Ný dagsbrún - 01.06.1973, Blaðsíða 1

Ný dagsbrún - 01.06.1973, Blaðsíða 1
W*'- NÝ DAGSBRÚN MALGAGN ISLENZKRA SÖSIALISTA EFNI: Sóknin er bezta vörnin. Baksvið Palestínumálsins. íslnad og stórveldin. Erlendu verkamennirnir ... Hvað var að óttast? Marxisminn—leninisminn. Hvers vegna er fsland í Nató? Þjónkun við ofbeldi mótmælt. 5. tölublað JtjNI 1973 5. árgangur Ei nokun a ra uðva Icf í Ö herðir föJcín Fundur Nixons og Pompidou boðar aukið arðrán þriðja heimsins, eflingu og aukið valdsvið NATO Nixon Gistivinir forseta Islands og ríkisstjórnar, Nixon Bandaríkjaforseti og Pompidou Frakklandsforseti hafa þingað á Klambratúni. Það var stutt en góð upplyfting fyrir auðvaldssnobba og Natóaðdáendur að sjá þessa tvo fulltrúa einokunarauðvaldsins flutta milli húsa umkringda vopnuðu liði eins og venja er þegar hættulegir glæpamenn eru færðir milli staða. Þess ber þó að geta að tiltölulega fáir voru á vett- vangi til þess að horfa á þetta fyrirbæri. Eitthvert minniháttar klapplið mun hafa hyllt Nixon á Lækj- artorgi og virtist honum ekki hafa orðið „flökurt að horfa þar á svo hundflatan skrælingjalýð'. Þó að ekkert sé gefið upp op- inberlega um viðræður Nixons og Pompidou á Klambratúni er löngu vitað hvert verða mundi umræðuefnið. Það er Atlantshafs bandalagið og efnahagsmál ein- okunarauðvaldsins austan hafs og vestan, Efnahagsbandalagsins og Bandaríkjanna. Uppgangur EBE-auðvaldsins er orðin alvarleg ógnun við heims- drottnun bandaríska stórauð- valdsins, valdið m. a. versnandi viðskiptajöfnuði Bandaríkjanna og falli dollarans. Þess vegna vill bandaríska auðvaldið Efnahags- bandalagið feigt í núverandi mynd. Þess í stað vill það koma á öðru skipulagi þessara mála, nánari samvinnu helztu auðvalds klíknanna austan hafs og vestan ásamt Japan. Síðan á þetta nýja auðvaldsbandalag að snúa sér sameiginlega að arðnýtingu þriðja heimsins, eins og fram kom í ræðu Kissingers, málpípu Nixons forseta í fyrra mánuði. Hann sagði þar: „A áttunda áratugnum stönd- um við frammi fyrir nýjum vandamálum, svo sem því að tryggja iðnvæddu þjóðunum orkulindir. Þetta hlýtur að verða nýtt svið fyrir samstarf okkar". Það sem Nixon býður auðvaldinu í Vestur-Evrópu og Japan upp á er samvinna um aukið arðrán þriðja heimsins (Asíu, Afríku og Suður-Ameríkulanda). Báðir aðilar munu hafa verið sammála um eflingu Atlantshafs bandalagsins og aukna íhlutun | þess, svo sem í efnahagsmálum. Pompidou lét Nixon lofa því að kalla ekki heim bandaríska heri í Vestur-Evrópu. íslenzku stjórn- inni sögðu þeir Nixon og Kissing- er að Atlantshafsbandalagið mætti ómögulega missa herstöð- ina í Keflavík og eru það sömu svör og Einar Ágústsson utanrík- isráðherra fékk í vesturförinni í vetur (sbr. N. d. 13. marz). Við- ræður forsetanna boða því efl- ingu og aukið valdsvið Atlants- hafsbandalagsins og bandaríska herstöð á íslandi áfram. Herinn fer ekkí á kjörtímabilinu Ppmpidou Núverandi ríkisstjórn hefur í málefnasamningi sínum ákvæði um ,,endurskoðun eða uppsögn" „herverndar"-samningsins við Bandaríkin í því skyni að herinn fari úr landinu „í áföngum" á kjörtímabilinu, eins og segir þar. Hér í blaðinu hefur verið bent á að samningsákvæði þetta er á- kaflega tvírætt, enda er ríkis- stjórnin sjálfri sér sundurþykk um skilning á því. Utanríkisráð- herrann vill skilja það á þann veg, að ákvæðið sé aðeins ósk, sem stjórnin heitir að bera fram við Bandaríkjastjórn. Lúðvík Jósefsson og einkum þó Magnús Kjartansson þykist skilja þetta svo, að stjórnin hafi skuldbund- ið sig til þess að láta herinn fara á kjörtímabilinu, enda hefur Al- þýðubandalagið haldið þeim skilningi mjög á lofti. En þess verður ekki vart að þeir reyni að knýja fram nokkrar efndir samn- ingsákvæðisins samkvæmt skiln- ingi sínum. Einar Agústsson tal- ar einn við ráðamenn Nató, end- urskoðunarviðræður eru ekki hafnar enn. Framkvæmdir halda áfram á Keflavíkurflugvelli og er auðsætt að þar er ekki tjaldað til einnar nætur, flugbrautir lengd- ar, íbúðarhúsnæði og flugvéla- skálar byggðir án þess að það raski ró Alþýðubandalagsins og ráðherra þess hið minnsta. Af- staða stjórnarinnar í heild mót- ast auðsjáanlega af túlkun Ein- ars Ágústssonar og Framsóknar- manna. Staðreyndin