Ný dagsbrún - 13.03.1973, Blaðsíða 2

Ný dagsbrún - 13.03.1973, Blaðsíða 2
2 NY DAGSBRtJk Priðjudagur 13. marz 1973 NÝ DAGSBRÚN * ' Utgefandi: Sósialistafélag Reykjavíkur <' AbyrgSarmaSur: Guðni Guðnason. '' Kitstjóm og afgreiðsla: Tryggvagiitu 10 - Reykjavík Sími 17510 - Póstho' ’>!4 t ( Verð blaðsina er kr. 20.0; intakið '' Setning: Prentiðjan Skipholti 9 Prentun: Prentsmiðja Þióðviljans h. f. Launhel&ear burgelsanna Síðustu vikur hafa málgögn stjórnmálaflokkanna verið full hneykslunar á hinu langa verkfalli togarasjómanna. Hneyksluninni veldur þó ekki það, að réttmætar kröfur lægst launaða liluta verkalýðsstéttarinnar eru hundsaðar, held- ur „tap þjóðarbúsins“, sem þau telja í hundruðum milljóna. Ríkisstjórnin, sem alltaf er að gorta af því að hún hafi leyst desemberkaupdeiluna ’71 til liagsbóta fyrir láglaunafólk (með loforðum um 20% kaupmáttaraukningu!) gerir nú ekkert. Eilt stjórnarblaðanna (Þjóðviljinn) gefur meira að segja í ekyn að nú sé það „prinsíp“ stjórnarinnar að skipta sér ekki af kaupdeilum! Þessi veðrabrigði þarfnast nokkurra skýringa. Hana er ef til vill að finna í ummælum stjórnarblaðsins Tímans fyrir ekömmu. Þar segir að samningar hafi strandað á því, að út- gerðarmenn vilji fá loforð frá ríkisstjórninni um ríkisstyrk áSur en þeir semja við sjómenn, en ríkisstjórnin vilji ekki veita þeim styrkinn fyrr en ejtir að samningar eru gerðir. En ríkisstyrk skulu þeir fá. Þetta atriði leiðir beint til umhugsunar uni auðvaldsrekst- urinn á þessu sviði í heild og þætti ríkisvaldsins í lionum. Tveir aðilar liafa að kalla einokun á sölu freðfiskjar: Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild SlS, og ltafa þessir aðilar víðast hvar samvinnu sín á milli um sölu. Hvor aðili fyrir sig rekur fiskvinnslufyrirtæki á erlendri grund og hafa komið sér upp fullkomnu dreifingarkerfi (í Bandaríkj- unum), auðvitað til þess að afla liámarksgróða (og gróðinn er mikill, það sýnir umsetning og útþensla Coldwater Sea- food, verksmiðja SH). Einokunarhringur SH og SÍS hefur því hag af lágu verði á hráefninu (fiskinum). Það er því í hans þágu að ríkið tekur á sig „halla“ þann, sem útgerðar- menn telja að sé á rekstri fiskiskipanna. Fé til þess tekur ríkið með sköttum og álögum, sem eins og kunnugt er kem- ur liarðast niður á vinnandi stéttum. Þær eru látnar greiða „töpin“ til þess að gróði einokunarauðvaldsins haldist óskert- ur. Ríkið skipuleggur einokunina með útflutningsleyfum. Auk SH og SlS má veita þriðja aðila útflutningsleyfi fyrir þessari vöru. Þetta er einokunarhringnum þyrnir í augum. Kom það bert í ljós í sambandi við loðnusöluna til Japan. „Þriðji aðili“ tjáði sig liafa ú hendi samning um sölu á frystri loðnu til Japan til viðbótar því magni, sem SH og SlS gat selt og fyrir hærra verð. Einokunarsamtökin bönnuðu frystihúsun- um að framleiða upp í þennan samning. Til þessa verks höfðu þau fullan stuðning viðskiptamálaráðlierra (Lúðvíks Jóseps- sonar). Þá var ekki lxugsað um „þjóðarhag“, því auðvitað þýddi þetta „tapaðar“ gjaldeyristekjur. Ríki borgaranna er fyrst og fremst tæki hinna sterkustu innan stéttarinnar. Upplýsingar um innri mál auðvaldsrekstursins eru vanalega af mjög skornum skammti í málgögnum borgaranna og ann- arsstaðar. Þau eru launhelgar burgeisanna. Það má gera „rannsókn á hag togaraútgerðarinnar“ og jafnvel þjóðnýta togarana, a. m. k. um skamma hríð, eins og eitt stjórnar- blaðið orðaði það á dögunum, en það má ekki gera úttekt á auðvaldsbúinu og sýna fram á hvar gróðinn er falinn. En