Ný dagsbrún - 01.06.1973, Blaðsíða 2

Ný dagsbrún - 01.06.1973, Blaðsíða 2
2 NY DAGSBRÚN JUNÍ 1973 NÝ DAGSBRÚN Vtgefandi: Sósíalistafélag Reykjavíkur Ábyrgðarmaður: Runólfur Björnsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Tryggvagötu 10 - Reykjavík Sími 17510 • Pósthólf 314 Verð blaðsins er kr. 20.00 eintakið Setning: Prentiðjan Skipholti 9 Prentxm: Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Sóknin er bezta vörnin Varla er hægt að hugsa sér skýrari mynd af núverandi á- standi verkalýðssamtakanna heldur en minningarhátíð þá, sem haklin var 1. maí síðastliðinn. Væri þó réttara að segja ástandi verkalýðsforustunnar, því að þetta mál kom ekki til kasta fé- laganna almennt, fremur en svo mörg önnur mál, sem þau varða. Forustuklíkurnar einar réðu því til lykta á síðustu Stundu. * Með stjórn sinni hefur núverandi forustulið gert verkalýðs- samtökin að ósjálfstæðum halaklepp ríkisvaldsins og þar með ráðandi stéttar. Atvinnurekendur segja nú eins og alltaf áður, að þeir geti ekki borgað hærra kaup, atvinnureksturinn þoli það ekki. Ríkisstjórnin er auðvitað á sama máli, enda er hún ekki annað en framkvæmdastjórn burgeisanna og þjónar stétt- arhagsmunum þeirra. Margir helztu valdamenn verkalýðs- samtakanna eru meðal áhrifamanna stjórnarflokkanna, sumir þingmenn og ráðherrar. Þess vegna mega kröfur verkalýðsins ekki heyrast 1. maí og þess í stað er lialdin minningarliátíð. Þannig er verkalýðssamtökunum stjórnað eftir pólitískri henti- semi borgaralegra flokka. * í 1. maí ávarpi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna var engin stefna mörkuð fyrir verkalýðsbaráttuna, hvorki í nútíð né framtíð. Þó að leitað sé með lqgandi ljósi er þar ekki að finna nerna eina beina og afdráttarlausa krofu um hagsmuni verka- fólks. Það er krafan um kauptryggingu í fiskiðnaði. Allt hitt er loðið og óákveðið, líkast óábyrgtr hjali'borgaralegra'þjóð-'' málaskúma, þegar þeir þurfa að villa á sér heimildir gagnvart vinnandi fólki, svo sem „réttlátari skattalöggjöf“,„minni launa- mismunur“, aukið öryggi og heilnæmi á vinnustöðum“, „verð- bólgan er óvinur launafólks“ (mikilsverð upplýsing!), „gegn hernaðarstefnu“ (Ekki gegn Nató eða hernaðarstefnu íslenzka ríkisins!), „enga skerðingu á kaupmætti láglaunafólks“ (þó það!), „50 mílurnar eru okkar réttur“, o. s. frv. Ekki tekur betra við þegar kemur að ,,framtíðarkröfunum“. Þær eru ekki annað en orðagjálfur eins og „maðurinn í önd- vegi“, „hagvöxturinn víki fyrir hamingjunni“, „jöfnuður, mannúð, manngildi“ o. s. frv. Slík glamuryrði geta aðeins haft þann tilgang einan að breiða yfir stéttamótsetningarnar í þjóð- félaginu og ala á þeirri liugsun hjá verkafólki að það þurfi ekki lengur að berjast fyrir kjörum sínum og hagsmunum. Bak við það er hugur og tunga manna, sem eru ekki fulltrúar verka- manna, heldur erindrekar atvinnurekenda og ríkisvalds. * Næsta haust eru lausir tveggja ára samningar verkalýðsfé- laganna. Flestum sem hlut eiga að máli mun nú ljóst að hin gullnu loforð um stóraukinn kaupmátt