Ný dagsbrún - 01.05.1973, Blaðsíða 1

Ný dagsbrún - 01.05.1973, Blaðsíða 1
malgagn islenzkra sósíalista 4. tölublað 1. maí 1973 Þörfin á verkalýðsflokki. Nýlendustefnan í Angóla. Samúð án aðgerða. Aðalfundur Dagsbrúnar. 5. árgangur Á baráttudegi verkalýðsins 1. maí metur hann stöðu sína í þjóðfélaginu. I sósíalisku þjóð- félagi metur hann hversu hon- um hefur skilað áleiðis í upp- byggingu hins sósíaliska samfé- lags. I auðvaldsþjóðfélagi hver árangur hefur náðst i baráttu fyrir bættum kjörum og hver staða hans er í vörn eða sókn gegn sameiginlegum óvini, auð- valdsþjóðfélaginu. Islenzkur verkalýður hefur stutt til valda þá ríkisstjórn sem nú situr. „Ríkisstjórn vinnandi stétta" eins og hún gjarnan vill láta kalla sig. Ríkisstjórn sem verkalýðurinn samkvæmt loforð- um taldi sig geta vænst efnahags legra og félagslegra umbóta af. Viðhorf verkalýðsins til ríkis- stjórnar hljóta því að mótast af því hvort honum hefur skilað á- leiðis í baráttu sinni fyrir bætt- um kjörum. Þær kröfur sem verkalýðurinn hefur sett fram sem lágmark er að hann geti lifað af dagvinnu- tekjum sínum einum saman. Hefur hann færzt nær því marki? Því fer fjarri. Árstekjur verkamanna í dagvinnu s.:mkv. núgildandi 4. taxta Dagsbrúnar nema kr. 286.416,— eða kr. 23.868- 00 á mánuði, af þessum tekjum er ekki hægt að lifa og úrræði verkamannanna er yfir- nætur- og helgidagavinna, þ. e. með vinnuþrælkun er verkamannin- um ætlað að jafna metin milli lífs og dauða. Ríkisstjórnin hefur þó leitast við að rýra hlut verkamanna t. d. með vísitöluskerðingu, sem þó er hin eina vörn verkalýðsins gegn ofboðslegri verðbólgu sem magnast stöðugt. Verkalýðurinn setur því fram þá kröfu nú með enn meiri þunga en nokkru sinni fyrr, að greidd séu lífvaenleg laun fyrir 8 stunda vinnudag og full verð- lagsuppbót á kaup. Ríkisstjórnin lofaði að leið- rétta ranglæti í skattalögunum gagnvart láglaunafólki m. a. á þann veg að tekjur sem hrökkva aðeins fyrir lífsnauðsynjum verði ekki skattlagðar. í dag eru þess- ar tekjur skattlagðar eins og há- tekjur, sbr. 10% útsvarsálagn- ingu án alls frádráttar og per- sónufrádrátt til tekjuskatts sem er langt fyrir neðan lífvænlegar tekjur. Verkalýðurinn krefst því skattfrelsis af þeim tekjum sem hann þarf til lífsframfæris. Ör- yrkjar og ellilífeyrisþegar krefj- ast lífeyris, sem nægír þeim til framfæris, en ekki fátækrastyrks sem úthlutað er eftir geðþótta valdhafans. Verkalýðurinn krefst stefnu- breytingar í húsnæðismálum. Hann krefst þess að húsnæðis- málin séu leyst á félagslegum grundvelli, að byggt verði leigu- húsnæði í stórum stíl á vegum opinberra aðila og hætt verði að ausa fé almennings í bygginga- braskara. Verkalýðurinn hefur fengið þá reynslu af núverandi ríkisstjórn að hún er ekki hans stjórn, held- ur borgarastéttarinnar. Öll við- brögð hennar sýna að hún vill efla hið borgaralega stéttaþjóð- félag og auka gróða auðstéttar- innar, sem dæmi’má nefna eigna- tilfærslu í þjóðfélaginu. I dag er færður meiri auður til borgara- stéttarinnar en nokkru sinni fyrr. Þetta er gert m. a. í formi gengisfellinga sbr. gengisfelling- una s. 1. haust, með endurmati á eignum og stórhækkuðum fym- ingarafskriftum o. fl. STÉTTABARÁTTAN I auðvaldsþjóðfélaginu verður verkalýðurinn ávallt að berjast fyrir rétti sínum við borgara- stéttina. Borgarastéttin afhendir engan hluta af gróða sínum til verkalýðsins nema verkalýður- inn heyi harða baráttu. Meðan borgarastéttin hefur völdin er þetta varnarbarátta fyrst og fremst, en þessi varnarbarátta getur leitt til sóknar verkalýðs- ins við hagstæð skilyrði og í vörninni undirbýr hann