Ný dagsbrún - 01.04.1973, Blaðsíða 3

Ný dagsbrún - 01.04.1973, Blaðsíða 3
APRÍL 1973 NY DAGSBRtJN 3 Hvað er hægt að gera? Lýður, bíð ei lausnarans, leys þig sjálfur. (St. G.). EINS OG BENT VAR A í síðasta tölublaði Nýrr- ar Dagsbrúnar eru gengisfellingar hagstjórnar- tæki borgarastéttarinnar og ætlað það hlutverk að færa auðvaldinu aukinn gróða. Allt stjóm- unarkerfið sem við búum við í dag er kerfi sem borgarastéttin hefur fundið upp og búið til fyrir sig til þess að festa sig í sessi sem drottnandi stétt. Þetta kerfi lýtur sömu lögmálum hvað sem ráðherrarnir heita eða flokkarnir sem að ríkisstjórninni standa. Það er því fráleitt að hugsa sér að sósíalistar stjórni slíku kerfi betur en hinir opinberu þjónar auðhringanna sjálfra. Reynsla sú, sem þegar er fengin af núverandi ríkisstjórn hefur líka sannað þeim sem vissu það ekki áður að stéttasamvinnan er handjárn á láglaunafólkið í reynd. Nú hefur Alþýðubandalagið náð því langþráða takmarki að flytja stéttabaráttuna inn á Alþingi og í ríkisstjórn!! Þessi ríkisstjórn, sem kallar sig vinstri stjórn settist í dánarbú íhalds og krata. Þegar þeir litu yfir það sem fyrirrennar- ar þeirra höfðu gjört, þá sýndist þeim allt svo harla gott að þar væri engu sem máli skipti hægt að breyta. Afleiðingarnar urðu vitanlega þær að „vinstri stjórnin" tók nákvæmlega sömu kollsteypurnar og „viðreisnarstjórnin" hafði áð- ur gert. Ugglaust hefur síðasta gengisfelling orðið beiskur biti 1 munni margra Alþýðubandalags- manna. Alþýðubandalagið er sem kunnugt er stofnað upp úr Sósíalistaflokknum en sá flokk- ur var almennt talinn róttækur verkalýðsflokk- ur og jafnvel byltingarsinnaður, að minsta kosti fyrstu árin sem hann starfaði. Það er lítill vafi á því að enn lifir í gömlum glæðum hjá mörgum Alþýðubandalagsmönnum, sem horfa nú ráð- þrota á borgir sínar hrundar vegna þess að þeir létu flokksfjötrana binda sig of lengi. Og nú spyrja menn hver annan í ráðaleysi: „Hvað er hægt að gera". Eins og áður er vikið að er nú- verandi kerfi hugsað upp af hugmyndafræðing- um borgaranna og ætlað það hlutverk að halda verkalýðnum niðri. Hann hlýtur því að skipu- leggja sig á stéttalegum grundvelli, minnugur þess að samtakamáttur hins vinnandi fjölda er sterkasta aflið í okkar samtíð. Með samtaka- mætti verkalýðsins hafa bæði kauplækkunartil- raunir og þrælalög verið brotin á bak aftur og enn getur hann fellt hverja þá ríkisstjórn, sem hann Iendir í andstöðu við vegna þess að hún brýtur á honum samninga. Við þurfum að eignast virka baráttumenn á hverjum vinnustað, sem taka aðeins mið af þörfum verkamanna sjálfra án tillits til þess hvaða flokkar eru við stjórn. Síðan þurfa þessir sömu menn að verða virkir, hver í sínu verka- lýðsfélagi og stefna að því að yfirtaka verka- lýðsfélögin og Alþýðusambandið. Þá gæti orðið tímabært að brjóta valdakerfi borgaranna niður og byggja upp annað betra nýtt, sem tekur mið af þörfum erfiðismannsins eins. G. Bj. Hw&rt ter það guSB Framhald af forsíðu. og hvers vegna er allt það bezta af þeirri framleiðslu flutt þang- að? Svarið þekkjum við öll: Vest- ur í Ameríku eru til tvö fyrir- tæki, Coldwater Seafood Corpor- ation og Iceland Product Corpor- ation, sem kaupa alla þá freð- fiskframleiðslu íslenzku borgar- anna, sem vestur um haf fer. Þetta eru að vísu bandarísk fyr- irtæki að lögum, en eigi að síður eru það íslenzkir aðilar sem eru eigendur þeirra. Coldwater Sea- food er rekið af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hinir raun- verulegu eigendur þess eru því engir aðrir en íslenzkir hrað- frystihúsaeigendur, sem á þenn- an hátt selja sjálfum sér sína eigin framleiðslu fyrir það verð, sem þeir sjálfir ákveða og þá auðvitað með það sjónarmið eitt fyrir augum að stöðva gróða