launa hafa reynzt blekkingar einar. Dagvinnutekjur eru enn jafn fjarri því og áður að nægja verkamanninum til lífsframfæris. Og mörg önn- ur hagsmunamál verkalýðsins bíða úrlausnar. Hitt er ekki síð- ur ljóst, að frá því foringjaliði sem nú stjómar lieildarsam- tökum verkalýðsins er engrar forustu að vænta í kjarabarátt- unni. Foringjaliðið hefur þegar takmarkað kaupkröfurnar við það að kaupmáttur láglauna sé ekki skertur. Það er að segja, óbreytt ástand. En það þýðir í reynd sífellda kjararýrnun. Sóknin er œtí8 bezta vörnin. Sá eini kostur er nú fyrir liendi að verkamenn taki eigin málefni í sínar hendur í trássi við stjórnir félaganna, ef ann- ars er ekki kostur. Það geta þeir gert með því að ræða málin á vinnustöðum, í hópum hvar sem við verður komið, móta kröfur og bera þær fram á félagsfundum. Verkamenn! Látið ekki afturhaldssama og svikula stéttasam- vinnupostula halda ykkur niðri! Þokið ykkur saman og hefjið gókn! R. B. Baksvið Palestínumálsins Palestínumálið svonefnda á rætur að rekja allar götur til fyrri heimsstyrjaldar. Utanríkis- ráðherra Breta, Balfour gaf út yfirlýsingu fyrir hönd stjómar- innar, að hún væri því hlynnt að Gyðingar eignuðust þjóðarheim- ili í Palestínu og myndi vinna að því með öllum ráðum. Að baki þessarar yfirlýsingar voru samningar milli brezku stjórnarinnar og helztu manna Zíonista í Bretlandi og Frakk- landi. Tilgangurinn mun hafa verið sá að gera fjármálaveldi Zíonista hlynnt bandamönnum. Samskonar samninga reyndi þýzka stjórnin að gera við gyð- inglega fjármálajöfra í Þýzka- landi og Austurríki. Bretastjóm hafði áður gefið Arabaþjóðum, sem lutu Tyrkjum, hátíðlegt lof- orð um sjálfstæði að stríði loknu, og fengið þær til að berjast með sér gegn Tyrkjum („Uppreisnin í eyðimörkinni"). Pað loforð sviku þeir. Með Versalafriðnum varð Stofnun Israelsríkis var því valdarán sem aldrei hefur verið viðurkennt af Palestínumönnum né Aröbum yfirleitt. Palestínu- menn eiga því yfirráðarétt sinn óskertan, þeir hafa hvorki afhent né glatað rétti til eigin lands. Gyðinglegir innflytjendur, sem þangað komu í skjóli stórveld- anna án vilja íbúa Palestínu og viðurkenning nokkurra ríkja á ísrael getur ekki breytt því. Sé litið á málið frá jarðeigna- sjónarmiði, kemur óréttlætið enn skarpara í ljós. 1 opinbemm hagskýrslum sem lagðar vom fram hjá S. þ. 1947, kemur í Ijós, að aðeins 5,66% alls þess lands, sem Palestíria telst ná yfir var í eign Gyðinga. Pað er mikilvægt að staldra við þessa tölu, því að í áróðri Zíon- ista er þeirri lygi dreift út, að Palestínuarabar hafi selt Gyð- ingum jarðeignir sínar. Stað- reyndirnar afsanna lretta. Benda má á að einn þriðja af þessum jarðeignum höfðu Gyðingar eign- ast undir veldi Tyrkja og annan þriðjung hafa þeir hrifsað til sín með eignaupptöku í skjóli Breta. Peir hafa því aðeins keypt 2% af palestínsku landi á heilum aldarfjórðungi. Prátt fyrir þetta og þrátt fyr- ir að Arabar vora í miklum meirihluta í Palestínu, mælti alls herjarþing Sþ. 1947 með því að landinu yrði skipt milli