Ný dagsbrún - 01.05.1973, Blaðsíða 2

Ný dagsbrún - 01.05.1973, Blaðsíða 2
2 NY DAGSBRON 1. maí 1973 NÝ DAGSBRÚN Vtgefandi: Sósíalistafélag Reykjavíkur ÁJ>yrg3arma3ur: GuSni Guðnason. Kitstjóm og afgreiðsla: Tryggvagötu 10 - Reykjavík Sími 17510 • Pósthólf 314 VerS blaðsins er kr. 20.00 eintakiS Setning: Prentiðjan Skipholti 9 Prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Þörfin á verkalýðsflokM Fimmtíu ár eru liðin síðan stéttvísir verkamenn í Reykja- vík fóru fyrst út á götuna með kröfur sínar að hætti stéttar- bræðra sinna í öðrum löndum. Það er ekki ætlunin hér að rifja upp baráttusögu verka- lýðsins þessi fimmtíu ár. Þess í stað verður vikið að ástandi verkalýðsmálanna eins og það er í dag. * Verkalýðsstéttin er nú hæði fjölmennari en fyrir 50 árum og sérstaklega betur skipulögð á faglegu sviði. Verkalýðsfé- lögin ná til allrar stéttarinnar að heita má og þau hafa eflst að efnum og aðstöðu. En samt sem áður hefur sóknarmáttur þeirra dvínað. Ef spurt er um höfuðorsök þess, er því fljótsvarað: Hún er hin pólitíska forusta verkalýðssamtakanna. Verkalýðssamtökin eru undir stjórn og áhrifavaldi borgara- legra stjórnmálaflokka. Forustumennirnir eru margir hverjir borgaralegir atvinnustjórnmálamenn. Slík forusta tekur óhjá- kvæmilega og ætíð mið af liagsmunum og þörfum ríkjandi skipulags og þar með ráðandi stéttar. Slík forusta rekur er- indi borgarastéttarinnar innan verkalýðssamtakanna, setur verkalýðsbaráttunni þær skorður, sem tryggja borgarastéttinni gróðamöguleika, sem hún telur sig geta unað við. Nýjasta og skýrasta dæmið um þetta er aðalályktun síðasta Alþýðusambandsþings, þar séin megináherzlan er lögð á „upp- hyggingu atvinnuveganna“, sem þýðir eflingu kapítalismans, en aðalkrafan fyrir verkalýðsins hönd var að „heildartekjur“ hans minnkuðu ekki. Almennar kauphækkunarkröfur mátti ekki gera. Það þýðir áframhald liins langa vinnutíma (eftir- nætur- og helgidagavinnu), því að liann er stór liður í heild- artekjunum. * Gömul og arftekin tengsl binda verkamenn við foringja og flokka, sem þeir eru meira og minna óánægðir með. Óánægj- an kemur að mestu fram sem afskiptaleysi. Algengt er að verkamenn segi sem svo, að það sé sama hver flokkurinn er, þeir séu allir eins þegar öllu er á botninn hvolft. Þessir verka- menn sjá í gegnum áróðursmoldviðri borgaraflokkanna og skynja rétt stéttareðli þeirra. * Það verður með hverjum degi augljósara að það sem verka- mannastéttin þarfnast mest nú er forustusveit, verkalýðsflokk- ur sem hefur enga aðra hagsmuni en hagsmuni stéttarinnar, og tekur ekki á sig ábyrgð á hagskipulagi auðvaldsins. Mark- mið hans hlýtur að vera sósíalisminn, sem er upphafið að af- námi stéttanna og kommúnismanum. Hlutverk slíks flokks er að leiða stéttabaráttuna á öllum sviðum að endanlegu marki. Hann má sízt af öllu vanrækja stundarhagsmuni verkalýðsins, heldur taka forustu í smáskær- um baráttunnar á hverjum stað og tíma og gera þær að sam- eiginleg átaki gegn auðvaldinu. Aðeins með því móti er sig- urs auðið. R. B. Sósíalistafélag Reykjavíkur sendir íslenzkum verkalýð baráttukveðjur 1 .maí. Nýlendustefnan í Angóla Portúgalska nýlendu- og fas- istastjómin háði styrjöld á þremur vígstöðvum. Stríðið í Angóla hefur haft mesta þýð- ingu, vegna hinna herfræðilegu staðreynda. 