Ný dagsbrún - 01.05.1973, Blaðsíða 4

Ný dagsbrún - 01.05.1973, Blaðsíða 4
Aöalfundar Dagsbrúoar var haldinn 8. f. m. Heiztu tíðiixii af þeim fundi eru þau, að engar þær umbætur á félagsstarfsem- inni, sem lofað var á aðaKundi 1972 hafa komizt ti4 frarn- kvæmda, svo sem fræðshtstarf- semi og vinnustaðaeftirlit o. s. frv. Eðvarð Sigurðsson flutti skýrslu stjómar að vanda og var það langur lestur. Eðvarð talaði langt mál um reikninga félags- ins, einkum um mikla aukningu sjóða, sem skilja mátti að væri sönnun þess hve félaginu væri vel stjórnað. Hóf Eðvarð síðan hina margendurteknu lofgerð um síðustu samninga, „sem við ættum að þakka fulltingi vin- veittrar ríkisstjórnar". I því sambandi minntist hann á hina miklu „kaupmáttaraukningu", sem stjórnarblöðin hafa verið að telja fólki trú um undanfarið. Kvaðst Eðvarð þó ekki vera al- veg sammála útreikningum Þjóð viljans um kaupmáttaraukning- una. Ekki gat Eðvarð um að hverju leyti Þjóðviljinn færi vill ur vegar, en engin ný rök færði hann fyrir þessari fullyrðingu um kaupmáttaraukninguna, enda er örðugt að skilja hvernig 12— 13% kauphækkun á að bera uppi 20—50% verðhækkanir á ýmsum brýnustu lífsnauðsynjum, gífur- lega hækkun húsnæðiskostnaðar (sem hvergi kemur inn í saman- burðinn) og síhækkandi almennt verðlag í landinu af völdum end- urtekinna gengislækkana. Þá ræddi Eðvarð nokkuð um pólitíkina og ríkisstjórnina ,vin- veiltu" Kvað hann „ekkert óeðli- legt við það, að vinstri stjórnin vildi breyta vísitölukerfinu". Hins gat hann ekki að þessi „vin- veitta" stjórn hefur gert endur- teknar tilraunir til þess að af- nema verðlagsuppbætur, a. m. k. um ákveðið tímabil og var öll sammála um það, en kom því ekki fram á þingi. Því næst vék Eðvarð að hinu bága ástandi þjóðarbúskaparins (þ. e. auð- valdsríkisins) og hafði miklar á- hyggjur. „Útgjöld ríkissjóðs auk- ast", sagði hann, „við stefnum að enn einni kollsteypu". „Eldgosið í Vestmannaeyjum eru þungar búsifjar". Var auðfundið að hann var að undirbyggja það, að nú mætti engar kaupkröfur gera, en eins og kunnugt er, renna samn- ingar út í haust. Nefndi hann sem dæmi um næstu kröfugerð, að hlutur láglaunafólks minnki ekki. Það þýðir að Eðvarð álítur að kaupið skuli í heild sinni hald- ast óbreytt. Einnig nefndi hann fræðslustarfsemi og bætta aðbúð á vinnustöðum. Guðmundur varaformaður tal- aði oft og lengi. Fátt kom þó finam í ræðwm 1kk>s sem Ebvarð1 hafði ekki áðiw talað. Gaf þó fyllri upplýsingar u*n stórum lakari innheimtu félagsgjal-da á árinu og ræddi wn „höfuðgrunn- ástæður" fyrir því. Margir tóku til máls á fundin- iffli, aðallega úr hópi yngri Dags- brúnarmanna og gagnrýndu allir stjórn félagsins. Friðrik Kjarr- val mótmælti „kjaftæði" Eðvarðs og stjórnarblaðanna um kaup- máttinn. Taldi hann líklegt að Eðvarð miðaði við kaupmáttar- aukningu þá, sem hann sjálfur og aðrir stjórnmálamenn nytu, sem hækkuðu laun sín sjálfir að vild. Þá deildi Friðrik á stjórn- ina fyrir svik á gefnum loforðum um fræðslustarfsemi og vinnu- staðaeftirlit. Guðmundur