Ný dagsbrún - 01.07.1973, Blaðsíða 1

Ný dagsbrún - 01.07.1973, Blaðsíða 1
NÝ DAGSBRÚN MALGAGN ISLENZKRA SÓSÍALISTA EFNi: Verðbólgan og kaupgjaldlð. Verkamenn í Suður-Afríku. Varið ykkur á sólinni. Stéttabarátta í formi trúar- styrjaldar. Marx-leninisminn. Launamismunur.' Á líðandi stund. 6. tölublað. JtiLI 1973 5. árgangur Gegndarlaus yfirvinna af iGiðing af lágu kaupi Þrátt fyrir það að svo eigi að heita að í gildi sé lögum samkvæmt 40 stunda vinnuvika hérlendis, er slíkt óþekkt fyrirbrigði í framkvæmd meðal íslenzkra verkamanna í dag. Leitun mun vera á þeim vinnu- stað meðal verkamanna-, ef nokkur finnst, sem ólík- legt er, þar sem vinnuvikan er undir 50 stundum. Sem dæmi má nefna verkamenn hjá Eimskipafélagi Islands, sem hafa frá síðastliðnum áramótum nær aldrei skilað undir 60 vinnustundum á viku og þá oftar nær 70 stundum, þar sem frá áramótum til mán- aðamóta maí-júní heyrði það til viðburðar ef ekki var unnið á laugardögum og nær ávallt eitt kvöld í viku til kl. 10 og þó alloft tvö. Hafnarverkamenn í stríði við Eim- skipafélagið og Dagsbrúnarstjórn Sem vonlegt var þreyttust menn á þessari gegndarlausu yf- irvinnu, enda til lítils að telja styttingu vinnuvikunnar áfanga á leið til þolanlegra lífs, ef þetta er framkvæmdin. Því var það að undir lok maímánaðar tóku verkamennirnir hjá Eimskipafé- laginu sig "til og séndú stjórn Dagsbrúnar yfirlýsingu þar sem þeir óskuðu eftir að laugardags- vinna yrði lögð niður á tímabil- inu 1. júní—1. september. Undir þessa yfirlýsingu skrifuðu 80% verkamannanna og verður þetta naumast skilið á annan veg en þann, að með þessu hafi verka- mennirnir verið að fela stjórn Dagsbrúnar að auglýsa bann við vinnu á laugardögum yfir umr rætt tímabil hjá viðkomandi at- vinnurekanda, eða að minnsta kosti að tilkynna fulltrúa Eim- skip það af fullri einurð. En þeir vísu menn sem völdin hafa í Dagsbrún virðast ekki hafa verið undir slíkt búnir (enda óvanir einarðlegri fram- komu gagnvart atvinnurekend- um). Peir brugðu því ekki við hart og títt heldur fóru að öllu með gát, enda sumir hverjir menn spaklátir og eigi gefnir fyrir að rasa um ráð fram, vilja heldur athuga hvert mál vel áður en til skarar er látið skríða. Viðbrögð Dagsbrúnarforust- unnar voru því þau að trúa ekki sínum eigin augum, að minnsta kosti ekki við fyrstu sýn. Gat það verið að 80% af verka- mönnunum hjá Eimskipafélag- inu vildu ekki vinna á laugardög- um yfir sumarmánuðina, formað- ur Dagsbrúnar hafði þó á félags- fundi í fyrra, sagt þeim að það væri ekki lítil kjarabót að geta unnið laugardagana á helgidaga- kaupi (enda geta frí verið vafa- söm, ekki sízt með tilliti til þess að vinnan göfgar manninn). Var ekki vissara að ganga úr skugga um hvort þetta væri virkilega vilji verkamannanna (sumir hefðu ef til vill skrifað undir í fljótfærni og væru nú búnir að sjá sig um hönd og skipta um skoðun). Dagsbrúnarforustan gaf sér því góðan tíma til að athuga málið.. Fyrsti laugardagur í júní rann svo upp að ekki hafði nein ákvörðun verið tekin, var sá laugardagur því unninn eins og hver annar óbreyttur laugardag- .ur, enda lá Eimskipafélaginu á að fá afgreidd skip sín þá fyrir helgina.