1 Angóla beitir portúgalska stjórnin mestum hluta herafla síns, rúmlega 130 þús. manns, þar af eru 60 þús. hermenn úr land-, sjó- og flugher. Hinir eru leiguhermenn, málaliðar frá Kat- anga (fyrrverandi þý Tsjombe), málaliðar, hermenn og flugmenn úr her Suður-Afríku, pólitíska, portúgalska lögreglan PIDE, toll- lögregla, herlögregla í hópi svik- ara og deild vopnaðra nýlendu- herra, sem kalla sig „Bráða- birgðasamtök sjálfboðaliða til varnar borgurunum" (APVDCA). Ibúar Angóla eru um 6 millj- ónir, þar af eru 400 þús. portú- galskir nýlenduherrar. Dvöl Portúgala í landi okkar er engan veginn réttlætanleg. Það er ein- ungis mikils virði fyrir portú- gölsku stjórnina og borgarastétt hennar að ráða yfir þjóð okkar hvað sem það kostar og hagnast á þjóðarauði okkar. Portúgalska stjórnin hefur haldið á lofti hinu hernaðarlega mikilvægi Angóla, þar sem bandamennirnir í NATO verði nauðsynlega að verja siglinga- leiðir í Suður-Atlantshafi með það fyrir augum að taka öflugri þátt í vamaráætlun Suður-At- lantshafssvæðisins. Það sem portúgalska stjórnin í raun og veru sækist eftir og fer ekki í launkofa með, er að fá aukna hernaðaraðstoð, með auk- inn árásarhernað fyrir augum í landi okkar. Innanlands eykur hún kúgun þjóðar okkar og hef- ur byggt fleiri fangelsi en skóla. Með því að nota falsáróður reynir portúgalska stjómin að blekkja angólskan almenning á sama tíma og flugvéiar henn- ar og þyrlur eyðileggja upp- skeru á manioc (mjölvarót), bókhveiti, maís og margvísleg- um tegundum ávaxta í frels- uðu héruðum okkar, með efn- um, sem fella laufið af trján- um. Þessi kemisku efni em fengin hjá bandamönnum í NATO. En portúgalska stjórnin getur ekki sigrast á þjóðfrelsisbaráttu okkar. I október 1969 skipulagði stjórnin svokallaðar löggjafar- kosningar til þjóðþingsins í Lissabon. Innan við 1% af ang- ólsku þjóðinni tekur þátt í skrípaleik þessum. Portúgalarnir 7 sem vom í framboði fyrir Angóla litu þegar á sig sem kosna fyrir skrípaleik- inn. Með skilyrðum portúgölsku nýlenduherranna var Angólabú- um ekki leyft að kjósa. Þessar kosningar voru alger skrípaleik- ur. Þetta var einnig ósigur fyrir Caetano og byrjunin á hinu mikla frjálslyndi hans, „dapur- legur tilbúningur" sem engan gabbaði. Þjóðfrelsishreyfing Angóla (M- PLA) þekkir fullvel hið blygðun- arlausa háttalag portúgölsku ný- lenduherranna og hefur beðið þjóð okkar að taka ekki þátt í þessu. Árangurinn af þessu varð annar sigur MPLA og stefndi á rétta braut. 