Ný dagsbrún - 01.06.1973, Blaðsíða 4

Ný dagsbrún - 01.06.1973, Blaðsíða 4
Hvers vegna erísland í Nató og hvað ber að gera? íslenzka borgarastéttin hefur ávallt réttlætt aðild Islands að NATO með því að án hennar væri landið varnarlaust ogmyndi verða átroðningi annarra ríkja að bráð. Þessu til stuðnings hafa borgararnir jafnan bent á að Is- land eigi samstöðu með hinum vestræna heimi, þar sé að finna „vinaþjóðir" okkar sem ótrauð- ar muni láta okkur í té þá „vernd", sem við þörfnumst og því sé eðlilegt að við séum í hernaðarbandalagi með þeim. Grátbroslegri fjarstæðu er ekki hægt að hugsa sér, eins og at- burðir síðustu daga sanna. Bret- ar, bandamenn íslendinga í Nató hafa ráðist með hervaldi inn í ís- lenzka landhelgi, vopnuð árás þeirra sýnir hvers virði okkur er veran í Nató, árásin sem banda- lagið átti að „verja"!! okkur fyr- ir kemur frá einum af banda- mönnum okkar innan Nató og er raunar ekki sú fyrsta úr þeirri átt. Þetta þarf þó engan að undra, innrás Breta í íslenzka landhelgi er ekki annað en afleiðing af hagsmunaárekstrum brezku og íslenzku borgarastéttanna. Nokk- ur hluti brezku borgaranna þarfnast íslandsmiða, því þar stunda þeir arðrán sitt gegnum fiskveiðar. íslenzku borgararnir þarfnast einnig þessara sömu miða af sömu ástæðum og vilja helzt sitja einir að íslenzka land- grunninu í þeim tilgangi, en eru þó reiðubúnir til að semja við Breta um afnotaréttinn af Is- landsmiðum og tryggja þannig viðskiptahagsmuni sína út á við, og væru raunar löngu búnir að því ef þeir þyrðu það vegna al- menningsálitsins í landinu. En þeir vilja ekki fara úr Nató vegna þess að á Nató treysta þeir sem skjól sitt og skjöld og hafa Iíka gilda ástæðu til þess. Veran í Nató getur þó ekki forðað íslenzku borgurunum frá því að Ienda í hagsmunaárekstr- um við borgara annarra landa. Þetta er íslenzku borgurunum vel Ijóst, enda væru þeir meir en meðal bjánar ef þeir héldu að aðildin að Nató gæti forðað þeim frá afleiðingunum af slíkum hagsmunaárekstrum. Þó vilja þeir vera áfram í Nató. Hvers vegna skyldi það vera? Sem kunnugt er varð Nató til til verndar ríkjandi skipulagi á vesturlöndum hvort sem því yrði ógnað utan eða innan frá. Frá fyrstu tíð hefur það því verið hlutverk Nató að vernda hags- muni ríkjandi stéttar á vestur- löndum, — borgarastéttarinnar, sem á þeim tíma sem Nató varð til setti allt sitt traust á hernað- arlegan og efnahagslegan styrk stærzta og voldugasta auðvalds- ríki veraldar, Bandaríki N-Amer- íku, en það ríki sá sér marghátt- aða hagsmuni fólgna í slíkri hern aðarsamsteypu. Með henni var t. d. hernaðarstyrkur kapítalism- ans í V.-Evrópu aukinn margfald- lega, að slíku hlaut Bandaríkjun- um að vera mikill styrkur ef þau hyggðu til árásar frá V.-Evrópu auslur á bóginn, auk þess sem það veitti þeim aðstöðu til þess að staðsetja heri sína til slíkrar árásar á hentugum stöðum í V.- Evrópu. Tilkoma herstöðvarinn- ar á Miðnesheiði byggðist öðrum þræði á þessari staðreynd. En það voru ekki öll aðildar- ríki Nató, sem gengu með heims- valdadrauma í meltingarfærum sínum, smæð þeirra og vanmátt- ur bannaði þeim að ala með sér slíkar hvatir. Þó setti ríkjandi stétt slíkra landa (borgarastétt- in) frá upphafi allt sitt traust á Nató og mændi þangað, og mæn- ir enn í dag, hundsbljúgum von- araugum, því þaðan vænta borg- arar smáríkjanna innan Nató sér þess styrks sem þeir van- treysta herjum sínum til að láta í té ef í harðbakka slær með þeim og arðrændri alþýðu þess- ara landa. Eitt slíkra ríkja innan Nató- samsteypunnar er ísland. Is- lenzku borgararnir skilja vel að það sem þeir þarfnast til trygg- ingar völdum sínum er her, því þeim er vel sú staðreynd ljós, að allt vald byggist á vopnum. En smæð íslenzku þjóðarinnar hefur hingað til bannað borgurunum að koma sér upp eigin her, sem hafi yfir að ráða nægum