Ný dagsbrún - 06.02.1973, Blaðsíða 1

Ný dagsbrún - 06.02.1973, Blaðsíða 1
NÝ DAGSBRÚN 1. tölublað MÁLGAGN ISLENZKRA SÓSIALISTA Þriðjudagttrinn 6. febrúar 1973. 5. árgangur Nýir menn með ný loforö Orð og efndlr. Á líðandi stund. Marxisminn—leninismirm. Verkefni sovézkra ' verklýðssamtaka. LAhíSBOKASAFN 311877 ISLANDS Ríkisstjórnin ætlar að framkvæma Kauprán í skjöli neýðar Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frum- varp um „neyðarráðstafanir vegna eldgoss í Vest- mannaeyjum", sem felur í sér riftun samninga verkalýðsfélaganna, niðurfellingu samningsbund- inna grunnkaupshækkana, skerðingu vísitölupp- bóta og lögbindingu kaups og á þetta að gilda frá 1. marz til septemberloka. Nefnd allra þingflokka fjallar um málið. Verka- lýðsforingjar eru hræddir. Vitað er að ríkisstjórnin hefur lengi stefnt að því að fella niður verðlagsuppbætur á kaup og samningsbundnar kauphækkanir sem greiða á 1. marz n. k. sem nema 6%. Það er einnig kunnugt, að verkalýðsforingjar þeir, sem stjórnarliðið fylla á þingi, hafa tregðast við, jafnvel þó að þeir vilji flest til vinna að vera í stjórnaraðstöðu (sbr. viðbrögð þeirra við bráðabirgðalögunum um frestun vísitöluuppbóta og hina loðnu ályktun ASÍ-ráðstefn- unnar í jan.). Þeir óttast að glala því trausti, sem þeir telja sig hafa meðal verkalýðsins. Eldgosið í Vestmannaeyjum og flbtti fólks þaðan virðist vera sannarlegt happ fyrir ríkisstjórn ina í þessum pólitísku nauðum. Nú fóru ráðherrar að segja hug sinn. Hannibal Valdimarsson sagði þegar vélgæzlumenn af- lýstu verkfalli sínu: „Þetta er mjög gott. Þeim er meiri sæmd í að gera það sjálfir en að neyða til valdbeitingar.------- Ég tel nú engan tíma vera til verkfalla." Magnús Kjartansson tók í sama streng og kvað „að nú séu því miður ekki forsendur fyrir kjarabótum, heldur verði menn að skerða eitthvað afkomu sína í bili." Aðrir ráðherrar, þeir sem talað hafa, eru sömu skoðunar. Þetta var því efnahagsmála- stefna stjórnarinnar, enda hefur hún nú lagt hana fram í fram- varpsformi á þinginu. í frumvarpinu segir í 10. gr.: „Hækkun sú á grunnlaunum, er taka skal gildi 1. marz 1973 samkvæmt kjarasamningum og hliðstæðum launaákvæðum, skal eigi koma til fram- kvæmda fyrr en 1. október 1973." Þá er tekið fram að laun sem frá 1. nóv. hafi þegar hækkað til samræmis við 6% hækkunina 1. marz skuli lækka. Því sem næst þá upphæð, sem atvinnurekendur era þannig leystir undan að greiða verka- mönnum, skulu þeir greiða Við- lagasjóði, sem stofna skal til þess að veita Vestmannaeying- um stuðning vegna afleiðinga jarðeldsins. Stjórnin og biöð hennar hafa þrástagast á því að allir, öll þjóð- in verði að taka á sig fjárhags- legar byrðar vegna þessa atburð- ar jafnt (rétt eins og jöfnuður sé í landinu!), eða eins og einn ráð- herranna sagði, að þeim verði „jafnað sem réttlátast á þjóðina alla, launamenn, atvinnurekend- ur, bændur, þá sem annast verzl- un, þjónustu, milliliðastarfsemi" o. s. frv. Stjórnarréttlætið lýsir sér í því í frv. að í raun og veru greiða at- vinnurekendur ekki neitt annað til sjóðsins en þeim bar sam- kvæmt samningum að greiða verkalýðnum, þ. e. a. s., verka- mannastéttin greiðir gjaldið fyr- ir þá. Kaupbindingarákvæði frum- varpsins eru þannig (í 12. gr.): „Á tímabilinu 1. marz til 30. september 1973 skulu öll Iaun og hvers konar annað endur- gjald fyrir vinnu vera ó- breytt__—". Einn ráðherranna, Magnús Kjartansson, hælir sér og stjórn- inni fyrir það (í Þjóðviljanum, sem er heimild N. D. um frum- varpið) að í framv. sé ekki bann gegn verkföllum, sem upphaflega hafi komið til athugunar. En er það nokkuð til þess að hæla sér af? Verkföll hafa verkamenn hér aðeins háð í þeim tilgangi að knýja fram