Ný dagsbrún - 01.04.1973, Blaðsíða 4

Ný dagsbrún - 01.04.1973, Blaðsíða 4
ffeft NÝ DAGSBRÚN APRÍL 1973 IMú er sú irörn hrostin Það eru klókir menn sem stjórna landinu. Á síðastliðnu vori hækkuðu þingmenn við sig kaupið þannig að nú hafa þeir um sjötíu þúsund krónur á mánuði án aukabitlinga. Þá voru framundan samning- ar allra verkalýðsfélaga í land- inu og átti að semja til langs tfma. Ekki vildu landsfeðurnir eiga neitt á hættu um það per- sónulega, hvemig til tækist um þessa samninga, enda varð sú raunin á, að kaup flestra verka- manna hækkaði aðeins í tuttugu þúsund krónur á mánuði, og síðan hefur stjórn og þing ver- ið að bisa við að lækka þetta kaup með allskonar brellum með vísitöluna. Formaður Alþýðubandalagsins sem hefur yfir milljón króna árslaun sagði í áramótaboðskap sínum, þ. e. í nafni verkalýðs, þjóðfrelsis og sósíalisma, að kaupmátturinn væri alltaf að aukast eins og lofað var af stjórnarherrunum. Sannleikur- inn er hins vegar sá og það finna verkamannafjölskyldurnar í landinu, þótt Ragnar Amalds finni það ekki, að frá fyrsta júní til 1. marz stóðu verkalaun í stað, en verðlag allt hækkaði. Vísitalan hækkaði en var greidd nðiur af almannafé til þess að koma í veg fyrir kauphækkun. 1 febrúar var svo vísitalan reiknuð út á ný og þær hækkanir sem orðið höfðu frá 1. júní lagð- ar tli grundvallar kaupgjalds- vísitölu 1. marz (að frádregnu því sem stolið var í vísitölustig- um í skjóli áróðurs og blekk- inga). Síðan vísitalan var reikn- uð út og síðan kauphækkanirnar urðu 1. marz hafa einhverjar hrikalegustu verðhækkanir átt sér stað sem um getur. Allar þessar hækkanir verður launa- fólkið að bera bótalaust a. m. k. í þrjá mánuði og meira, því nú er sú vörn þess brostin, sem Sósíalistaflokkurinn var, þótt ó- heill væri orðinn. Nú trónar þar í hásæti drengur, sem aldrei hef- ur deilt kjörum með íslenzku erfiðisfólki, en var með brögðum afhent baráttutæki róttæks verkalýðs á íslandi, sem búið var að brýna í egg í 40 ár. Það væri ekki ófróðlegt að fá svör hans við því, hvernig kaup- máttur eykst, þegar af honum er tekið með hækkuðu verðlagi og beinum frádrætti af kaupi vinnandi fólks í niðurgreiðslur, með hækkuðum sköttum beinum og óbeinum. Hitt vita allir, að hvorki Ragnar Arnalds né aðrir „vinstri sinnaðir" þingmenn vildu eiga undir samningsúrslit- unum um sitt kaup á sl. vori né heldur þeim bellibrögðum, sem ákveðið var að beita alþýðuna eftir að búið var að reyra hana í fjötra tveggja ára kaupgjalds- samninga. Komdu nú með svörin Ragn- ar, þau eiga að vera einföld og skiljanleg, ekki fimbulfamb. Hins vegar er verkafólkið í landinu búið að reikna dæmið. Karli. Námsstarf Fylkingarinnar Eining fræðikenningar hins vísindalega sósíalisma — marxlenínismans og starfs Fylkingarinnar. FYLKINGIN — baráttusamtök sósíalista — hóf víðtækt náms- starf sl. sumar að afloknu löngu undirbúningstímabili. Um er að ræða grundvallarnám í fræði- kenningu hins vísindalega sósí- alisma — marx-Ienínismanum. Allir virkir Fylkingarféiagar hafa átt sinn þátt í mótun leshrings sem tekur yfir öll grundvallar- atriði fræðikenningarinnar á 16 námsfundum. Um er að ræða kaflana: Día- lektisk efnishyggja, söguleg efn- ishyggja, þekkingarfræði og starf, stéttir og stéttaafstaða, flokkurinn, ríkisvald, hagfræði