Ný dagsbrún - 13.03.1973, Blaðsíða 3

Ný dagsbrún - 13.03.1973, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. marz 1973. NY DAGSBRÚN Marxisminn - Leninisminn -leiðarvisir um námsefni MARX OG ENGELS Um æfi og störf Marx og Engels er að sjálf- sögðu til sægur rita, bæði á sviði almennrar sögu og persónusögu. Engin þesskonar rit verða hér talin, þar sem það er ekki tilgangur þessara þátta að fjalla um sögunám almennt eða persónusögu sérstaklega, heldur að benda á þau rit ein, sem duga til skilnings á kjarn- anum í fræðikenningum sósíalismans. Eftirtal- in rit er mönnum ráðlagt að lesa, sem inngang að frekara námi, til þess að átta sig á þýð- ingu Marx og Engels fyrir stéttabaráttu verka- lýðsins og hins vísindalega sósíalisma, í rétt- um sögulegum tengslum við þróun þjóðfélags og vísinda. ENGELS: Karl Marx. (Á íslenzku í Úrvalsrit- um Marx og Engels I. bindi). Þessi ritgerð Engels var skrifuð 1877 fyrir „Þýzka alþýðualmanakið". Hún inniheldur stutt yfirlit yfir æfi Marx og störf og sýnir að fræðistörf sín vann Marx mitt í önnstétta- baráttunnar, sem ritstjóri „Rínartíðinda" og „Þýzk-franskrar árbókar", meðlimur Komm- únistabandalagsins og stofnandi og leiðtogi Fyrsta alþjóðasambandsins. Engels bendir á tvær helztu uppgötvanir Marx: söguskoðun efnishyggjunnar og uppgötvun hans um eðli gildisaukans, sem skýrir tengsl auðmagns og vinnu. Engels lýsir stuttlega mikilvægi þess- ara uppgötvana. ENGELS: Ræða haldin við gröf Karls Marx (í Highgate-kirkjugarði 17. marz 1883. Á ís- lenzku í lírvalsritum I. bindi). 1 ræðunni víkur Engels enn að hinum tveimur höfuðuppgötvunum Marx. 1 lok ræð- unnar segir hann: „Marx var umfram allt byltingarmaður. Það var raunveruleg köllun hans að vinna að því á allan hátt að kollvarpa þjóðfélagi auð- valdsins og ríkisstofnana þess. Það var lífs- starf hans að vinna að frelsun verkalýðs nú- tímans, alþýðunnar sem hann hafði vakið til skilnings á kjörum sínum og þörfum — og gert vitandi vits um skilyrðin fyrir eigin frelsun". LENIN: Þrír höfuðþættir marxismans og ræt- ur þeirra. (Á ísl. Ný dagsbrún 7. II. 1970), I þessari stuttu ritgerð lýsir Lenin því hvernig kenningar Marx „hófust sem beint, óslitið framhald af kenningum helztu fulltrúa heimspeki, hagfræði og sósíalisma" þeirra tíma. En Marx umbylti kenningum fyrirrenn- ara sinna. Heimspeki Marx, efnishyggjan var til fyrir daga hans, en hann umbylti henni og dýpkaði með díalektikinni. Hann færði efnis- hyggjuna yfir á þjóðfélagsfræðina og söguna (sögulega efnishyggjan) og sýndi fram á að hagskipulagið er grundvöllurinn sem öll stjómskipuleg og hugmyndafræðileg yfirbygg- ing þjóðfélaganna hvílir á. Marx rannsakaði hagskipulag auðvaldsþjóðfélagsins sérstak- lega. Kenning hans um gildisaukann er hym- ingarsteinn hagfræðikenningar hans. Hann rannsakaði sögu kapítalismans frá því að markaðsvöruframleiðsla hófst, frá einföldum vömskiptum til stóriðju og sýndi fram á að auðvaldsframleiðslan fæðir af sér verkalýðs- stéttina, sem væri eina þjóðfélagsaflið sem væri þess umkomið að skapa nýja þjóðfélags. hætti. LENIN: Karl Marx. Bæklingur þessi, sem Lenin ritaði í útlegð í Sviss inniheldur æviágrip Marx og stutt, en einkar Ijóst yfirlit um kenningar hans. Það er í sjö eftirtöldum köflum: 1. Efnishyggju- heimspekin. 