Ný dagsbrún - 06.02.1973, Síða 1

Ný dagsbrún - 06.02.1973, Síða 1
r / MALGAGN ISLENZKRA SÓSÍALISTA 1. tölublað Þriðjudagurinn 6. febrúar 1973. 5. árgangur Ríkisstjórnin ætlar að framkvæma Kauprán í skjóli Nýir menn með ný loforð Orð og efndir. Á iiðandi stund. Marxisminn—leninismirm. Verkefni sovézkra ver klýðssamt aka. LAKÍSMKASAFIi 311877 ISLANDS . ■. I I Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frum- varp um „neyðarráðstafanir vegna eldgoss í Vest- mannaeyjum", sem felur í sér riftun samninga verkalýðsfélaganna, niðurfellingu samningsbund- inna grunnkaupshækkana, skerðingu vísitölupp- bóta og lögbindingu kaups og á þetta að gilda frá 1. marz til septemberloka. Nefnd allra þingflokka fjallar um málið. Verka- lýðsforingjar eru hræddir. Vitað er að ríkisstjórnin hefur iengi stefnt að því að fella niður verðlagsuppbætur á kaup og samningsbundnar kauphækkanir sem greiða á 1. marz n. k. sem nema 6%. Það er einnig kunnugt, að í verkalýðsforingjar þeir, sem stjórnarliðið fylla á þingi, hafa tregðast við, jafnvel þó að þeir vilji flest til vinna að vera í stjórnaraðstöðu (sbr. viðbrögð þeirra við bráðabirgðalögunum um frestun vísitöluuppbóta og hina Ioðnu ályktun ASÍ-ráðstefn- unnar i jan.). Þeir óttast að glata því trausti, sem þeir telja sig hafa meðai verkalýðsins. Eldgosið í Vestmannaeyjum og flótti fólks þaðan virðist vera sannarlegt happ fyrir ríkisstjórn ina í þessum pólitísku nauðum. Nú fóru ráðherrar að segja hug sinn. Hannibal Valdimarsson sagði þegar vélgæzlumenn af- íýstu verkfalli sínu: „Þetta er mjög gott. Þeim er meiri sæmd í að gera það sjálfir en að neyða til valdbeitingar.----Ég tel nú engan tíma vera til verkfalla." Magnús Kjartansson tók í sama streng og kvað „að nú séu því miður ekki forsendur fyrir kjarabólum, heldur verði menn að skerða eitthvað afkomu sína í bili.“ Aðrir ráðherrar, þeir sem talað hafa, eru sömu skoðunar. Þetta var því efnahagsmála- stefna stjórnarinnar, enda hefur hún nú lagt hana fram í frum- varpsformi á þinginu. I frumvarpinu segir í 10. gr.: „Hækkun sú á grunnlaunum, er taka skal gildi 1. marz 1973 samkvæmt kjarasamningum og hliðstæðum launaákvæðum, skal eigi koma til fram- i kvæmda fyrr en 1. október 1973." Þá er tekið frarn að laun sem frá 1. nóv. hafi þegar hækkað til samræmis við 6% hækkunina 1. rnarz skuli lækka. Því sem næst þá upphæð, sem atvinnurekendur eru þannig leystir undan að greiða verka- mönnurn, skulu þeir greiða Við- lagasjóði, sem stofna skal til þess að veita Vestmannaeying- urn stuðning vegna afleiðinga jarðeldsins. Stjórnin og biöð hennar hafa þrástagast á því að allir, öll þjóð- in verði að taka á sig fjárhags- legar byrðar vegna þessa atburð- ar jafnt (rétt eins og jöfnuður sé í landinu!), eða eins og einn ráð- herranna sagði, að þeim verði „jafnað sem réttiátast á þjóðina alla, launamenn, atvinnurekend. ur, bændur, þá sem annast verzl- un, þjónustu, milliliðastarfsemi" o. s. frv. Stjórnarréttlætið lýsir sér í því í frv. að í raun og veru greiða at- vinnurekendur ekki neitt annað til sjóðsins en þeim bar sam- kvæmt samningum að greiða verkalýðnum, þ. e. a. s., verka- mannastéttin greiðir gjaldið fyr- ir þá. Kaupbindingarákvæði frum- vai*psins eru þannig (í 12. gr.): „Á tímabilinu 1. marz til 30. september 1973 skulu öll laun og hvers konar annað endur- gjald fyrir vinnu vera ó- breytt _ — Einn ráðherranna, Magnús Kjartansson, hælir sér og stjórn- inni fyrir það (í Pjóðviljanum, sem er heimild N. D. um frum- varpið) að í frumv. sé ekki bann gegn verkföllum, sem upphaflega hafi komið til athugunar. En er það nokkuð til þess að hæla sér af? Verkföll hafa verkamenn hér aðeins háð í þeirn tilgangi að knýja