Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 26

Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 26
stjórnmálamenn eins og þeir væru enn á lífi, við- stöddum til vandræða. Eftir 1906 fór hún örsjaldan út fyrir lóðarmörk Wahnfried og þá einungis í fylgd sonar síns. Hún steig ekki aftur inn fyrir dyr í Festspielhaus fyrr en 1924. Fáir vissu hvort hún hafði gert sér grein fyrir því að fyrri heimsstyrjöldin átti sér stað.32 Þegar Siegfried tók við taumunum í Bayreuth bundu margir vonir við að hátíðin yrði „þýskari“. Ymsir þjóðernissinnar höfðu lýst yfir áhyggjum sínum vegna „óþjóðlegrar" forystu Cosimu, enda ítölsk í annan legginn en ungversk í hinn.33 Þeir urðu fyrir sárum vonbrigðum með Siegfried. í stað þess að taka undir málstað þjóðernissinna og hægriafla forð- aðist Siegfried að færa Bayreuth í hringiðu pólitískra skoðanaskipta. í upphafi þriðja áratugarins urðu kröfur Bayreuthklíkunnar, en svo voru hægrisinnaðir og þjóðernissinnaðir áhangendur hátíðarinnar gjarnan nefndir, sífellt háværari um að útiloka bæri alla gyðinga frá starfsemi hátíðarinnar. Hún varð fyrir miklum vonbrigðum þegar Siegfried réðst opin- berlega gegn þessum viðhorfum 1921 og þvertók fyrir að slíkt kæmi til greina. Siegfried gaf líka í skyn að þýskt þjóðerni væri ekki skilyrði fyrir þátttöku í hátíðarstarfseminni. Fjölmargir gyðingar sungu í Bayreuth á dögum Siegfrieds og Cosimu.3,1 Eftir sýningu á Meistarasöngvurunum 1924 brut- ust út æsileg fagnaðarlæti meðal fjölmargra áhorf- enda úr röðum Bayreuthklíkunnar. „Deutschland, Deutschland úber alles!“, hrópuðu gestir ákaft. í stað þess að fylla Siegfried stolti gramdist honum viðbrögðin og þau fengu honum áhyggna.35 Við- brögð Siegfrieds við þrýstingi klíkunnar og kröfum um gyðingalausa Bayreuth voru fyrst og fremst til varnar pólitísku sjálfstæði hátíðarinnar. Sjálfur var hann allt annað en ósnortinn af þeirri trú að flutn- ingur og uppsetning verkanna færu best í höndum þýskra listamanna, helst ekki gyðinga. Heimildir sýna að hann forðaðist að bjóða þekktum gyðing- legum Wagnerstjórnendum til starfa í Bayreuth af listrænum ástæðum. Andstaða Siegfrieds gegn erlendum stjórnendum og gyðinglegum virðist aftur á móti ekki hafa byggst á persónulegri andúð hans á gyðingum almennt, andsemitisma, heldur mun frekar tryggð við venjur og hefðir arfleifðarinnar í Bayreuth. Árið 1930 sá Siegfried sér leik á borði til þess að hamra á pólitísku sjálfstæði Bayreuth. Hann braut odd af oflæti sínu, skellti skollaeyrum við hefðinni og bauð hinum ítalska Arturo Toscanini að stjórna í Bayreuth, sem hann og þáði. Siegfried hafði sex árum áður reynt þetta bragð en fallið frá því vegna gríðarlegar andstöðu fjölskyldunnar gegn erlendum stjórnendum í Bayreuth. Toscanini var fyrsti erlendi stjórnandi hátíðarinnar. Flugurnar sem Siegfried sló með þessu voru nokkrar. Þjóðerni Toscaninis var ekki það eina sem gekk þvert á vilja Bayreut- hklíkunnar, heldur og einnig stjórnmálaskoðanir hans. Toscanini var þekktur andfasisti og baráttu- maður gegn andsemitisma.36 Ráðning hans voru skýr skilaboð. Auk þessa bar Toscanini ferskan andblæ með sér í listræna stefnu hátíðarinnar, sem um þessar mundir sætti harðri gagnrýni fyrir stöðnun og andleysi. Á sama tíma og Bayreuthhátíðin festist í sessi sem samkomustaður þjóðernissinnaðra hægriafla tókst Siegfried ásamt Toscanini í Bayreuth í júlí 1930. Siegfried furðu vel að verja sjálfstæði hennar, bæði pólitískt og listrænt. Þegar forvígismenn nasista voru að fóta sig í þýskum stjórnmálum á þriðja áratugnum var Siegfried síður en svo harður andstæðingur þeirra. Hann taldi hins vegar mjög mikil- vægt að aðskilja listir og stjórnmál.37 Margir hafa velt því fyrir sér hvernig saga hátíðarinnar væri ef Siegfried hefði ekki fallið frá fyrir aldur fram 1930. Aftur er óskynsamlegt að spinna ímyndaðan kafla aftan við raunveruleikann. Gestur er inn kominn, hvar skal sitja sjá? í desember 1908 giftist Eva, dóttir Cosimu og Richards, heim- spekingnum Houston Stewart Chamberlain. Chamberlain var kynlegur kvistur, svo ekki sé meira sagt. Þessi enski aðalsmaður var þýskari en flestir Þjóðverjar og taldi að óskiljanleg mistök guðs hefðu fætt hann í heiminn í röngu landi. Hann ávann sér frægð fyrir höfuðrit sitt, Grundlagen des XIX. Jahrhunderts, þar sem hann greinir mannkynssöguna með hliðsjón af kynþátta- kenningum 19. aldar. Skoðanir Chamberlains höfðu mótandi áhrif á kynþáttalegan andsemitisma og Hitler sótti allnokkuð í smiðju hans þegar hann skrifaði Mein Kampf.ss Chamberlain var fanatískur Wagneráhangandi og stofnaði þegar fyrir aldamótin til vináttu við Cosimu. Hann réri allt til æviloka sinna 1927 í Siegfried og öðrum fjölskyldumeðlimum að taka afgerandi afstöðu með Bayreuthklíkunni og verja Bayreuth „menningar- legum bolsevisma“ og óæskilegum áhrifum gyðinga. Undirtektir annarra en Evu létu á sér standa og Siegfried var lítið um þennan herramann gefið.39 Chamberlain kynnti fjölskylduna fyrir ágætum vini sínum og Wagneraðdáanda árið 1923. Sá var ungur og átti samleið með Chamberlain og Bayreuthklíkunni. Hann hét Adolf Hitler. Þegar Hitler steig inn í Wahnfried í fyrsta sinn 1923 gerði hann það aftur á móti ekki sem stjórnmálamaður eða nasisti heldur sem einlægur Wagneristi. Frá þeirri stundu var Hitler heimagangur í Wahnfried og fastagestur á hátíðinni allt til 1940.40 Þegar fræðimenn hyggjast sýna fram á illsku og ómennsku Hitlers er af nógu að taka. Það er hins vegar alltof algengt að Hitler sé sviptur öllum mannlegum eiginleikum og málaður sem 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.