Hall- varðsson og fleiri tóku í sama streng. Guðmundur sagði að í stéttskiptu þjóðfélagi yrðu verka menn ætíð að berjast fyrir kjör- um sínum. Hann mótmælti kenn- ingum Eðvarðs um kaupmátt- inn og átaldi verkalýðsforustuna fyrir undanslátt. Guðmundur flutti tillögu sem fól í sér stefnu- breytingu, harðari stéttabaráttu og að 1. maí yrði baráttudagur en ekki hátíð eingöngu. Tillög- unni var vísað til stjórnar að til- lögu Eðvarðs. Nokkrir fleiri töluðu og höfðu allir ýmsar kvartanir fram að færa. Guðmundur Bjarnason og fleiri kvörtuðu um að erfitt væri að hitta ábyrgan mann á skrif- stofu félagsins, sem leyst gæti úr málum. Böðvar Indriðason •vSdí na. a. fa upplýisingiw vaíð- andi sundiMÍiðun ýmisisa úst- gjaldaliða á reikningum. Bðvarö kvað það ckki hægt. Bööva-r vódi þá láta fresta afgreiðslu reikn- inga og flutti tiliögu um það. Eð- varð kvað tillöguna óhæfti mikla, því að reikningarnir væri end- urskoðaðir af löggiltum endur- skoðanda!! eins og það kæmi nokkuð við gagnrýni félags- manna á fjárstjórn félagsins. Nokkrar umræður urðu um vélavinnunámskeið það, sem rek- ið hefur verið undanfarið með stofnfé að jöfnu frá Dagsbrún og atvinnurekendum. Sigurjón Jónsson og fleiri töldu að nám- skeið þetta ætti að vera bæði þátttakendum (verkamönnum) og Dagsbrún að kostnaðarlausu, því að atvinnui'ekenda væri hag- urinn. Sigurjón minntist einnig á það ákvæði samninga, að þeir yrðu lausir ef gengi væri fellt. Fundinum, sem var fremur fá- mennur að venju, lauk með því að lesið var upp bréf Jóns Þor- leifssonar til félagsmálaráðuneyt- isins um viðskipti hans við Dags- brúnarstjórnina og önnur mátt- arvöld þjóðfélagsins. Þá flutti Pétur H. Pétursson tvær tillögur til stjórnarinnar þess efnis að hún athugaði 1) hvort ekki væri rétt að Dagsbrún gæfi 50.000 kr. til Vietnamsöfnunar og 2) um uppskipunar- og flutningabann á vörum til hernámsliðsins. Voru þær báðar samþykktar. Fundarstjórn var í versta lagi, bæði hlutdræg og klaufaleg. Samúð án aðgerða Framhald af 3. síðu þessu stríði á réttan hátt og skipulagt aðgerðir í þeim lönd- um, sem Vietnamhreyfingar voru starfandi ásamt þeim verka mannasambönéum, ..sem, kornni- únistar ráða yfir á meginlandi Evrópu, t. d. þá hefði verið ill- mögulegt fyrir Bandaríkin að halda stríðinu áfram. Öll þjóð- frelsisbarátta er í eðli sínu al- þjóðleg barátta alþýðunnar gegn alþjóðlegu auðvaldi. Á uppgangs- tíma auðvaldsins tókst hringa- valdinu að sölsa undir sig megn- ið af auðæfum jarðarinnar og gegn því hefur ekkert dugað nema sósíalistisk bylting. Borg- arastéttin er hvergi fær um að leiða slíka baráttu til sigurs og sízt meðal smáþjóða. Við skulum alltaf minnast þess að staða hringavaldsins veikist við hvern hlekk sem slitnar og því er stuðningur okk- ar við þjóðfrelsisbaráttu annara þjóða liður í okkar eigin baráttu fyrir umráðaréttinum yfir auð- lindum landsins. 