sinn á endastöð þeirrar blekk- ingabrautar, sem þeir hafa þrætt með hann eftir, allt frá því að verðmætið (fiskurinn) var á land dreginn. Á þeirri leið hafa þeir víða komið við og óspart notað hvert tækifæri til þess að auka gróða sinn með því að sníkja sér út fjárstyrki í ýmiss konar form- um á gjaldþrota útgerðir sínar og fiskvinnslufyrirtæki, en gróða sinn stöðva þeir að lokum hjá eftirlætis afkvæmi sínu Cold- water seafood Corporation, þar eru þeir öruggir með hann, þar verða ekki hafðar hendur á hon- um til þess að rétta við halla- rekstur hraðfrystihúsanna heima á íslandi. Þess vegna tókst þeim að ná út á þann hallarekstur 1 milljarð af almannafé á sfðast- Iiðnu sumri. Iceland Product Corporation er rekið af Sambandi íslenzkra sam vinnufélaga (SÍS). Það kaupir alla þá freðfiskframleiðslu sem SÍS-hraðfrystihúsin selja til Lágt útflutnings- verðmæti eykur . ... •»•>•••• gróðann. .......... Hvers konar fyrirtæki eru þetta svo sem íslenzku borgar- arnir hafa komið sér upp vestur í Bandaríkjunum? Þetta eru fisk vinnsluverksmiðjur sem hafa það hlutverk á hendi að full- vinna til neyzlu þá freðfiskfram- leiðslu sem flutt er út til Banda- ríkjanna. Því er nefnilega þann- ig farið að sú freðfiskframleiðsla sem þangað fer er aðeins hálf- unnin fyrir þann markað, en það er gert til þess að draga sem mest úr útflutningsverðmæti hennar og á þann hátt auka sem ið tekið fram, að til annarra landa fara ódýrari fisktegundir og lélegri framleiðsla. Sú fram- leiðsla er heldur ekki fullunnin miðað við þá vinnslu sem banda- ríski markaðurinn krefst, enda vafasamt hvort slíkur markaður sé þar fyrir hendi á þeim teg- undum sem þangað eru seldar. En í Bandaríkjunum er slíkur markaður til staðar á þeim teg- undum sem þangað eru fluttar, það er þess vegna hægt að selja fiskinn fullunninn til Bandaríkj- anna. Svo er þess að gæta að þær tegundir sem vestur um haf fara eru meðal þeirra dýrustu á heimsmarkaðinum og fram- leiðsla þeirra sú vandaðasta sem ísl. hraðfrystihúsin láta frá sér verið hærra ef kaupandi og selj- andi væri ekki sami aðili. Á þetta verð hafa því verðhækkanir á bandarískum markaði mjög tak- mörkuð áhrif, enda sýnir gróði Coldwater Seafood á síðastliðnu ári að svo er. Það fyrirtæki keypti á árinu sem leið 8396 af hráefni sínu frá Islandi, en hin 17% frá Færeyjum og Danmörku og einnig nokkuð í Bandaríkj- unum sjálfum. Framleiðsluverð- mæti Coldwaters Seafood nam á síðastliðnu ári um 6 milljörð- um kr., en sá freðfiskur sem Coldwater Seafood og Iceland Product keyptu samanlagt frá íslandi það ár nam um 3,8 millj- örðum kr. Það er því ekki of djarft áætlað að á árinu 1972 hafi Coldwater Seafood fengið fyrir þann freðfisk sem það keypti frá íslandi meir en 100% hærra verð en það keypti hann á, þó liggur megnið af kostnaðin- um við þessa framleiðslu hér heima, þar sem bæði er aflað hráefnisins og vinnslan fram- kvæmd að meirihluta hvað kostnað snertir, en í Bandaríkj- unum er aðeins framkvæmt há- stig vinnslunnar, enda hefur Coldwated Seafood aðeins um 500 manns í þjónustu sinni og er í þessu sambandi ekki ófróð- Iegt að bera þá tölu saman við þann fjölda, sem hér heima vinnur að freðfiskframleiðslunni bæði á sjó og landi. Fjárflótti, taprekstur og styrkír. Ef þessi aðili (Coldwater Sea- food), og sama gildir auðvitað um Iceland Product) hefði ekki verið til staðar og fiskurinn ver- ið fullunninn hér heima, hefði hið háa verð sem Coldwater Sea- food og Iceland Product fengu fyrir framleiðslu sína á árinu 1972 komið hraðfrystihúsunum hér heima að gagni, að vísu hefði það orðið geysilegur gróði fyrir þau, en sá gróði þá komið til skatts hér heima og þannig get- að orðið til þess að létta slcatta- byrðinni af öreigastéttinni, þá hefði heldur ekki