Ný dagsbrún - 13.03.1973, Blaðsíða 1

Ný dagsbrún - 13.03.1973, Blaðsíða 1
2. tölitblað MALGAGN islenzkra sosíalista Þriðjudagur 13. marz 1973 5. árgangur Gróða burgeisanna má ekki skerða! Gengislækkanir - hagstjórnartæki auðvaldsins Efnahagsmálakerfi auðvaldsríkis er fyrst og fremst ætlað það hlutverk og miðað við það að gróðahlut- fall atvinnurekenda og auðmanna lækki ekki og til þess verður að halda niðri verði vinnuaflsins, kaup- gjaldinu. Það er hlutverk ríkisvaldsins og þá einnig ríkisstjórna að sjá um framkvæmd kerfisins og ein helzta aðferðin er gengislækkanir eins og nú er hátt- að málum. Fyrrverandi stjórn „viðreisn- arstjórnin" svokallaða beitti ó- spart þessu „hagstjórnartæki" auðvaldsskipulagsins og núver- andi stjórn, sem kallar sig vinstri stjórn og kennir sig við alþýðuna, er enginn eftirbátur hennar. Hún hefur lækkað gengi krónunnar þrisvar síðan hún settist að völdum og tvisvar á síðustu þremur mánuðum, 11% í desember og 10% í febrúar. Þetta er gert að því er sagt er, til þess að „tryggja rekstur útflutningsatvinnuveganna", þ. e. það eigá að vera einskonar kreppuráðstafanir. En það er engin kreppa á mörkuðum fyrir útflutningsvömr, (hvorki verð- fall né sölutregða), heldur ein- stakt góðæri. Verðlag á sjávar- afurðum hefur farið síhækk- andi síðastliðin þrjú ár. Verð- hækkunin í desember, þegar gengið var fellt, var orðin meiri en „valkostanefndih" og aðrir sérfræðingar stjórnarinnar höfðu reiknað með að yrði á næstunni og síðan um áramót til febrúar- loka hafði verð á frystum fisk- afurðum hækkað um 10% og enn fer það stórhækkandi, einmitt vegna lækkunar dollarans. Samt sem áður taldi stjórnin bráðnauðsynlget að krónan fylgdi dollar í fallinu, því að „rekstrargrundvöllur útflutnings atvinnuveganna" hefði versnað um 7—8%" að öðrum kosti eins og eitt stjórnarmálgagnið sagði. Verðhækkunargróða burgeisanna má ekki skerða! Kjaraskerðing vinnandi stétta. Af hinu hefur stjórnin engar áhyggjur að meira en tveir þriðju af innflutningnum er greiddur með Evrópugjaldeyri, sem að sjálfsögðu hækkar í hlut- falli við fall dollarans (þó mis- mikið, því að sum Evrópulönd hafa Iækkað gengi gjaldmiðils síns að nokkru) og veldur það almennri hækkun verðlags í landinu að viðbættri þeirri stór- kostlegu hækkun sem varð á landbúnaðarvörum, sem nemur allt frá 15% til 53%! Forréfffrecff útgerðar- braskara og sföðvun Samkomulag það, um kaup og kjör togarasjómanna, sem samninganefndir hafa nú undirritað, er enn ekki afgreitt frá fé- lögunum þegar blaðið var fullbúið til prentunar. Samkomulagið felur í sér 27% grunnkaupshækkun á aflaprósentu. í þessari kaupdeilu hafa atvinnurekendur komið fram af svívirðilegri hörku, þegar þess er gætt að þeir njóta fríðinda af hálfu ríkis- valdsins í skipakaupum og öðrum styrkjum — á almennings kostnað. Rikisstjórnin hefur ekki þótzt koma nálægt þessari kaupdeilu, en líklegt er að afstaða hennar hafi verið mörkuð með „sáttatilboði' fulltrúa ríkisvaldsins (sáttasemjara) um 7,62% kauphækkun(!!) sem hafnaðvar af félögunum. í eftirfarandi greln, sem rituð er áður en samkomulagið var undirritað, er gerð grein fyrir kjörum togarasjómanna og kröfum þeirra, sem enginn mun telja háar nema atvinnurekendur og ríkisstjórn. Verkfall undirmanna á togara- flotanum hefir þegar þetta er ritað, staðið í 5 vikur og enn er ekki sýnilegt að til úrslita sé að draga í þessari kjaradeilu þeirra við útgerðarmenn. Á sama tíma eru að koma til landsins, og komnir, nokkrir þeirra nýju skuttogara, sem í smíðum hafa verið erlendis. Rætt er um hve rniklu þjóðarbúið muni tapa á mánuði vegna kjaradeilunnar og nefndar 100 milljónir .króna. Þrátt fyrir þetta viðbótartap við afleiðingar eldgossins í Heima- ey, er ekkert verið að flýta sér að semja, samningafundir ekki boðaðir langtímum saman. Eitt dagblaðanna, sem að jafnaði gerði nokkurn hávaða undir s-vip uðum krigumstæðum, er nú á- kaflega hógvært og éyðir óvenju- litlu rúmi á síðum sínum undir skrif um þessa kjaradeilu. Það hafa mörg fjálgleg orð verið töluð og rituð um ágæti íslenzkrar sjómannastéttar. Um hreysti sjómannanna og harð- fylgi, dugnað og afköst o. s. frv. Sjómannadagurinn hefur ekki hvað sízt gefið ýmsum gösprur- um tækifæri til að ausa úr sér meiningarlausu kjaftæði og skjallyrðum um sjómenn og störf þeirra. Nú reynir á heilindi þessara manna. Samningum und irmanna á togaraflotanum var sagt upp og verkfall hófst á mið. nætti aðfaranótt 23. janúar. Verkfallið