1 Vietnam er það gúmmí- og hi'ísgrjónaekrur, INýtt hiippdi œtlisAi' itldi'oi glœsllegra oix nfi! IBUÐAR VINNINGUR mánaðariega FERÐALÖG HUSBUNAÐUR Húc aS Espilundi 3, clendur á tnjög ftllegum aUS i GarSihreppi me5 gó8u útcýni Húcið uppfyllir ctrönguclu nútimcVröfur 5-6 mcnnc fjðlckyldu Aðalvinningur árcinc er þetta einbýlichúc «8 Ecpilundi 3, Garðahreppi, með tvöloldum bilakúr, camtalc 195 ferm. að verðmwti a.m.k. 6 millj. króna. MERCEDES BENZ 260 S í MAÍ ÆSpÆBíWBÍWKk. JMPHÍHam 1973 Sala hafin 1974 sem auðvaldið er að verja. Á ís- landi eru það fiskimiðin. 1 einu landi er það kopar, sink eða stál, í öðru landi er það olía, kol eða vatnsorkan og þannig mætti lengi telja. Allstaðar er alþýða viðkomandi lands að sækja rétt sinn í hendur hins alþjóðlega auðvalds. En það er fleira en þessir sam- eiginlegu hagsmunir, sem ætti að ýta við samvizku okkar Islend- inga. I Vietnam hefur bandarísk- ur her unnið einhverja verstu sti'íðsglæpi sögunnar. Þar er öllu tortímt á stórum landsvæðum, gróðri, dýralífi og mönnum. Hér á landi dvelur einnig amerískur her með samþykki íslenzkra stjórnvalda og afskiptaleysi al- mennings. Við eram meðsek í öllum þeim glæpum á meðan við erum samþykk eða sinnulaus. Við gelum því ekki látið eins og okkur komi þetta ekki við. Svo eitt sé talið af mörgu, þá gætum við t. d. svarað með því að setja afgreiðslubann á amer- ísk skip og amerískar vörur. G. Bj. lOO bílar Aörir eftir vaii vinnenda fyrir 250 þús.. 300 þús.. 350 þús. og 400 þús. krónur NÝ DAGSBRÚN 1. ntaí 1973 Sendum öliu vinnandi fólki baráttukveðjur og hvetjum félagsmenn okkar til þátttóku í kröfu- göngunni og útifundinum 1. maí. Aliþýðitsamfeand Islands. Sendum öllu vinnandi fólki baráttukveðjur og hvetjum félagsmenn okkar til þátttöku í kröfu- göngunni og útifundinum 1. maí. Starfsstúlkrtafélagið Súkn Sendum öllu vinnandi fólki baráttukveðjur og hvetjum félagsmenn okkar til þátttöku í kröfu- göngunni og útifundinum 1. maí. Hið íslenzka prentarafélag Sendum öllu vinnandi fólki baráttukveðjur og hvetjum félagsmenn okkar til þátttöku í kröfu- göngunni og útifundinum 1. maí. Félag .iárniðnaðarmanna. Sendum öllu vinnandi fólki baráttukveðjur og hvetjum félagsmenn okkar til þátttöku í kröfu- göngunni og útifundinum 1. maí. Samband byggingamanna. Sendum öllu vinnandi fólki baráttukveðjur og hvetjum félagsmenn okkar til þátttöku í kröfu- göngunni og útifundinum 1. maí. Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði. Sendum öllu vinnandi fólki baráltukveðjur og hvetjum félagsmenn okkar til þátttöku í kröfu- göngunni og útifundinum 1. maí. Verkamannasamband Islands. Sendum öllu vinnandi fólki baráttukveðjur og hvetjum félagsmenn okkar til þátttöku í kröfu- göngunni og útifundinum 1. maí. Verkamannafélagið Dagsbrún. Sendum öllu vinnandi fólki baráttukveðjur og hvetjum félagsmenn okkar til þátttöku í kröfu- göngunni og útifundinum 1. maí. Landssamband vörubifreiðastjóra. Sendum öllu vinnandi fólki baráttukveðjur 1. maí og minnum á að hin gömlu kjörorð verkalýðs- hreyfingarinnar: MENNT ER MÁTTUR og EINING ER AFL eru enn í fullu gildi. Menningar- og fræðslusamband alþýðu.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.