verið um halla- rekstur að ræða á hraðfrystihús- unum (svo að það hefði einnig létt skattabyrði öreiganna), auk þess sem fiskverð innanlands hefði getað hækkað verulega, gróða sínum vestur í Bandaríkj- unum, en relca fyrirtæki sín hér heima með tapi og fá gróða sinn þannig aukinn með styrkjum af almannafé og ýmiss konar ann- arri fyrirgreiðslu af hálfu ríkis- valdsins sem öll kemur fram í auknu arðráni á öreigastéttinni, en þannig er fiskvinnsluarðránið framkvæmt á henni, það gera einskonar innlendir nýlenduherr- ar sem flytja ódýrt hráefni úr landi og fullvinna það erlendis og selja síðan með okurverði. Það sem gera þarf er að koma upp fullkomnum fiskiðnaði inn- anlands, færa þannig raunveru- legt verðmæti freðfiskframleiðsl- unnar inn í landið, ekki á vegum einstaklinga, heldur í þágu fjöld- ans. En þetta mun ríkisvald borg aranna aldrei gera vegna þess að það er andstætt eðli auðvalds- þjóðfélagsins. Takmark þess er, eins og borgararnir orða það, að efla einstaklingsframtakið, þ. e. a. s. efla gróðamöguleika ein- staklingsins, það er því hlutverk hins borgaralega ríkisvalds að hlúa að hverri þeirri athöfn sem eykur gróða einstaklingsins, en gróði nærist aðeins á andstæðu sinni, tapinu. Auðvaldsþjóðfélag- ið fæðir því af sér tiltölulega fá- menna burgeisastétt sem hleður að sér gróða, en heildin ber tap- ið. Hlutverk hins borgaralega ríkisvalds er að viðhalda þessu kerfi, sjá um framkvæmd þess og vernda það ef þörf krefur. Þess vegna réðist ríkisvald ís- lenzku borgaranna ekki að mein- semdum freðfisksframleiðslunn- ar í sumar sem leið, heldur tók að sér ákveðin framkvæmdaatr- iði til þess að auka arðrán, og þar með gróða hraðfrystihúsa- eigenda. Þetta þarf engan að undra, því slíkt er hlutverk þessa ríkisvalds, þannig fram- kvæmir það auðvaldskerfið, at- hafnir þess miðast eingöngu við það að auka gróða borgarastétt- arinnar og þá að sjálfsögðu mest þeirrar greinar hennar sem í það sinn hefur sterkust ítök inn- an ríkisvaldsins. Andstæða þessa er sósíalism- inn, hann einn hefur vilja og getu til þess að ráða bót á þessu. íslenzk alþýða mun því verða að velja á milli hins sósíalíska skipulags og auðvaldsskipulags- ins vilji hún losna úr arðráns- Coldwater Seafood, dótturfyrirtæki SH í Bandaríkjunum rekur tvær stórar fiskvinnsiuverksmiðjur þar. Þessi er í Cambridge í Maryland. Bandaríkjanna, á þann hátt hef- ur auðmannaklíkan í SÍS kom- izt upp á lag með að selja sjálf- um sér sína eigin framleiðslu og eins og aðrir hraðfrystihúsaeig- endur margfalda þannig gróða sinn. Yfir trónir svo samvinnu- merkið sem tákn um samvinnu- hugsjónina, en þetta er útfærsl- an. mest gróða þeirra fyrirtækja í framleiðslukeðjunni sem endan- lega selja framleiðsluna. Hitt skyldu menn ekki láta villa sig þótt verð þeirra freðfiskfram- leiðslu sem til Bandaríkjanna fer sé talsvert hærra en þeirrar sem fer til annarra landa. Þessu veldur það sem þegar hefur ver- fara. Miðað við þetta og borið saman við verð lakari tegunda og lakari framleiðslu, sem til annarra landa fer, er verð þeirr- ar framleiðslu sem Coldwater Seafood og Iceland Product kaupa alls ekki hátt, heldur í al- geru lágmarki, enda segir það sig sjálft að það gæti auðvitað taprekstur útgerðarinnar þar|klóm borgarastéttarinnar, enda með verið úr sögunni, og hlutur sjómanna aukist að mun. Einnig hefði þá traustur grundvöllur skapast fyrir hærra kaupi verka- fólks í fiskiðnaðinum. Hefði þannig verið haldið á málum hefði hraðfrystihúsaeig- endum ekki tekizt að hlaða upp hnígur nú þróunin öll í þá átt að arðránsveldi borgaranna taki óðum að halla, gjaldeyriskrepp- ur eru vissulega válegur fyrir- boði, þær tala sínu máli um það hvert stefnir. S. J. i »

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.