er sú, að útilokað er að herinn fari „í áföngum" á kjörtímabilinu. ,,Varnar"-samn- ingnum er ekki hægt að segja upp fyrr en sex mánuðum eftir að málaleitun um endurskoðun hefur verið borin fram, og fellur hann þá úr gildi tólf mánuðum síðar. Samtals verður því „varn- ar"-samningurinn í fullu gildi átján mánuði enn, þó að endur- skoðunar yrði krafizt nú þegar, en það hefur enn ekki verið gert. Ekki einn einasti hermaður þarf því að fara fyrr en í lok kjörtíma bilsins þó að þingið samþykkti uppsögn samningsins. En eru nokkrar líkur til að þingið-. samþykki uppsögn samn- ingsins þó að það ólíklega skeði að stjórnin legði það til? Einar Agústsson kvaðst að- spurður í útvarpsviðtali ekki hafa „hugmynd um það"! í sann- leika sagt furðuleg yfirlýsing. Stjórnin telzt hafa þingmeiri- hluta á þeim samningsgrund- velli sem flokkar hennar hafa gert sín í milli, en ráðherra þessi veit ekki eða hirðir ekki að vita um afstöðu þingliðs stjórnarinn- ar til jafn þýðingarmikils máls sem uppsagnar herstöðvasamn- ingsins, sem stjórnarsamningur- inn gefur þó heimild til (en skuldbindur ekki, samkvæmt skilningi Einars Ágústssonar). Niðurstaða þessa máls er að stjórnin í heild og flokkar henn- ar eru á flugflótta frá stóryrð- um sínum um að láta herinn fara úr landi. Einar Ágústsson utanríkisráðv herra haustið 1971 um stefnu rík- isstjórnarinnar og , Framsóknar- flokksins: „Stefnumark okkar er það,- að við viljum, að hið erlenda varnarlið hverfi úr landi í á- föngum og ósk okkar er sú, að það geti átt sér stað á kjör- tímabilinu. Ákvæði málefna- samnings ríkisstjórnarinnar eru samhljóða stefnu Fram- sóknarflokksins, sem áréttuð hafa verið á mörgum flokks- þingum. Því verður að ætla, að mikill meirihluti okkar fólks geri sér vonir um, að varnar- liðið geti farið nema eitthvað sérstakt komi til". Tíminn 18. maí 1973. JUÞýðubandalagið er ISfatoffofcfcur Fjöldi alþýðufólks (verka- manna og millistéttarmanna) hefur fram að þessu trúað því að aðild Islands að Atlantshafs- bandalaginu hafi þann tilgang að verja landið fyrir hverskonar á- rásum. I þéssari einföldu trú spyrja menn nú hversvegna At- lantshafsbandalagið og her þess hér verndi ekki nýútfærða fisk- veiðilögsögu gegn brczku her- valdi. Auðvitað er þessi trú á engu byggð nema blekkingum borg- arastéttarinnar og máltóla henn- ar, sem vegna stéttarhagsmuna sinna villvera í hernaðarbanda- lagi heimsvaldasinna og hafa her í landi. I En landhelgismálið og afstaða Nató-stórveldanna til þess hefur orðið hnekkir fyrir Nató-trúna og afhjúpað blekkinguna um eðli Atlantshafsbandalagsins í svo ríkum mæli að krafan um að ísland segi sig úr Atlants- hafsbandalaginu er komin á dag- skrá eftir margra ára þögn. Krafan um úrsögn úr Nató er algerlega sjálfvakin hreyfing. Enginn flokkur eða samtök höfðu nokkra forustu fyrir henni, sízt svonefnd Samtök herstöðva- andstæðinga sem stofnuð voru á síðastliðnu ári. I stefnuskrá, sem samþykkt var á ráðstefnu samtakanna í vetur segir að markmið þéirra I sé að afnema hérstöðvar á ís- landi. Viðbótartillögu'þess efhis að framtíðarmarkmið samtak- anna væri hlutlaust Island og úr- sögn þess úr Atlantshafsbanda- laginu var felld með 40 atkv. gegn 20! Það þýðir að samtók þessi hafa enga aðra grundvallarstefnu í málinu en borgaraflokkarnir. Þeir sem börðust fyrir Nató- málstaðnum á ráðstefnunni voru erindrekar stjórnarflokkanna, Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins. Það mátti ekki ganga lengra en stjórnarsamn- ingurinn gerir! Samtök herstöðvaandstæðinga ásamt Vietnamnefndinni og Æskulýðssambandi íslands stóðu fyrir kröfugöngu 1 tilefni af fundi Framhald á 4. síðu. Magnús Kjartansson á ráðstefnu herstöðvaandstæðinga 2. des. 1972: „í sambandi. við umræður um þann grundvöll að baráttunni fyrir brottför hérsins frá Is- landi, sem lagður er í málefna- sáttmála ríkisstjórnar. kvaddi Magnús Kjartansson ráðherra s'ér hljóðs. Lagði hahn áherzlu á það, að stjórnarflokkarnir séu siðferðilega skuldbundnir til að standa við ákvæðið um brottför hersins. Ella væri stjórnarsáttmálinn rofinn og ríkisstjórnin stæði ekki leng- ur." Þjóðviljinn 5. des. 1972.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.