fram kröfur sínar í samn- ingum við atvinnurekendur. Þeg- ar samningsrétturinn er af tek- inn með lögum, eins og hér á að gera, hefur verkfallsrétturinn misst gildi sitt samkvæmt slíku frumv. sem þessu. Þá er verðlagsuppbót skert á þann hátt að hún er bundin við ákveðin kaupgreiðsluvísitölustig, sem hækka í þrem áföngum á tímabilinu frá 1. marz til 30. nóv. úr 121 stigi í 126. (Um vísitölu- brellur og niðurgreiðslur á þessu tímabili er hins vegar ekki getið í frumvarpinu, en þær aðferðir eru verkamönnum kunnar frá sl. ári). Þessar tiilögur sínar kallar stjórnin: Frumvarp til laga um neyðarráðstafanir vegna eldgoss í Heimaey"! Á furðulega ósvífinn hátt ætlar stjórnin að koma fram kjara- skerðingarstefnu sinni, sem á- formuð var fyrir löngu, í skjóii náttúruviðburðar, sem hún notar sem svipu á verkalýð og vinn- andi stéttir til þess að þær láíi möglunarlaust yfir sig ganga samningsrof, kauplækkun og þrælalög. Stjórnin segir frumvarp sitt „rnæla fyrir um sameiginlegt á- tak íslenzku þjóðarinnar" Vest- mannevingum til stuðnings. I Sannleikurinn er, að það þýðir sameiginlegt átak íslenzku borg- ‘ arastéttarinnar tii þess að þrengja kosti verkalýðs og vinn- andi stétta í því skyni að halda gróðahlutfallinu uppi. Stórgróðamenn í hópi heild- sala, kaupmanna og allskonar ^ fjármálabraskara sleppa því sem næst við allar fórnir, því að á- kvæði 9. gr. frumv. um „viðlaga- gjald af eigin atvinnurekslri eða sjálfstæðri starfsemi" snerta ekki gróða stórgróðafyrirtækja á sviði verzlunar og þjónustu. Sömuleiðis hálaunahersing ríkis- valdsins, allt frá forseta, ráðherr um til þingmanna og þessháttar „launþega", sem skammta sér launin sjálfir. Ný dagsbrún hefur oft bent á að stórgróði auðmanna í landinu sé óskattlagður (sbr. skattalög „alþýðustjórnarinnar") og vill nú benda á þá leið til nauðsynlegrar fjáröflunar vegna afleiðinga jarðeldsins, að skattleggja stór- gróðann, til viðbótar frjálsum framlögum og lánum, sem eru sjálfsögð leið þar sem um var- anlegar framkvæmdir er að ræða svo sem hafnarbætur og húsa- byggingar. „Það skiptir mestu máli, að maður græði á því“ Vegna atburðanna í Vestmannaeyjom hala forustumenn ríkisvaldsins og borgaraflokkanna notað tækifærið til hins ítrasta til þess að pré- dika í fjölmiðlum hugsjónir sínar um stétta- frið og „þjóðareiningu"; forsetinn fyrstur, síð- an ráðherrar, flokksformenn, ritstjórar, biskup og prestar og allskonar uppþornaðar múmíur, sem enginn vissi til að drægi andann lengur, en eru sjálfsagt á hálaunalista ríkisins. Grunntónninn í ræðum þeirra allra var sá, að í rauninni séu allir jafnir og allir verði því að bera skakkaföllin jafnt! Vestmannaeyingar eru auðvitað alveg sérstaklega jafnir gagnvart áföllum, þó að kunnugt sé að meðal þeirra séu sumir í tölu mestu auðmanna og stóreigna- manna á landi! Þannig eru jafnvel áföll sem þetta notuð borgarastéttinni til framdráttar í stéttabarátt- unni. Guernica 1936 Vopnahléð í Vietnam er staðfesting þess, að bandarísku heimsvaldasinnarnir hafa gefizt upp við að kúga alþýðu landsins undir ok sitt með hervaldi. Þeir o hafa beinlínis beðið ósigur. Her þeirra gat hvorki né vildi berjast lengur og || verður fluttur burtu á næstunni. En hann skilur eftir sig skýr merki þess, 1 * að vestrænt „lýðræði" er ekki eftirbátur vestræns fasisma í hermdarverkum, enda sömu forsendur fyrir hvorutveggju, þ. e. heimsvaldastefnan. Ilanoi er síðasta afrek heimsvaldastefnunnar í langri keðju sambærilegra hermdar- verka, sem hófst með gereyðingu Guernica 1936 og síðan var endurtekin í Orodour, Lidice og Treblinka. Grein um Vietnamstríðið ■ kemur í næsta blaði.

x

Ný dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.