sókn sína. Allar kjarabætur og allar þjóð- félagsumbætur eru að meira eða minna leyti teknar aftur, ef verkalýðurinn er ekki vel á verði og í dag er íslenzkum verkalýð brýnni nauðsyn að byggja upp vörn sína gegn sókn hins borg- aralega þjóðfélags en nokkru sinni fyrr. Þetta sézt bezt á því að sú stjórn sem nú situr hefur haldið áfram á þeirri braut sem ,viðreisnarstjórnin“ hafði mark- að borgarastéttinni og núverandi ríkisstjórn vill leiða verkalýðinn til enn nánari sléttasamvinnu en fyrrverandi ríkisstjórn þorði að leggja út í, enda eru núverandi ríkisstjórn hægari heimtökin vegna pólitískra tengsla hennar við verkalýðsfomstuna, sem raunar er ekki annað en þægi- legt handbendi borgarastéttar- innar. Verkalýðurinn hefur orðið að gjalda hátt verð fyrir stéttasam- vinnu undanfarinna ára og hann þarf að gera sér það vel ljóst, að með þeirri stefnu er réttur hans ætíð fyrir borð borinn. Auðvalds- skipulagið hefur stéttaandstæð- urnar í sér fólgnar, og þær and- stæður eru ósættanlegar. Því stendur þar stétt gegn stétt. Verkalýðsstéttin gegn auðstétt- inni. OTGEFANDI: t ar. Fímtudaginn 1. mai. HISBM ■ -sV' á ifelattdl. I. m»i 1S28, d.n.*»»Dt ASograrl tolwr. Hér »}á BjenB raynd »f 1. krfifiigímgu v-erklj-ðíféfagatmo bér 1. mal 19S3, Hiin ér fyrtt hér almeimingi til 8«'i wnnftersl uai Siuiatótóst (lanská Mogga, ef heíf imnar* ekfei iinkkja hana áður. — Eitis ng liisrgfr iuUn», sagSÍ Mnggi i»8 i f»«», ríaglnit rftír krófugdnguna, a8 ! ferófogSnguncíS fae»n vcria uokkur Mrnt! og knnake s«ma 50 fntt- orSnirtf Sninna nr»u fað 580. En nb i aumardaginn fyrsta srgir damki Mdggí, a« það faafl vWíð aéíSnn og nofciiur B8ns!t Lióamyndapiflfur geta statMÍam verlð ól»8e«i*é®ar. i->. t.arr geta íika vefi8 að satna akapi gagn- 1923 var fyrst farin 1. maí kröfuganga í Reykjavík og hér á landl. Blaðið sem myndin er af er gefið út 1. maí árið eftir og sýnir mynd af fyrstu göngunni. Blaðið er gefið út af kröfugöngunefnd- inni, en í henni voru Felix Guðmundsson form., Rósinkrans ív- arsson ritari, Guðmundur Oddsson gjaldkeri, Sigrún Tómasdóttir og Sigurður Guðmundsson. JT Aður en vaninn helgar sér rétt Þann 1. des. 1965 voru undir- ritaðar „Leiðbeiningar um und- irbúning og framkvæmd „vinnu- rannsókna" Að þessum undir- skriftum stóðu: Alþýðusamband Islands, Félga íslenzkra iðnrek- enda, Vinnumálasamband sam- vinnufélaga og Vinnuveitenda- samband íslands. „Leiðbeiningar" þessar eru að mörgu leyti forvitnilegar. Tel ég alþýðu allri nauðsynlegt, að kynna sér þær vel, og athuga hvort verkalýðsforustunni hafi ekki orðið alvarlega á í bæninni, við undirskrift þessa. Þessi mál koma aiþýðunni fyrst og fremst við og það er fljótséð við lestur „leiðbeininga" þessara, að hér er um hættuleg mistök að ræða, sem hljóta að kalla fram leiðrétt- ingu á „leiðbeiningum" þessum fyrr eða seinna. Augljóst er að heppilegra hlýtur að vera, að hyggja sem fyrst að göllunum og benda á það sem betur mætti fara, áður en vaninn hefur helg- að sér framkvæmdaréttinn. Við lestur „leiðbeininganna" má fljótlega sjá, að viðsemjend- ur ASÍ hafa miklu meiri áhuga á málinu en verkalýðssamtökin. Það er iíka staðreynd að atvinnu- rekendur hafa nú um árabil hamrað á vinnuhagræðingunni sem efnahagslegu sáluhjálparatr- iði atvinnuveganna. Ýmsir at- vinnurekendur hafa praktiserað sitt bónuskerfi hjá sér, en slíku hefur allstaðar fylgt vaxandi vinnuþrælkun og aukið arðrán. I Ég ætla aðeins að drepa á jdæmi úr „leiðbeiningunum", sem jmér finnst langt frá því að vera jhagstæð verkalýðnum og ég vona jað fulltrúar aipýðunnar geti fail- izt á að svo sé, þótt manndóm- lur nægði