út og gáði ekki að því að slökkva eldinn. Þá missti Guðrún áðurnefnt 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.