einmitt það er aðkallandi nauðsyn fyrir verkalýðinn. Þekk- ing er beittasia vopn lians í stéttabaráttunni. R. B. Blöðum flett: ORÐ OG EFNDIR Um áramótin 1970 er Alþýðubandalagið enn í stjórnarandstöðu, en kosningar á næsta leiti. Sjálfsagt eru margir búnir að gleyma skrifum Pjóðviljans frá þessum tíma og skulu nú örfá atriði rifjuð upp. Sunnudaginn 11. janúar 1970 er á forsíðu Pjóðviljnas grein eftir Guðmund J. Guðmunds- son. Þessi grein var upphaflega skrifuð í félags- blað Dagsbrúnar, en Þjóðviljinn tekur hana upp og gerir að sínum orðum. Greinin hefur fjögra dálka fyrirsögn: „Það er þjóðarnauðsyn að við snúum vörn í sókn" og síðan hefst tilvitnun í grein Guðmundar. „Haldi þetta láglauna tímabil áfram er fyrir- sjáanlegt að stór hópur fólks flyzt alfarinn úr Iandi. Hér er því ekki eingöngu um að ræða kjarabaráttu, heldur þjóðarnauðsyn. Hið lága kaup á einnig mikinn þátt í því atvinnuleysi sem ríkt hefur því að með minnkandi kaup- getu dregst neyzlan saman og þá um leið sala á framleiðsluvörum." Síðan leggur Guðmundur mat á það hvað kaup- mátturinn hafi minnkað í tíð fyrrverandi stjórn- ar og niðurstöður hans eru þessar: „Seint á árinu 1967 var Dagsbrúnarverkamað- ur eina klukkustund og 45 mínútur að vinna fyrir einu kílói af dilkakjöti, 25 mín. að vinna fyrir kaffipakka, 6'A klukkustund að vinna fyrir venjulegum vinnubuxum, 4 klst. fyrir 50 strætisvagnamiðum og fimm vikur og þrjá daga fyrir miðlungsstórum ísskáp. Hér er átt við mann, sem vinnur eftir al- gengasta taxta Dagsbrúnar eins og byggingar- vinnu, smiðjuvinnu eða fiskvinnu og svo vit- anlega miðað við dagvinnutíma. Nú tveim ár- um síðar er verkamaðurinn 2 klst. að vinna fyrir kjötinu, 35 mín. að vinna fyrir kaffinu, 7 klst. og 45 mín. fyrir vinnubuxunum, 5 klst. og 15 mín. fyrir strætisvagnamiðunum og 6 vikur og fjóra daga fyrir ísskápnum." Skyldi þessi mælakvarði vera lagður á verð- lagið nú, þegar talað er um allt að 30% kaup- máttaraukningu? Skömmu síðar í sömu grein segir Guðmund- ur. „Þau viðhorf sem nú blasa við eru því nokk- uð skýr. Hinar lægst launuðu stéttir þjóðfé- lagsins geta ekki og mega ekki una því að þessi þróun haldi áfram". Þar með læt ég lokið tilvitnunum í grein Guð- mundar J. En ég get ekki stillt mig um að minna enn á skrif Þjóðviljans um gengisfelling- ar viðreisnarstjórnarinnar. Þann 18. jan. 1970 birtist forustugrein í Þjóð- viljanum sem nefnist: „Forsenda sjálfstæðis". Þar segir orðrétt: „1 síðasta hefti Réttar sýnir ritstjórinn Einar Olgeirsson fram á samhengið milli gengislækk- ana íhaldsins og Alþýðuflokksins og þjónustu þeirra flokka við erlent auðvald. Hann varar við þeirri hættu, að með framhaldi slíkrar stefnu geti efnahagslíf Islands sokkið niður á stig nýlenduhátta. Síðan tekur blaðið tilvitnun í grein Einars, en þar segir svo: „Ef valdhöf- unum tækist að framkvæma þessa stefnu til fulls gæti svo farið að yfirgnæfandi meirihluti alls fjármagns á Islandi, máske allt að 9/10 yrði á útlöndum höndum eftir einn eða tvo áratugi." * A líðands stund Verðtryggð lífsafkoma Það hefur löngum verið sótt fast af framgjömum mönnum úr öllum flokkum að komast á þing. Áður var það fyrst og fremst mannvirðingin og valda- aðstaðan, sem réði, stundum var sóknin studd hæfileikum, en oftar réð þjónustusemin við leiðtoga og aðstöðumenn í flokki og þjóðfélagi. * Síðan þingmenn, á sl. vori, tóku sér sjálfdæmi um að á- kveða kaup sitt til jafns við þreföld til fjórföld verka- mannalaun, hefur baráttan inn- an stjórnmálaflokkanna um þingsætin