ekki tii að strika það i út. Þá tek ég fyrst greinina um „málsafköst" og við hvað skal miða „ákvæðistíma". Þar segir: „Málsafköst eru þau afköst, er æfður verkamaður skilar, sem gagnkunnugur er vinnuaðferð, verkfærum og vélum og vinnur með hraða, sem unnt er að halda án þess að skaði heilsu hans." Líklegt þykir mér, að þessi málsgrein hafi dropið úr penna einhvers siðvæðingarpostulans. Svo mikið er víst, að þessa grein hefur enginn verklýðssinni frum- hugsað. Þegar málsafköst eru reiknuð út, er — eftir því sem segir í greininni — miðað við allar beztu aðstæður beztu verkmanna Og vilji þeir bæta brauð sitt með auknum tekjum, verða þeir að auka afköstin og leggja heilsu sína að veði, eins og svo hæversk- lega er gefið til kynna í greininni. Það er ekki minnst einu orði á það við hve langan vinnutíma skal miða, þar sem minnzt er á þann vinnuhraða, sem ekki skað- ar heilsu manns. Hraðaúthaldið Framhald á 3. síðu. PÓLITÍSKA MARKMIÐIÐ ER NAUÐSYN Til þess að barátta verkalýðs- ins við auðstéttina fái skilað ár- angri í bráð og lengd verður hún að hafa markmið. Það markmið getur ekki verið annað en afnám stéttaþjóðfélagsins. 1 stað þess rísi hið sósíaliska þjóðfélag þar sem borgarastéttin fær ekki neytt aðstöðu sinnar til arðráns í skjóli þess máttar sem yfirráð hennar yfir framleiðslutækjun- um veitir henni. En til þess að ná því marki þarf verkalýðurinn að skipuleggja sig á pólitískum grundvelli, mynda sinn eigin flokk, því barátta stéttanna, fer öll fram á pólitískum vettvangi og er raunar- eina pólitíkin sem til er. Sá flokkur getur því ekki verið annað en byltingarsinnað- ur verkaiýðsflokkur, Kommún- istaflokkur. Slíkur flokkur er einn fær um að leiða baráttu verkalýðsins til bættra kjara fram til sigurs, vegna þess að hann er óháður því hagkerfi sem auðvaldsþjóð- félagið grundvallast á. Allir aðrir flokkar, hverju nafni sem þeir nefnast, verða ófærir til þessa hlutverks vegna þess að þeir eiga það allir sameiginlegt að vilja ekki kollvarpa því skipulagi sem auðvaldsþjóðfélagið byggir á. Þannig verða allir hinir svo- köliuðu þingræðisflokkar ekkert annað en tæki borgarastéttarinn- ar til þess að ná því eina tak- marki sem hún stefnir að, gróða en gróða sínum nær hún ekki nema arðræna verkalýðinn. Það er því óhugsandi að nokkur sá flokkur fái stefnt að jöfnum lífs- kjörum þjóðféiagsþegnanna sem t. d. vili ekki afnema hið svokall- aða „frjálsa framtak", þ. e. rétt einstaklingsins til þess að hagn- ast á annarra kostnað. Brýnasta verkefni íslenzks verkalýðs í dag er því pólitísk skipulagning á byltingarsinnuð- um grundvelli, Kommúnista- flokkur. ALÞJÓÐAHYGGJAN Verkalýðurinn- um allan heim heyr sameiginlega baráttu gegn sameiginlegum óvini, auðvaldi og imperialisma. Verkalýður hvers iands heyr þá baráttu fyrst og fremst við borgarastétt eigin lands. Islenzk borgarastétt stendúr með imper- ialismanum og hefur gerzt banda maður hans með veru Islands í Atlanzhafsbandalaginu og með herstöðvasamningnum, sem er bein afleiðing þess. Samkvæmt málefnasamningi ríkisstjórnarinnar skai Island vera áfram í Atlantshafsbanda- laginu, því stendur óhögguð for- sendan fyrir NATO-herstöðinni hér. I þessu máli er því aðal- atriðið aðild íslands að NATO, þ. e. samstaðan með imperial- ismanum, gegn því rís íslenzkur verkalýður því engin smáþjóð er frjáls sem hneppt er í hernaðar- bandalagsfjötra imperialismans. Kröfur verkalýðsins hljóta því að vera: tJr Atlantshafsbandalaginu. Engar herstöðvar. Samstaða með kúguðum og arðrændum þjóðum. S j álf sákvörðunarréttur þjóða. Stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.