2. Díalektikin. 3. Söguskoðun efnishyggjunnar. 4. Stéttabaráttan. 5. Hag- fræðikenning Marx. 6. Sósíalisminn. 7. Bar- áttuaðferðir öreiganna í stéttabaráttunni. (Yf- itlit þetta um kenningar Marx er þýtt og birt í Rétti 15. árg. 1930 undir heitinu: Marxism- inn). LENIN: Friedrich Engels. Ritgerð þessi er samin í tilefni af dauða Engels 1895. Lenin gerir þar stutta grein fyrir æfi og störfum Engels, samstarfi hans við Marx og helztu ritverkum hans. Þýðingu þessara tveggja manna fyrir verka- lýðsstéttina lýsir hann þannig: „1 sem fæstum orðum mætti lýsa afrekum Marx og Engels fyrir .verkálýðsstéttina þann- ig: Þeir kenndu verkalýðsstéttinni að þekkja sjálfa sig og verða stéttvís og þeir settu vís- indi í stað draumóra.-------Frelsun verkalýðs- ins hlýtur að verða eigið verk hans. Það var ætíð kenning Marx og Engels". Forréttindi útgerðarauðvaldsins... Frh. af 1. síðu. Núv. kaup 31% hækk. Hásetar 18.837 24.676 Netamenn 21.176 27.740 Bátsm. og matsveinar 24.702 32.359 Það verður ekki með sanni sagt, að 18.837 kr. mánaðarkaup sé neinar rosatekjur eins verðlít- il og íslenzka krónan er orðin í dag, og hraðfallandi. Sízt af öllu getur þetta talizt nokkrum manni bjóðandi, þegar hafður er í huga vinnutími togarasjó- manna og vinnuaðstæður, 12 klst. vinna á sólarhring alla daga jafnt helga daga sem virka og eini „frídagur" þeirra á sjó er 2 klst. stanz á aðfangadagskvöld. Á þessu hafa útgerðarmenn enn ekki áttað sig eftir að hafa haft framlagðar kröfur til athugunar Áfangasigur Iiefur náðst í Víetnam me3 friðarsamkomulag- inu frá 27. janúar. Nú hefst nýr og veigamikill þáttur í uppbyggingarstarfinu og baráttunni fyrir varanlegum friði. Þjóðfrelsisfylkingin í Suður-Víetnam, FNL, þarfnast stuðn- ings okkar í æ ríkara mæli. Víetnamnefndin á Islandi berst m. a. fyrir viðurkenningu íslenzku ríkisstjórnarinnar á Bráðabirgðabyltingarstjórn Lýðveldisins Suður Víetnam og stuðningi við þjóðfrelsisbar- áttu fólks um allan heim gegn arðráni og kúgun lieimsvalda- sinna. Lesendur Nýrrar Dagsbrúnar eru hvattir til að gerast á- skrifendur að SamstöSu, málgagni Víetnamhreyfingarinnar. Fyllið út og sendið til skrifstofu Víetnamnefndarinnar, Ránargötu 32, eða hringiS í síma 11906. Nafn Heimilisfang .................................. Sími. Áskriftargjald er kr. 200.00 Næsta blað kemur út í marz. Munið FNL söfnunina. í næstum hálft ár! Þeir munu enn ekki hafa léð máls á því að hækka fastakaupið um meira en 4%! Og þeir gera tilraunir til gagnsóknar, með því að krefjast fækkunar á mönnum á skipun- um. Það er til lítils að halda um það íburðarmiklar hátíðaræður að fiskveiðar séu okkar helzta undirstöðuatvinnugrein, sú at- vinnugrein, sem þjóðin byggi efnahagslega afkomu sína meira á en nokkurri annarri, kjör þeirra sem þessi mikilvægu störf stunda verði að bæta og hafa þau það góð að ekki skorti menn til að vinna þau vegna lélegra kjara, en haga sér svo þegar til kastanna kemur eins og búið er að gera gagnvart sjómönnum síðustu vikur og mánuði. Algera stefnubreyt- ingu Hér þarf algera stefnubreyt- ingu. Semja verður um fasta- kaupshækkunina án affalla. 