enn harðnað frá því sem áður var. Menn gerast framsýnir og em nú farnir að reikna og „taka sig út" vegna kosninga, sem fram eiga að fara 1974 og kannske fyrr. Innan flokkanna er tekið að metast og ýtast á með vinsæld- ir og aðstöðu til framboðs fyr- ir augum. Áhugasamir menn um þing- Hundrað auðhringasamsteyp- ur hafa nú vald yfir % af allri þjóðarframleiðslu auðvaldsland- anna. Áætlað er að með sömu þróun og verið hefur undanfarin 10— 15 ár muni á áratugnum 1980— 1990 2—300 auðhringar ráða yfir allri þjóðaframleiðslu auðvalds- landanna og samsteypur þeirra muni hafa miklu meiri stjórn- sæti og verðtryggða lífsafkomu til æviloka em jafnvel teknir að hafa tölu á hve oft flokks- blöðin birta af þeim mynd eða nefna afrek þeirra og fram- komu á ýmsum sviðum. Og þá er líka fylgzt með því hversu oft keppinautarnir hljóta sömu athygli í flokksblöðunum. En ötulast er þó unnið undir yfir- borðinu og fastast sótt á þau mið, sem árangursríkust eru talin, þ. e. að þóknast valda- mestu leiðtogunum til þess að verða sá útvaldi, sem þeir hafa velþóknun á. Þessi barátta tekur stundum á sig hinar skoplegustu myndir, einkanlega lijá þeim sem hafa ónákvæmar upplýsingar um vilja leiðtoganna, en tala, skrifa og framkvæma það sem þeir héldu að leiðtoginn vildi, en taka svo óvart „skakkan pól í hæðina". Það er nefnilega líka vandi að rata, þegar leiðarljós- in em bæði óskýr og flöktandi og sér í lagi, eins og aldrei fremur en nú ,eru hrein mýrar- ljós pólitískrar spákaup- mennsku. málaáhrif en : auðhringar í ein- stökum löndum. Stefnt er að alþjóðlegu laga- kerfi, sem tryggi yfirráð alþjóða auðhringanna, samanber Efna- hagsbandalag Evrópu. Lög ein- stakra ríkja munu ekki ná yfir auðhringinn með tilliti til skatta, launa og vinnuafls. Engin ríkis- stjórn mun ráða því hvernig auðhringarnir beita fjármagni sínu og valdi. Meðan framagosamir spá í innræti og áform foringja sinna, setja þeir sjálfir upp dæmin um pólitíska framtíð sína, öryggi og aukin völd. En í öllum flokkum em veður nú válynd og valt að treysta spánni. Jöfnum höndum er tal- að um klofning og sameiningu. Þannig er það t. d. í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Þar æsir Bjarni Guðnason leik- inn með því að vilja efna eitt- hvað af kosningaloforðum, en Hannibal og Bjöm semja við Gylfa um sameiningu flokka sinna eða a. m. k. nýtt hræðslu. bandalag. Björn Jónsson er að yfirgefa Norðurland og segja þar lausum trúnaðarstöðum: formennsku í Einingu og Al- þýðusambandi Norðurlands. Fregnir herma að hann muni eiga að vera 2. maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík við næstu þingkosningar en Magnús Torfi eigi að fara í ból- ið bóndans í Selárdal. Bjarna verður að sjálfsögðu útskúfað úr samfélaginu. En Eggert Þor- steinsson á naumast á vísan að róa í slíkri taflstöðu því ólík- legt er að nokkur þingmaður Alþýðuflokksins haldi ekki fast utan að sínu svo lengi sem guð lofar honum að lifa við ævi- tryggða lífsafkomu. Þessi þróun leiðir til þess að stéttamótsetningar skerpast og verkalýðsstéttin hlýtur að verða að treysta skipulag sitt og auka hæfni sína til þess að heyja bar- áttu við hinn alþjóðlega kapítal- isma. Sú barátta mun krefjast þess af verkalýð auðvaldsland- anna, að hann taki skilyrðis- lausa afstöðu til þess hvort hann heldur kýs að búa við einokun og auðhringavald kapí- talismans eða samvirka stjórn- arhætti fólksins undir skipulags- formum sósíalismans. Einokun og auðhringavald

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.