Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 109

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 109
gögn.) Tölvuskeyti verða að mínu mati ekki talin gögn í skiln- ingi laganna og þar með ekki (skilaskyld) skjöl fyrr en þau eru prentuð út. Spurningin um hvort rétt sé að hafa tölvupóst skilaskyldan lýtur því í raun að því hvort rétt sé að skylda þá opinberu aðila, sem taldir eru upp í 5. gr. laga nr. 66/1985, til þess að prenta út tölvuskeyti sem þeir senda og sem þeim berast og vista þau og skrá með sama hætti og (önnur) skjöl sem verða til „við starf- semi á vegum stofnunar eða einstaklings". Svar mitt við þeirri spurningu er því neikvætt - a.m.k. ef átt er við að öll tölvuskeyti skuli vera skilaskyld. Slík skilaskylda væri óframkvæmanleg í okkar þjóðfélagi. Á hinn bóginn má segja að tæknilega sé unnt að sinna skilaskyldunni þannig að gögnum sé skilað á rafrænu formi til safns sem varðveiti þau þannig og afhendi eftir atvik- um en hvort slíkt er framkvæmanlegt með skipulegum og skil- virkum hætti skal ég ekki segja. Hins vegar tel ég eðlilegt - og koma til greina að kveða á um slíka háttsemi í lögum - að opinberir aðlir (og allir ábyrgir, sagn- fræðilega þenkjandi menn) prenti út tölvuskeyti sem fela í sér formleg erindi eða mikilvæg atriði, visti þau og skrái. Þetta gerði ég síðast í liðinni viku með formlegt erindi frá hálfopin- berum aðila í tölvuskeyti þar sem samtökum þeim sem ég starfa fyrir var boðið að tilnefna fulltrúa í tiltekið ráð. Þetta geri ég einnig iðulega þegar ég svara lögfræðilegum fyrirspurnum frá þeim sem ég starfa fyrir eða öðru sem halda þarf til haga. Hins vegar er ég að reyna að draga úr þeim ósið að prenta sífellt út rafræn tölvuskeytin ef unnt er (og þörf er á) að vista þau með öðrum hætti, þ.e. í tölvubúnaðinum sjálfum. Erfiðara er að meta heimildargildi tölvuskeyta en annarra heimilda Ég tel að fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar verði erfiðara að meta sagnfræðilegt heimildargildi tölvuskeyta vegna þess hve valkvæð („selektiv") útprentun þeirra, vistun og skráning, kann að hafa verið - a.m.k. meðan fastar venjur eru að komast á og raunhæfar lagareglur skortir. Ég er hræddur um að fleiri hegði sér eins og ég - prenti sumt, jafnvel fátt eitt, út og geymi annað með öðrum hætti, ef nokkrum. Hvaða mannsbarn sem er kann að segja ósatt Fyrir utan það tæknilega atriði að blek í tölvuprenturum kann að vera endingarsíðra en blek sem notað er eða var til annarrar skjalagerðar (7 ára endingartíma hef ég heyrt en líka séð ending- arlítil skjöl, gerð fyrir einkatölvuöld) tel ég að tölvuskeyti séu ekki ólík öðrum heimildum í sagnfræðilegum skilningi. Af minni áhugamannsþekkingu á heimildarfræði og -rýni sagn- fræðinnar virðist mér að ekki sé gerð krafa um að sagnfræðileg- ar heimildir séu efnislegar eða líkamlegar með sama hætti og gögn í skilningi 2. mgr. 3. gr. laga um Þjóðskjalasafn Islands. T.a.m. eru munnlegar heimildir fullgildar sagnfræðilegar heim- ildir þótt þær þurfi stuðnings við eins og flestar aðrar heimildir. Þótt vissulega kunni að vera auðvelt að falsa tölvuskeyti eins og önnur rafræn gögn þá er líka unnt að falsa skjöl - og hvaða mannsbarn sem er kann að segja ósatt. Ég kann t.a.m. að falsa skjöl og segja ósatt en kann ekki að falsa tölvuskeyti. Að tækni- legum, lagalegum og framkvæmdarlegum atriðum frágengnum sem vikið er að hér að ofan tel ég að tölvuskeyti séu í grundvall- aratriðum ekki ólík öðrum sagnfræðilegum heimildum. Björgvin Sigurðsson SAGNFRÆÐINGUR Á UPPLÝSINGA- DEILD HACSTOFU ÍSLANDS Tölvupósturinn er sendibréf nútímans I vísindagreininni sagnfræði er heimildarýni lykil- hugtak. Heimildarýni er beitt á allar tegundir heim- ilda og ég sé enga ástæðu til að beita öðrum eða ólík- um aðferðum á tölvupóst. Líkt og þegar heimildar- gildi Islendingabókar Ara Þorgilssonar er metið þarf að „spyrja annars vegar um getu, hins vegar um vilja höfundar til að segja satt" eins og Gunnar Karlsson orðaði það í nýlegri grein í Andvara.1 Ég kem ekki auga á neinn eðlismun á tölvupósti og öðrum bréfum eða skjölum. Ég tel að hefðbundinn tölvupóst sé réttast að flokka með persónulegum heimildum, enda sé ég ekki betur en hann hafi flest einkenni þeirra. Tölvupósturinn er nútímasendibréf, þar sem vinir og ættingjar skiptast á skoðunum og fréttum. Munurinn er sá að tölvupósturinn fer hrað- ar yfir og honum er oft svarað strax og þannig verða mörg bréf að samtali sem getur verið forvitnilegt að kanna. Sjálfsagt telja flestir að tölvupósturinn sé einskis virði eftir að efni hans hefur verið lesið og rætt, en mig grunar sterklega að svo hafi menn einmitt líka litið á bréfin fyrir einni öld. Það er líka svo að sagnfræðingar nútímans þurfa að skoða mörg bréf til að finna það sem þeir leita að. Kjarni málsins er hins vegar sá að sagnfræðingar leita að svo ólíkum hlutum að öll bréf skipta máli. Ég get því ekki séð að tölvupósturinn sé á neinn hátt ólíkur sendibréfum, a.m.k. ekki hvað varðar efni og innihald. Hitt er svo annað mál að varðveisla og meðferð tölvupósts er oft á tíðum erfiðari heldur en pappírs- ins. Tölvupóstur er stafrænn og þess vegna er ákaf- lega auðvelt að breyta honum. Það má t.d. hugsa sér að eigandi póstsins breyti eða eyði atriðum úr honum sem eru mikilvæg fyrir sagnfræðinginn. Þetta gæti verið af ásettu ráði en fullt eins í ógáti. Eins er það svo að það er vandasamt að geyma stafræn gögn til langs tíma en það er einn stærsti vandi sem blasir við skjalasöfnum um allan heim. Breytingar í tölvuheim- inum eru hraðar og því er hætta á að upplýsingarnar verði ólæsilegar ef þær eru ekki uppfærðar með tölvukerfunum. Heimildalegur fjársjóður Að mínu mati fellur tölvupóstur ákaflega vel að hug- takinu „ persónulegar heimildir". Tölvupósturinn er sendibréf tölvukynslóðarinnar og mun að mínu mati verða æ ríkari þáttur í samskiptum manna í millum. Að mörgu leyti er þetta ákjósanleg þróun fyrir sagn- fræðinga þar sem líklegt er að meiri upplýsingar 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.