24.676 krónur á niánuði í fasta- kaup háseta er ekki ofborgað fyrir 84 st. vinnuviku við erfið störf, oft við verstu aðstæður, illviðri, kulda og vosbúð. Kaup þeirra á að vera hærra en þeirra starfshópa í landi, sem helzt verða teknir til samanburðar. Það er alger réttlætiskrafa. Hitt getur engan veginn talizt sann- gjarnt, að togarasjómenn séu bæði verr launaðir og með miklu lengri vinnutíma en margir sem stunda léttari, þægilegri og þrifa legri störf í landi. 25. 2. 1973. Karl Marx — — Hvað mig snertir, ber mér hvorki heiðurinn af að hafa uppgötvað tilveru stétt- anna í nútímaþjóðfélagi né baráttu þeirra sín í milli. Borgaralegir sagnaritarar höfðu löngu á undan mér lýst söguþróun þessarar stéttabaráttu og borgaralegir hagfræðingar lýst hagrænu eðli stéttanna. Það nýja, sem ég gerði var: 1) að sýna fram á að tilvera stéttanna er ein- vörðungu tengd tilteknum, sögulegum þróunarskeiðum framleiðslunnar. 2) Að stétta- baráttan leiðir óhjákvæmi- lega til alræðis öreiganna. Að þetta alræði er sjálft aðeins millibilsástand fyrir afnám allra stétta og myndun stétt- lauss samfélags. — (úr bréfi frá Marx til Weidemeyers 5. marz 1852). Friedrich Engels Nútíma sósíalismi er í eðli sínu fyrst og fremst af- sprengi þeirrar skoðunar að í þjóðfélagi okkar tíma ríki stéttaandstæður milli eigna- manna og öreiga, launa- manna og burgeisa annars vegar, en á hinn bóginn ríki skipulagsleysi á framleiðslu- sviðinu. En hin fræðilega mynd hans virðist í fyrstu vera víðtækara og rökréttara framhald þeirra grundvallar- sjónarmiða sem hinir miklu frönsku fræðslustefnuhöfund- ar 18. aldar komu fram með. Það var með sósíalismanum, eins og allar nýjar fræði- kenningar, að hann varð í upphafi að styðjast við þann hugmyndaauð, sem fyrir var, enda þótt hann ætti rætur sínar að rekja til staðreynda efnahagslífsins. — (Úr Þróun sósíalismans eftir Friedrich Engels). Símaskráin 1973 Miðvikudaginn 7. marz n. k. verður byrjað að af- benda símaskrána fyrir árið 1973 til símnotenda í Reykjavík. Dagana 7., 8. og 9. marz, það er frá mið- vikudegi til og með föstudegi, verður afgreitt út á símanúmerin 10000 til 26999, það eru símanúmer frá Miðbæjarstöðinni. Dagana 12. til og með 16. marz verður afgreitt út á símanúmer sem byrja á þrír, útta og sjö, það eru símanúmer frá Grensásstöðinni og nýju Breiðholtsstöðinni. í Pósthússtræti 3, daglega kl. 9—18, nema laugar- inga, sem orðið hafa frá því að hún var gefin út, enda daginn 10. marz, kl. 9—12. 1 HAFNARFIRÐI verður símaskráin afhent á sím- stöðinni við' Strandgötu þriðjudaginn 13. marz og mið- vikudaginn 14. marz. Þar verður afgreitt út á númer sem byrja á fimm. I KÓPAVOGI verður símaskráin afhent á Póstaf- greiðslunni, Digranesvegi 9 miðvikudaginn 14. marz. Þar verður afgreitt út á símanúmer sem byrja á tölu- stafnum fjórir. Þeir símnotendur, sem eiga rétt á 10 símaskrám eða fleirum, fá skrárnar sendar heim. Heimsending þeirra símaskráa liefst ekki fyrr en mánudaginn 12. marz. Atlvygli símnotenda skal vakin d því að símaskráin 1973 gengur í gildi frá og með laugardeginum 17. marz 1973. Símnotendur eru vinsamlega beðnir að eyðileggja gömlu símaskrána frá 1972 vegna fjölda númerabreyt- inga, sem orðið hafa frá því að hú nvar gefin út, enda er hún ekki Iengur í gildi. BÆJARSlMINN F. K.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.