hefir því staðið í tæp- ar 5 vikur og stöðvað allan tog- araflota landsmanna, en þrátt fyrir það hafa furðu litlar um- ræður spunnizt um kjaradeiluna á opinberum vettvangi. Samn- ingum togarasjómanna, en þeir giltu fyrir háseta, netamenn, bátsmenn, matsveina og aðstoð- armenn í vél, var sagt upp nær miðju sl. sumri og féllu þeir úr gildi 1. október. Kröfur voru lagðar fram í byrjun september og viðræðufundir deiluaðila hafa verið haldnir af og til frá því í haust, a. m. k. 14 fundir fram að verkfalli, en mikið mun þá hafa borið á milli deiluaðila. Af framansögðu er Ijóst, að útgerð- armenn hafa haft nægan tíma til að velta fyrir sér kröfum sjó- mannanna um kjarabætur og glöggva sig á þeim. En sá tími sem Iiðinn er frá því að kröfur voru lagðar fram, tæplega hálft ár, sýnist þó ekki hafa nægt út- gerðarmönnum til að átta sig. Eftir allan þennan tíma og margra vikna verkfall eru þeir reiðubúnir til að halda skipun- um bundnum vikum saman í við bót. Viðræðurnar á -. samninga- fundum hafa að miklu leyti snú- izt um smærri atriði kröfugerð- arinnar og þar miðað eitthvað • í samkomulagsátt. -En höfuðatrið- ið í kröfum sjómanna er hækk- nu á fastakaupi. . Stjörnin ætlaði að rifta samningum og setja þrælalög Samkvæmt samningum hækk- aði' kaup um 12—13% nú um mánaðamótin (grunnkaupshækk- un og verðlagsuppbót). Ríkis- stjórnin hefur nú undanfarið rembst eins og rjúpa við staur að koma í veg fyrir að þessar samningsbundnu hækkanir kæmu til framkvæmda. Frumvarpi henn ar um kauprán, lögbindingu kaups og skertar vísitölubætur var lýst í síðasta tb'l. N.D. Síð- an hefur hún borið fram annað frumvarp til þess að skerða vísi- töluna með því að draga undan hækkun á áfengi og tóbaki. Þessar fyrirætlanir ríkisstjórn. arinnar strönduðu á andstöðu þriggja stjórnarliða á þingi, sem jafnframt eru meðal helztu for- ustumanna verkalýðssamtak- anna. Erjur innan stjórnar- Iiðsins aðalástæðan. Ný dagsbrún vill ekki hafa af þessum mönnum nokkurn heiður sem þeim ber og má vera að þessari afstöðu þeirra hafi ráðið meira tillit til umbjóðenda sinna en oft áður. En samt sem áður er ekki unnt að ganga fram hjá því að innbyrðis erjur stjórn Launhelgar burgeisanna Orð og efndir. Á líðandi stund. Marxisminn—lemnisminn. 25 ára ránsstyrjöld arliða hafi ráðið úrslitum. Björn Jónsson forseti Alþýðu- sambandsins, ásamt Hannibal Valdimarssyni, hafa staðið í samningum við Alþýðuflokkinn um sameiningu, a .m. k. algert kosningabandalag, og þeim mun liggja í léttu rúmi hvort núver- andi stjórn fellur fyrr eða síðar. Þeir munu jafnvel hafa verið við því búnir að stjórnin félli í des- ember, þegar þeir gerðu kröfu um 16% gengislækkun. En þetta er aukaatriði í málinu. Aðalatriðið er að reynslan hefur nú sýnt verkalýð' og vinnahdi fólki yfirleitt sem veittu stjórm- arflokkunum fylgi, að „vinstri" stjórnin er ekki annað en fram- kvæmdastjórn auðvaldskerfisins og handb.endi sterkustu auðvalds klíknanna. Leyniskýrsla? Hljótt hefur verið um Banda- ríkjaför Einars Ágústssonar utanríkisráðherra og erindis- lok hans varðandi endurskoð- un herstöðvasamningsins. Blaðið hefur þó fregnað að í leyniskýrslu sem Einar kvað hafa gefið ráðherrum og al- þingismönnum(?) hafi hann skýrt frá því að hann hafi Eengið ALGERA NEITUN frá hernaðaryfirvöldum vestra um niðurlagning herstöðva eða brottflutning hersins. Her stöðvar á íslandi hafi aldrei " verið nauðsynlegrri en nú! Jafnframt hefur heyrzt að stjórnin velti þeim möguleika fyrir sér (sem samningstil- boði?) að fá önnur Atlants- hafsbandalagsríki (Norður- lönd, Þýzkaland?) til þess að reka hér „eftirlitsstöðvar" eða gera það sjálft! Herstöðva- málið og stefna stjórnarinnar mun rætt í næsta blaði. ,..,J Ríkið kaupir skuttogara og ajhendir þá útgerSarburgeisuri' um iil þess aS arSræna sjómenn. Áhöjn þessara jullkómnu veiSiskipa á aS mati útgerSarvaldsins aS vera áfram hegst launuSt: verkamenn í landinu. Langur vinnutími — Iágt kaup Kröfur sjómanna um hækkun á fastakaupi erutalsverðar, — ef reiknað er í hundraðshlutum og ekkert tillit tekið til aðstæðna; eða um 31% hækkun. En þegar á það er litið að fastakauphá- seta var á mánuði aðeins 18.837 kr., sést að krafan um hækkun fastakaupsins er frekar of lág en of há. Til glöggvunar skulu hér birt- ar nokkrar tölur um hvert mán- aðarkaup togarasjómanna var og hverju það næmi með fullri hækkun, 31%- Framhald á 3. sáðu.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.