Sagnir - 01.06.2001, Page 68

Sagnir - 01.06.2001, Page 68
hann þeirri siðfræði sem á þeim grundvallast. í for- mála að Drögum að gagnrýni á þjóðhagfrceði segir meðal annars: í framleiðslustörfum sínum í þjóðfélaginu gangast menn undir ákveðnar og óhjákvæmi- legar afstæður óháðar vilja sínum, fram- leiðsluafstæður samsvarandi því þrepi þróunar sem framleiðsluöflin standa á. Þessar framleiðsluafstæður mynda í heild hagkerfi þjóðfélagsins, þann raunverulega grundvöll, sem lagaleg og stjórnmálaleg yfirbygging hvílir á, og viss form félagslegrar vitundar svara til. Framleiðsluháttur hins efnalega lífs skilorðsbindur félagslegt, stjórnmálalegt og andlegt lífsferli yfirleitt. Það er ekki vitund manna sem skilorðsbindur veru þeirra heldur öfugt - félagsleg vera sem skilorðsbindur vitund.2 Þar með hafnar hann öllum hugmyndum um „æðri“ sannleika, því það er efnahagslífið sem skilyrðir og mótar bæði heimspeki og trúarbrögð. Það má kannski segja að hin díalektíska efnishyggja Marx byggi á þessari hugsun. Afstaða hans til frelsis bæði einstaklings og heildar innan samfélags og tenging þess við efnahagslíf og markað verður því vart að- skilin í fræðilegri umræðu enda grundvallast kenn- ingar hans á gagnvirkni þessara þátta. I díalektískri efnishyggju sinni er Marx undir miklum áhrifum frá hughyggju F. Hegels (1770-1831) og efnishyggju L. Feuerbachs (1804-1872).3 í gagnrýni hans á kenn- ingar þeirra í Þýsku hugmyndafrceðinni (1845-1846) koma hugmyndir hans um vitund og frelsi einstak- lingsins líka skýrt fram. í umfjöllun um hegelsinna af gamla skólanum má til dæmis sjá afstöðu hans til borgaralegra „ranghugmynda" um frelsi mannsand- ans: Hughyggjan lagði vissulega áherslu á skapandi starfsemi mannsins og hina sögulegu díalektík, en takmarkanir hennar eru fyrst og fremst þær að hug- urinn, andinn, er gerður að orsök breytinga og sögu- legrar framvindu og þannig er hann slitinn úr sam- hengi við efnislegar aðstæður. Með þessu gefur hug- hyggjan vitundarformum (sem eru í hegelískum skilningi t.d. siðfræði, trúarbrögð, lög, réttarfar, og sambærilegar form- gerðir innan samfélagsins) óeðlilegt sjálfstæði með tilliti til efnislegs lífsferils mannsins sem þau eru sprottin af. Þetta getur ekki verið rökrétt vegna þess að vitundin tiltekur ekki lífið heldur lífið vitundina.4 Marx telur að líkt og í hughyggju hegelsinna af gamla skól- anum þá feli efnishyggja hegelsinna af nýja skólanum í sér villu um mannlegt eðli: Þeir geri ráð fyrir að vitund mannsins fram- leiði hugmyndir og hugsanir og sé þannig sjálfstæð, og í þeim skilningi er einstaklingurinn (þ.e. vitund hans) óháður félags- legum tengslum. Hann telur ávinning þessarar heimspekilegu gagnrýni fyrst og fremst vera þann að hún hafi skýrt sögu krist- innar trúar upp að vissu marki. Marx lítur greinilega á Feuer- bach sem fremstan meðal jafningja í hópi ný-hegelsinna því að hann geri ráð fyrir að maðurinn sjálfur sé einnig viðfang skynj- unar sinnar. Feuerbach skilur þó manninn ekki sem „skynjan- lega starfsemi". Þar af leiðandi nær hann ekki að setja hann í félagslegt samhengi. Þetta eru sennilega reginmistök Feuerbachs því þegar hann hugar að sögunni þá skilur hann efnishyggjuna eftir; hann fæst með öðrum orðum fremur við skoðandi efnis- hyggju en sögulega (díalektíska). Marx telur að menn skapi söguna sjálfir en setji hins vegar ekki skilyrðin; þeir einfaldlega fæðast inn í tilteknar framleiðsluafstæður. Þannig skapa aðstæður manninn engu síður en hann aðstæður.5 Það má kannski tala um díalektík sköpunar og skilyrða. Á þeirri gagnvirkni grundvallast samband efnahagslífs og hugmynda- heims í kenningum Marx og þannig markast bæði einstaklings- bundið og samfélagslegt frelsi af efnahagslegri undirbyggingu samfélagsins. Samkvæmt þessu gerir Marx lítið úr huglægu svigrúmi ein- staklingsins til frjálsrar ákvarðanatöku enda er vitund hans efnahagslega og félagslega skilyrt og á sér því vart merkingar- bæra tilveru utan hins efnislega rýmis: Það eru hugmyndir hinnar ríkjandi stéttar sem ráða ferðinni í samfélaginu á hverjum tíma, og ríkjandi efnislegt afl samfélagsins er um leið ríkjandi andlegt afl þess.6 Þannig hefur Marx smættað orsaka- þátt díalektískrar hreyfingar sögunnar niður í einn þátt, efna- hagsþáttinn, á þeim forsendum að menn séu frá upphafi efnis- lega tengdir hver öðrum, og þau tengsl eru háð þörfum og fram- leiðsluháttum. í stuttu og einfölduðu máli má segja að hann líti á vinnuna sem sjálfsframleiðslu mannsins því að hún er sá vett- vangur þar sem hann er í snertingu við framleiðsluöflin og þar Frjálshyggjumaðurinn Herbert Spencer. Franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu. Karl Marx ásamt ungum aðdáanda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.