kröfur sínar í samn- ingum við atvinnurekendur. Þeg- ar samningsrétturinn er af tek- inn með lögum, eins og hér á að gera, hefur verkfallsrétturinn misst gildi sitt samkvæmt slfku frumv. sem þessu. Þá er verðlagsuppbót skert á þann hátt að hún er bundin við ákveðin kaupgreiðsluvísitölustig, sem hækka í þrem áföngum á tímabilinu frá 1. marz til 30. nóv. úr 121 stigi í 126. (Um visitölu- brellur og niðurgreiðslur á þessu tímabili er hins vegar ekki getið í frumvarpinu, en þær aðferðir eru verkamönnum kunnar frá sl. ári). Þessar tillögur sínar kallar stjórnin: Frumvarp til laga um neyðarráðstafanir vegna eldgoss í Heimaey"! Á furðulega ósvífinn hátt ætlar | stjórnin að koma fram kjara. skerðingarstefnu sinni, sem á- formuð var fyrir löngu, í skjóli náttúruviðburðar, sem hún notar sem svipu á verkalýð og vinn- andi stéttir til þess að þær láti möglunarlaust yfir sig ganga samningsrof, kauplækkun og þrælalög. Stjórnin segir frumvarp sitt „mæla fyrir um sameiginlegt á- tak íslenzku þjóðarinnar" Vest- manneyingum til stuðnings. I Sannleikurinn er, að það þýðir sameiginlegt átak íslenzku borg-' arastéttarinnar til þess að þrengja kosti verkalýðs og vinn- andi stétta í því skyni að halda gróðahlutfallinu uppi. > Stórgróðamenn í hópi heild- sala, kaupmanna og allskonar. fjármálabraskara sleppa því sem næst við allar fórnir, því að á- kvæði 9. gr. frumv. um „viðlaga- gjald af eigin atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi" snerta ekki gróða stórgróðafyrirtækja á sviði verzlunar og þjónustu. Sömuleiðis hálaunahersing ríkis- valdsins, alltfrá forseta, ráðherr um til þingmanna og þessháttar „launþega", , sem. •skammta sér launin sjálfir. Ný dagsbrún hefur oft bent á að stórgróði auðmanna í landinu sé óskattlagður (sbr. skattalög „alþýðustjórnarinnar") og vill nú benda á þá leið til nauðsynlegrar fjáröflunar vegna [ afleiðinga jarðeldsins, að skattleggja stór- gróðann, til viðbötar frjálsum framlögum og lánum, sem eru sjálfsögð leið þar sem um var- anlegar framkvæmdir er að ræða svo sem hafnarbætur og húsa. byggingar. „Það skiptir mestu máli, að maður græði á því" Vegna atbwrðaima í Vestmannaeyjnm feaía forustumenn ríkisvaldsins og borgaraflokkanna notað tækifærið til hins ítrasta til þess að pré- dika í fjölmiðlum hugsjónir sínar um stétta- frið og „þjóðareiningu"; forsetinn fyrstur, síð- an ráðherrar, flokksformenn, ritstjórar, biskup og prestar og allskonar uppþornaðar múmíur, sem enginn vissi til að drægi andann Icngur, en eru sjálfsagt á hálaunalista ríkisins. Grunntónninn í ræðum þeirra allra var sá, að í rauninni séu allir jafnir og allir verði því að bera skakkaföllin jafnt! Vestmannaeyingar eru auðvitað alveg sérstaklega jafnir gagnvart áföllum, þó að kunnugt sé að meðal þeirra séu sumir í tölu mestu auðmanna og stóreigna- manna á landi! Þannig eru jafnvel áföll sem þetta notuð borgarastéttinni til framdráttar í stéttabarátt- unni. Guemiea 19% Hanoi 1 ii^ '^"^MiM Vopnahléð í Vietnam er staðfesting þess, að bandarísku heimsvaldasinnarnir hafa gefizt upp við að kúga alþýðu Iandsins undir ok sitt með hervaldi. Þeir hafa beinlínis beðið ósigur. Her þeirra gat hvorki né vildi berjast lengur og verður fluttur burtu á næstunni. En hann skilur eftir sig skýr merki þess, að vestrænt „lýðræði" er ekki eftirbátur vestræns fasisma í hermdarverkum, enda sömu forsendur fyrir hvorutveggju, þ. e. heimsvaldastefnan. Hanoi er síðasta afrek heimsvaldastefnunnar' í langrl keðju sambærilegra hermdar- verka, sem hófst með gereyðihgu Guernica 1936 og síðan var endurtekin í Orodour, Lidice og Treblinka. . Greln um Vietnamstríðið • kemur í næsta-blaði.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.