og heimsvaldastefnan. Loks er kafli um Fylkinguna og sögu hennar. Lesefni er allt sótt í þýdd verk höfunda, svo sem Marx, Engels, Leníns, Stalíns, Mao Tsetungs og E. Mantels svo dæmi séu nefnd. Námið er liður í uppbyggingu samtakanna sem alhliða baráttu- tækis íslenzkra kommúnista og stéttvíss verkalýðs — samræm- ing stefnumiða og starfs. Fylk- ingin er byltingarsinnuð samtök sem stefna að valdatöku verka- lýðs á íslandi með byltingu, þar sem ríkisvald borgarastéttarinn- ar er brotið niður, afnám einka- eignar á framleiðslutækjum og uppbygging sósíalismans tryggð með stéttarlegu alræði verkalýðs- stéttarinnar og íslenzkrar al- þýðu. Fræðikenningin gerir mönnum kleift að skilja hin al- mennu lögmál, sem ráða í þjóð- félaginu og sögunni, en hún er um leið leiðbeining í starfi. í starfinu tengjast almenn sannindi fræðikenningarinnar við sérstæðar íslenzkar aðstæð- ur. Námið er þannig forsenda markviss byltingarsinnaðs starfs, á sama hátt og starfið gefur náminu innihald, markmið og raunveruleg skilyrði þróunar. Með aukinni starfsreynzlu og auknu námi er stefnt að því að bæði fræðikenning og starfs- hæfni þróist fram á við og Fylk- ingin geti lagt grundvöllinn að fræðikenningu hinnar íslenzku byltingar og því tæki, sem er nauðsynlegt til framkvæmda á því stigi, byltingarsinnuðum kommúnistaflokki. Jafnframt langtímamarkmiði sínu og starfi að því, tekur Fylk- ingin þátt í dægurbaráttunni, í kjarabaráttunni og starfi sam- taka eins og Samtökum her- stöðvaandstæðinga og Víetnam- nefndinni á grundvelli stefnu- miða sinna. Samfara þátttöku í stéttabaráttunni undirbýr Fylk- ingin framhaldsnám og ítarlegri rannsókn á stéttaeðli og hreyfi- öflum íslenzka auðvaldsþjóð- skipulagsins. Félagsaðildar er ekki krafizt til þátttöku í leshringnum. En nám öðlast aðeins byltingarsinn- að inntak sé það tengt mark- vissri þátttöku í stéttabaráttunni og útbreiðslu áróðurs. Við bend- um áhugafólki á að hafa sam- band við Fylkinguna, Laugavegi 53A, sími 17513. Fylkingin. Alþjóðahyggja Morgunblaðsins AÐ ÞESSU SINNI verður byrjað að rifja upp alþjóðahyggju Morgunblaðsins, en þar er af miklu að taka. Það hefur ævinlega tekið afstöðu með sterkustu auðvaldsríkjunum og varið alla mestu stríðsglæpi aldarinnar, allt frá Nixon til Hitlers. Þessi afstaða Morgunblaðsins á ekki og má ekki gleymast. Því gríp ég nú niður í tíu ára gömul Morgunblöð, en þá var kúbudeilan nýafstaðin. Morgunblaðið hefur enga samúð með hinni kúbönsku smáþjóð. Þvert á móti. Það gerir áróður bandaríska auðvaldsins að sínum málstað, en jafnframt er reynt að gera málstað Kúbumanna sem allra tortryggilegastan. 1 Reykjavíkurbréfi þann 27. jan. 1963 eru fyrst nokkrar vangaveltur um það hve erfitt sé að sjá það fyrr en eftir á hvaða atburðir skipti sköpum í sögunni, en segir svo orðrétt: „Hitt eru engar ýkjur þó að sagt sé að eng- inn einn atburður hafi á síðasta ári verkað meira á hugi manna en viðureign stórveldanna út af Kúbumálinu. Þá svarf svo til stáls og því- líkar ógnir virtust yfirvofandi, að seint mun falla úr hugum þeirra sem þá voru uppi. Sjaldgæft er að stórveldi bíði jafn augljósan stjórnmálalegan ósigur og Rússar gerðu þá.