Araba og Gyðinga og mynduðu hvor sitt ríki. Samkvæmt skiptingarúr- skurðinum skyldu Gyðingar hljóta 5.700 enskar fermílur, en Arabar 4.300 fermílur. Þetta þýddi að Gyðingar fengu yfirráð yfir tíu sinnum meira landi en jarðeignum þeirra nam. Og það sem meira er, Gyðingar, sem voru einn þriðji af íbúum lands- ins, flestir fluttir inn í skjóli umboðsstjórnar Breta, sem höfðu landið sem „verndarsvæði" frá lokum fyrri heimsstyrjaldar, fengu yfirráð á 57% alls lands- ins til þess að stofna þar Gyð- ingaríki. Petta augljósa ranglæti, sem heimssamtök Zíonista og Trumann forseti frömdu, verður ekki réttlætt þó að Sameinuðu þjóðirnar hafi lagt yfir það bless- un sína. Stofnun ísraels var ekk- ert annað en valdarán. En Israel Iét sér ekki nægja þessi skipting, jafn greipilega ranglát sem hún þó var gagnvart Aröbum. 1 trássi við úrskurð Sþ. lagði Israel undir sig 1.400 ensk- ar fermílur til viðbótar af land- svæðum Araba og náðu þannig undir sig meir en 71% af Palest- ínu. Og loks í júní 1967 lagði Israel undir sig alla Palestínu og sneiðar af nágrannalöndunum. Pað segir sig sjálft að slíkt landrán og þær aðferðir sem Israel hefur síðan beitt til þess að ná undir sig jarðnæði Araba og fá það í hendur Gyðingasam- félögum, skapar engan réttar- grandvöll. Pað er lýðum Ijóst að Palestína tilheyrir Palestínu- mönnum, sem eru Arabar, bæði de jura og de facto. Höfundar skiptingar Palestínu blekktu sjálfa sig með þeirri í- myndun að tíminn myndi breiða blæju gleymskunnar yfir rang- lætið. Sumir vinir Israels trúa því enn í dag. En era þrjár styrj- aldri — og sú síðasta hafði stofn- að heimsfriðnum í hættu — ekki nóg ábending til þess að engin lausn Palestínumálsins getur tryggt frið í þessum heimshluta, nema hún byggist á rétti og rétt- læti? Kort, sem sýnir landrán ísraels- ríkis í skjóli vestrænna stórvelda Palestína „verndarsvæði" Breta og hófust þá þegar í skjóli þeirra innflutningar Gyðinga til lands- ins. Eftirfarandi grein sem fjall- ar um málið frá þjóðréttarsjón- armiði, er lauslega þýdd eða endursögð eftir Arabisk Informa- tionsbulietin. Island og stórveldin Enginn getur neitað þeirri staðreynd að Palestína hefur, verið arabiskt land öldum sam-1 ! an. Hinn litli Gyðingaminnihluti, j hérumbil 1 /12 við lok fyrri heims styrjaldar, lifði í friði við Araba þangað til Zíonistar tóku að hyggja á landakröfur í Palestínu. Á hverju byggðust þær kröfur? Zíonistar byggja kröfur sínar á „sögulegum rétti Gyðinga til Palestínu". Pað er ljóst að slík krafa er hrein fjarstæða frá þjóð réttarsjónarmiði. Peir geta enga kröfu gert til landssvæðis, sem þeir hafa ekki átt í tvö þúsund ár. Ef slíkt væri viðurkennt sem meginregla, væri úti um sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða. Balfour-yfirlýsingin, sem Zíon- istar hafa notað sem heimild til þess að stofna svonefnt þjóðar- heimili sitt í Palestínu, hefur aldrei haft nokkurt lagagildi. Hún var út gefin af stjórn Breta, sem aldrei höfðu nokkurn yfir ráðarétt í landinu. Viðurkenning Balfour-yfirlýsingarinnar