1969 voru hundruð Angólabúa handteknir í Luanda ákærðir fyr- ir að hafa átt þátt í fyrstu póli- tísku-hernaðar stjóm MPLA. Sumir vom fluttir til eyjarinn- ar Cap Verde og aðrir i fanga- búðir í suðurhluta landsins. Eini glæpur þeirra er að vilja land okkar sjálfstætt og vinna endan- lega bug á nýlendustjórn Portú- gala. Andspænis staðfestu þjóð- MYND FRÁ ANGOLA ar okkar efla portúgölsku ný- lenduherrarnir bandalag sitt við suður.afrísku og ródésísku kyn- þáttahatarana um leið og þeir sækjast eftir viðræðum við á- kveðin ríki í Afríku og biðja op- inberlega aðildarríki NATO að skipuleggja herstöðvar á ang- ólsku landsvæði og fá herflota NATO-ríkjanna til ráðstöfunar hafnir Angóla. Vegna hinna sáru ósigra og harðrar sóknar hers okkar, hef- ur óvinurinn neyðst til að fá meiri aðstoð hjá her Suður-Af- ríku, jafnframt því að reyna að verða sér úti um sem nútímaleg- ust vopn. Þeir margfalda kaup á þyrlum, vopnum, flugvélum o. s. frv. Meira en 59% af fjárlögum jPortúgala fara til hernaðar-út- jgjalda. Fjöldi liðhlaupa eykst í ! röðum óvinanna. Portúgalska stjórnin framkvæmir áætlanir jsínar varðandi byggingar, nýjar herfræðilegar leiðir, endurnýjun og stækkun flugumráðasvæða (t. d. Serpa, Pinto og Luanda) með það fyrir uagum að gera herafla sinn hreyfanlegri. Allt frá árinu j 1970 hafa þeir haft yfir að ráða PUMA-þyrlum og byssum af gerð inni US MI6. Hernaðaraðgerðir á þurrka- tímanum, t. d. „ACUCENA", „HORA H" og aðrar aðgerðir, em þannig skipulagðar að þær jafna upp ósigrana. Óvinurinn er neyddur til að yfirgefa herbúð- irnar og hætta stjórnar- og borg- aralegum störfum á þessum svæðum. Hersveitir okkar hafa sótt fram á ýmsum víglínum. 1 lok ársins 1970 sigruðumst við á varnarher Portúgala, sem var staðsettur á hásléttu Bié og Mal- anje, og sóttum yfir Cuanza ána. j óvinirnir sýna stöðugt meiri veikleika merki. Árið 1971 tókst Portúgölum ekki að skipuleggja neinar sóknaraðgerðir yfir þurrkatímann. Andstaðan gegn portúgölsku stjórninni vex í Portúgal, sérstak lega meðal námsmanna og ungra verkamanna í Lissabon og Co- imbra. Óvinurinn lætur hand- taka angólska námsmenn í Portú gal pg undir því yfirskini, að þeir séu meðlimir MPLA (meðal þeirra er heiðursforseti MPLA, séra Pinto de Andrade), ákærð- ir fyrir að vilja aðskilnað Angóla við svokallaða „móðurþjóð". Þeir skipuleggja framkvæmd á fang- elsun manna 1—4 ár, sem ér svo breytt „i öryggisskyni" í ótak- marlcaðan tíma. Þar sem stjórn Caetano er ein- angruð í þessum aðgerðum og vill styrkja heimsvaldasinna í heiminum, safnar hún liði, skipu- leggur og fjármagnar málaliða- hersveitir, með það fyrir augum að ráðast á Gíneu-Konakri og koma til valda hliðhollri lepp- stjórn. Árásin 22. nóv. 1970 mistókst og Portúgalar voru úthrópaðir árásarmenn á Gíneu-Konakrí í á- , lyktun samþykktri af öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. j I júlí 1971 gerðu portúgölsku nýlenduherrarnir tilraun til að ráðast á Zambíu, en sú tilraun mistókst vegna festu Afríku- manna til að verja sjálfstæði sitt. (Frá MPLA). Þeir sem óska að gerast áskrifendur Nýr ar Dagsbrúnar eru beðnir a hafa samband við innheimti mann blaðsins, Sigurjón Jón: son, Tómasarhaga 39, í sím 19713. eftir kl. 8 á kvöldir einnig þeir, sem eiga ógreid áskriftargjöld.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.