“ Það var valdajafnvægið milli stórveldanna, sem Morgunblaðið bar fyrir brjósti. Smáþjóð mátti ekki standa á eigin fótum, ef það raskaði valdajafnvæginu auðvaldinu í óhag. Hinn 13. febrúar er svo enn minnst á Kúbu. Enn sem fyrr er gert sem minnst úr baráttu Kúbumanna sjálfra en lögð því meiri áherzla á það að illir og ágengir Rússar séu að hrella Bandaríkin. Orðrétt segir blaðið: „Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna telur sig hafa örugga vitneskju um það að Rússar hafi flutt burtu frá Kúbu hvers konar árásarvopn, þar á meðal flugskeyti og stórar sprengjuflug- vélar sem þeir höfðu komið þar fyrir. Hins- vegar hafa ljósmyndir Bandaríkjamanna af Kúbu sýnt að kommúnistar hafa komið þar upp öflugum rússneskum varnarstöðvum sem mannaðar eru rússnesku herliði. Er talið að 17 —20 þúsund rússneskir hermenn séu á Kúbu. Þetta sýnir hversu mikla áherzlu Sovétríkin leggja ennþá á stuðning sinn við einræðis- stjórn Fidels Castros". Samkvæmt mati Morgunblaðsins voru það ekki Bandaríkin sem ógnaði öryggi Kúbu þrátt fyrir beinan og opinberan stuðning við hina mis- heppnuðu innrás í landið og síendurteknar ögr- anir og jafnvel beinar hótanir eftir það. Nei, það voru Sovétríkin sem ögruðu Bandaríkjun- um. Alþjóðahyggja Morgunblaðsins verður rakin nánar í næstu blöðum. Glaður og reifur... Hinn 30. desember síðastliðinn voru Sovétríkin 50 ára. Þau voru formlega stofnuð 30. des. 1922 á 1. allsherjar- þingi ráðanna, sem var skipað full- trúum frá öllum sovétlýðveldunum, sem þá voru stofnuð í löndum hins forna rússneska keisaradæmis. Sam- band sósíaliskra sovétríkja, sem er hið lögtekna nafn Sovétríkjanna var grundvaliað á meginreglum komm- únistaflokksins um sjálfsákvörðunar- rétt þjóða. Fyrsti „forseti" Sovétríkjanna var kosinn Kalinín, 47 ára gamall vélsmið- ur og birtum við hér mynd af hon- um í góðu skapi. — Kalinín var raunar ekki titlaður forseti, bylting- armenn notuðu engin borgaraleg tign- arnöfn, heldur var embættistitill hans: formaður miðstjórnar SSSR. Myiidin er frá þeim tíma, er hann tók við embætti. Vonarstjarna Alþýðubandaiags. Þröstur Ölafsson hagfræðingur er fyrir nokkrum mánuðum kom inn í fóðurkorn ríkisstjórnarinn- ar. Hann bjó áður við þröngan kost m. a. við útreikninga hjá Dagsbrún á því hvernig hrakað hafði kjörum verkamanna á heil- um áratug. Með eftirfarandi orðum sem birtust í Rétti nýlega mun Þröstur telja sig vera að þakka fyrrverandi og núverandi húsbændum sínurn: „En sárast er þó að sjá fram á foringja verkalýðsins beita sér fyrir verstu lausn en hindra þá skárri.— En hjá því verður víst aldrei komizt, því valdagirnd og eiginhagsmunir mega sín alltaf meir en yfirveguð skynsemi og velferð þeirrar raunverulegu heildar sem kölluð er þjóð." Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Bréfaskóli SÍS og ASÍ FRÆÐSLUHÓPUR UM ALÞJÓÐAMÁLIÐ ESPERANTÖ hefst miðvikudaginn 11. apríl n. k. kl. 20.30 í fræðslusal MFA, Laugavegi 18, 3ju hæð, og er haldinn í samstarfi við Esperant- istafélagið Auroro i Reykjavík. Leiðbeinandi verður Hallgrímur S'æmundsson, yfirkennari. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast fyrir þriðjudags- kvöld, 10. apríl, á skrifstofu MFA, Laugavegi 18, Símar: 26425 og 26562, og eru þar veittar allar nánari upplýsingar. Þátttökugjaid er kr. 450,00, með kennslugögnum. 1

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.