á yfir- ráðarétti Gyðinga var ólcgmæt, því enginn gefur annað en það sem hann á. Sama gildir um úrskurð þeirra um skiptingu landsins, sem gerð- ur var á allsherjarþingi samein- uðu þjóðanna 29. nóv. 1947. Sam- einuðu þjóðirnar höfðu engan yf- irráðarétt í Palestínu og gátu því ekki afhent nokkurn hluta þess né stofnað þar Gyðingaríki. — Mönnum hefur á síðustu vik- um orðið ljósara en áður hversu fáránleg blekking það er, að smá- þjóð geti tryggt öryggi sitt í skjóli stórvelda. Aðild Islands að Nató var studd rökum, sem nú hafa afhjúpast sem falsrök og má segja að aðeins eitt standi, það að við tryggjum stöðu okk- ar í „vestrænni samvinnu" með þátttöku í Nató. Sú röksemd sýnir þó um leið eðli bandalags- ins og annarra slíkra og sannar ef grannt er að gáð, að vera okk- ar í Nató er ekki einu sinni vörn gegn ofríki vesturveldanna. Enda hafa ekki önnur ríki sýnt okkur yfirgang. Á aðalfundi Sósíalistafélags Reykjavíkur, sem nýlega var haldinn, var í fundarlok gerð svohljóðandi samþykkt: „Aðalfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur, haldinn 23. maí 1973, vekur athygli á þeirri staðreynd, að eingöngu aðildar- ríki Nató hafa sýnt Islending- um ásælni á liðnum áratugum. Minnir fundurinn í því sam- bandi á kröfu Bandaríkjanna um herstöðvar á Islandi til 99 ára og þrásetu þeirra í landinu eftir að stríði lauk, og enn- fremur á framkomu Breta og annarra Nató-ríkja í landhelg- ismálinu fyrr og nú. Skorar fundurinn á alla Is- lendinga að fylgja fast eftir kröfunni um úrsögn íslands úr Nató og brottför alls hers af islandi". Pað er full ástæða til að árétta þessa samþykkt í tilefni af ný- afstöðnum fundi Nixons og Pompidous í Reykjavík. Tilgang- ur fundarins var að styrkja stöðu Nató og Efnahagsbanda- lags Evrópu í því skyni að herða tök iðnaðarvelda á Vesturlönd- um, sem sjá iðnaði þeirra fyrir hráefnum. ísland er fámennt land og vanþróað, þrátt fyrir mikla upp- byggingu á síðustu áratugum. is- lenzka þjóðin á tilvera sína og sjálfstæði undir því að jöfnuður ríki meðal þjóða og að vopnum sé ekki beitt. Pað á því enga sam- stöðu með hernaðarbandalögum og efnahagsbandalögum stórveld anna. íslendingar hljóta að krefjast skilyrðislausrar viðurkenningar á tilverarétti sínum og annarra smáþjóða og mótmæla ofríki stórveldabandalaga og einstakra ríkja á öllum sviðum. Petta kom skýrt fram í mótmælaaðgerðun- um gegn fundi Nixons og Pompi- dous í Reykjavík 31. maí sl. Þær aðgerðir fóra fram með festu og stillingu og vora þátttakendum og þeim sem undirbúning önn- uðust til sóma. Þeirri baráttu, sem við hljót- um að heyja á næstunni gegn yf- irráðum annarra ríkja má ekki linna fyrr en sigur vinnst. Við getum ekki treyst á aðra en sjálfa okkur í þeirri baráttu og verðum að veita stjórnarvöldum það aðhald að þau leyfi sér ekki neinn undanslátt. eins og til dæmis hrossakaup um varðskip frá Bandaríkjamönnum í staðinn fyrir hernaðaraðstöðu á íslandi. Pað er ástæða til að vera á verði. H. J.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.