styrk til að tryggja völd þeirra örugg- lega. Þess vegna sóttu þeir um aðild að Nató, því þaðan gátu þeir fengið þann her og það vopnavald sem þeir þörfnuðust til þess að tryggja völd sín ef í harðbakka slægist við alþýðu landsins, en ekki vegna þess að þeir óttuðust utanaðkomandi á- rás, þótt þeir létu slíkt í veðri vaka og héldu mjög á lofti á dög- um kalda stríðsins, en það gerðu þeir aðeins til þess að blekkja þjóðina og breiða yfir hinn eig- inlega tilgang sinn með aðildinni að Nató. Þessa aðild sóttu þeir um í beinni andstöðu við vilja íslenzkrar alþýðu, sem þeim, vegna þess að alþýðuna skorti bæði skipulag og örugga pólit- íska forustu, tókst að halda í skefjum með lögregluhundum sínum og hvítliðaskríl á meðan senditík þeirra og einn allra mesti skíthæll sem komið hefur fram á sviði Islandssögunnar, skreið inn í bíl er flutti hann út á flugvöll og flaug þaðan vestur í náðarfaðm ameríska auðvalds- ins til þess að staðfesta þar að- ild íslands að Nató með s'ínu eig- in nafni, sem síðan er hinn mesti smánarblettur á landi voru og þjóð og enginn heiðvirður Is- lendingur getur borið sér á vör án blygðunar. Það er því augljóst mál að á meðan borgarastéttin hefur völd- in losnum við aldrei við aðildina að Nató og þar með auðvitað ekki heldur við svívirðu erlendr- ar hersetu í landi voru. Krafan i um úrsögn úr,Nató og brottför i erlends hers af landinu er í sjálfu sér virðingarverð af hverj- um sem hún er borin fram og henni ber auðvitað að halda á Iofti, en þó verður það að segjast eins og það er, að það er sorg- NATÓFLOKKUR Framhald af 1. síðu. Nixons og Pompidou, til þess að mótmæla heimsvaldastefnu, her- setu og Natóaðild. Á undirbún- ingsfundum fyrir gönguna börð- ust sömu menn eins og bezt þeir gátu gegn því að úrsögn íslands úr Atlantshafsbandalagínu yrði ein af kröfum göngunnar. Svo mikið kappsmál var þeim að fella kröfuna niður, að þegar þeir fengu því ekki ráðið, lögðu þeir til að í stað orðanna „úrsögn úr Nató" kæmi „Nató burt", sem gat ekki átt við annað en her- stöðina eina. Þeir menn og flokkar, sem vilja ekki hafa úrsögn úr Atlants- hafsbandalaginu að framtíðar- markmiði og vilja ekki vinna því fylgi almennings eru Nató-sinnar þó að þeir vilji ekki kannast við það og haltri á eftir sjálfvöktum hreyfingum almennings til þess að leyna því að þeir eru tagl- hnýtingar burgeisanna í raun. leg staðreynd að sú krafa mun aldrei skila neinum árangri með- an borgarastéttin situr að völd- um, vegna þess að það er fráleitt að láta sér detta í hug að hún (þ. e. borgarastéttin) svipti sjálfa sig megin stoðinni sem völd hennar byggjast á (herstyrknum) þeim styrk sem gerir henni fært að halda alþýðu þessa lands í arðráns- og vinnuþrælkunar- fjötrum sínum, ef í harðbakka slær og borgararnir telja gróða- sjónarmiðum sínum stefnt í voða. Það er því knýjandi nauð- syn fyrir ísl. alþýðu að skilja hvernig hún fær varpað slíku oki af sér, skilja að hún varpar því ekki af sér í samvinnu við borg- arana, ekki heldur með bæna- skjölum né kröfum á hendur borgarastéttinni. Að ætla slíkt til árangurs er hin mesta fásinna og stríðir gegn einföldustu hug- myndum um heilbrigða skyn- semi, því það er fráleitt að ætl- ast til þess að nokkur maður snúist gegn sínum eigin hags- munum, en að krefja ísl. borgar- ana um að segja af höndum sér erlendan herstyrk og kljúfa sig frá hernaðarsamsteypum kapítal ismans, er sama og biðja þá um' að hætta öllum varúðarráðstöf- unum til tryggingar völdum sín- um og þar með aðstöðu sinni til arðráns, eða með öðrum orðum, biðja þá um að hætta að gera neitt sem tryggt geti þeim gróða þeirra. Hvernig getur þá íslenzk al- þýða losnað við Nató-aðildina og þar með erlenda hersetu í landi sínu? íslenzk alþýða getur það aldrei nema hún sameinist í byltingar- sinnuðum verkalýðsflokk, Komm únstaflokk. Slíkur flokkur er einn fær um að veita alþýðunni þá pólitísku forustu sem hún þarfnast til þess að hún fái skipulagt sig til raunverulegrar baráttu við borgarastétt síns eig- in lands, steypt henni af stóli og þar með hrint oki borgaranna af herðum sér, gengið síðan stolt og frjáls frá hernaðarsamsteyp- um heimsvaldasinna og rekið hermannaskríl þeirra án minnstu miskunnar af heilagri grund síns ástkæra föðurlands. Dæmi sanna að þetta er vel fært, en aðeins með því móti að alþýðan skipu- leggi sig undir merki kommún- ismans og öðlist þannig þá for- ustu, það þrek og það hugrekki sem til þess þarf. Þjónkun við ofbeldi mótmælt Vegna þeirra frétta, sem hvað eftir annað hafa komið fram í fjölmiðlum að undanförnu, þess efnis að fyrir dyrum standi við- ræður milli íslenzkra stjórnar- valda og erlendra sendimanna um hugsanleg réttindi erlendra fiskiskipa til veiða innan 50 mílna fiskveiðilandhelginnar, vill Sósíalistafélag Reykjavíkur Iýsa yfir eindreginni andstöðu sinni við hugsanlegan afslátt frá út- færslu fiskveiðilandhelginnar í 50 mílur og andstöðu sinni við allt samningamakk um skerðingu á fiskveiðilandhelginni. Samkvæmt áðurnefndum frétt- | um eru það fyrst og fremst tvær I þjóðir, Bretar og Vestur-Þjóð- verjar, sem til greina koma að samið verði við. Þær tvær þjóðir, S. J. NY DAGSBRUN JÚNÍ 1973 Auglýsing frá lánasjóði íslenzkra námsmanna um fimm ára styrki Hér með eru auglýstir til umsóknar 10 styrkir, sem veittir eru þeim, sem í vor Ijúka stúdentsprófi eða prófi frá raun- greinadeild Tækniskóia íslands og hyggjast hefja nám í háskóla eða tækniskóla á komandi hausti. Sá, sem hlýtur slíkan styrk heldur honum í allt að 5 ár, enda Ieggi hann árlega fram greinargerð um námsárangur, sem lánasjóðurinn tekur gilda. Þeir einir koma til greina, sem hlutu ágætiseinkunn eða háa fyrstu einkunn. Styrkir verða veittir til náms bæði í raunvísindum og hug- vísindum. Umsóknir, ásamt afriti af prófskírteini, eiga að hafa borizt skrifstofu Iánasjóðs ísl. námsmanna, Hverfisgötu 21, fyrir 22. júní n. k. Skrifstofan afhendir umsóknareyðublöð og veitir allar nánari upplýsingar. Reykjavík, 4. júní 1973. Lánasjóður íslenzkra námsmanna. Samkvæmi skýrslum um sjúklínga, sem látizi hafa af völdum kransæöastiflu á Landsspitala islands síðustu árin, dóu stórreykingamenn í þeim hópi 12 árum yngri en hinir, sem ekki hötðu reykt. Þetta er skýrt íslenzkt dæmi um tengsl sígarettureykinga og kransæðasjúkdóma. Láttu sorglega reynslu annarra verða þér viti til varnaðar. sem einar hafa beitt okkur of- beldi og stundað veiðiþjófnað innan 50 mílna markanna. Utan- ríkisráðherra er sagður hafa lýst því yfir á blaðamannafundi, að Vestur-Þjóðverjum hafi verið sent tilboð um veiðiheimild þeim til handa allt inn að 30 mílna mörkum og Bretum hafi áður verið boðnir enn hagstæðari skil- málar, — veiðiheimild inn að 25 mílna mörkum!! Sósíalistafélag Reykjavíkur lýsir algerri andstöðu sinni við þessi vinnubrögð og telur óhugs- andi, að um þau geti verið þjóð- areining. Félagið telur að sízt af öllu beri að veita Bretum og Vestur-Þjóðverjum undanþágur til veiða innan fiskveiðilandhelg- innar. Þá eigi ekki að verðlauna fyrir hótanir þeirra, ofbeldi og veiðiþjófnað. Félagið telur enn- fremur, að eftir herskipainnrás Breta í fiskveiðilandhelgi Islands séu íslendingar óbundnir af öll- um þeim tilboðum, sem íslenzk stjórnarvöld hafa gert Bretum í landhelgisdeilunni. Þar á meðal hinu hneykslanlega tilboði um að heimila Bretum að veiða 117 þús. lestir á ári á íslandsmiðum. Félagið vill beina þeirri áskor- un til einstaklinga og félagssam- taka í landinu, að fylgja því fast eftir, að útfærsla fiskveiðiland- lielginnar verði í reynd miðuð við 50 rnílur og útfærslan ekki á neinn hátt gerð að verzlunar- vöru. STJÓRN SÓSÍALISTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.