(það-er nefnilega dýrt að láta skip liggja í höfn yfir. helgi). Enn liðu nokkrir dagar, en þá boðaði varaformaður Dagsbrún- ar komu sína á vinnustað með þeim ummælum að hann óskaði eftir að ræða við trúnaðarmenn- ina um „þetta laugardagsmál". Helzta erindið við trúnaðar- mennina var, að því er bezt verð- ur séð, að ganga úr skugga um hvort það væri virkilega vilji meiri hluta verkamannanna að vilja ekki vinna á laugardögum yfir sumarmánuðina, hvað hann og fékk staðfest og lét sannfær- ast um með þeim ummælum, að þá væri bezt að fara upp á skrif- stofu og ræða málið við fulltrúa Eimskipaf élagsins. Hvernig orð féllu á þeim fundi herma heimildir vorar ekki, en hitt er víst að engin formleg til- kynning eða auglýsing hefur ver- ið birt um bann við laugardags- vinnu umgetið tímabil, þótt vinna hafi reyndar ekki verið framkvæmd á laugardögum síð- an, en heyrst hefur að samkomu- lag hafi náðst um að veita und- anþágu til laugardagsvinnu yfir sumarmánuðina ef Eimskipafé- laginu lægi lítið á að losa skip sín úr höfninni fyrir helgi. Verkalýðsforustan stendur vörð um aukavinnuna Petta dæmi sýnir tvennt, ann- ars vegar ásókn atvinnurekenda í yfirvinnu, sem getur ekki þýtt annað en hagnað frá þeirra sjón- armiði, ella væri ásóknin ekki slík sem raun ber vitni, en það leiðir hugann aftur að því hve lágt dagvinnukaupið er og fer ört lækkandi í reynd að sama skapi sem ásókn atvinnurekenda í yfirvinnu eykst. Á hinn bóginn sýnir þetta afstöðu verkalýðsfor- ustunnar til þessa máls. Sú af- staða kom skýrt fram í yfirlýs- ingu þeirri um kjaramál, sem síðasta þing ASÍ lét frá sér fara, þar sem talað var um að leggja beri áherzlu á að halda „óbreytt- um heildartekjum", en um tím- ann sem það tæki að afla þeirra lætur ASI sér óviðkomandi, ýjar enda ekki einu orði að áður- nefndri yfirlýsingu. Samkvæmt þessu telur Dagsbrúnarforustan sér skylt að ganga tryggilega úr skugga um að verkamennirnir hjá Eimskipafélaginu vilji virki- lega draga úr yfirvinnu yfir sum- armánuðina og þegar það hefur fengizt óvéfengjanlega staðfest sjá foringjar verkamannanna ekki ástæðu til þess að tilkynna viðkomandi atvinnurekanda vilja verkamannanna vafningalaust, heldur taka til að ræða málið við hann. Vinnutíminn við höfnina er-alhVað 70 stundir á viku. :Af. þessu verður ekki dregin nema ein ályktun, sem sé sú, að verkalýðsforustan hafi tekið að sér að tryggja óbreyttar heildar- tekjur með lengdum vinnutíma, þ. e. a. s. áframhaldandi og áuk- inni. yfirvinnu eftir þörfum at- vinnurekendá, - eða meðöðrum orðum, verkalýðsf orustan . hefur tekið að sér að standa vörð um yfirvinnuna og tryggja þannig atvinnurekendum ódýrt vinnuafl er nýta megi til þrautar með löngúm vinnudegi. Kröfur vcrkamanna við næstu samninga Hljóta - að miðast við það,' að ¦ dagvinhutékjúr einar nægi ,þeim til framfæris.. Það er krafan um raunverulegan átta stunda - vinnudag. At vinnur efcen d- ur tyrst, verka- fólkið svo Hafnarvinna. Eins og kunnugt er renna samningar verkalýðsfélaga yið atvinnurekendur : út í • - haust. Ekki er vitað að for- ustan í verkalýðsfélögunum . sé yfirleitt. tekin. til. við und- irbúning samninga eða mót- un kröfugerðar með fólki sínu. Hins vegar munu forustumenn ASl og atvinnurekenda hafa komið til sameiginlegs fundar í Hörnafirði, til þess að ræða und- irbúning að næstu kjarasamning- um. ¦ .. Fundur þessi stóð í fyrstu viku júlímánaðar - og hefur- bláðið -enn ekkert af honum frétt. Máske senda „þeir stóru" út fréttatil- kynningu. . En það er augljóst mál að hér er farið algerlega aftan að hlut- unum. 1 stað þess að óska til- lagna verkalýðsfélaganna í land- inu og kalla síðan saman fulltrúa ráðstefnu sem fjalli um næstu samninga, er í algeru umboðs- leysi farið að ræða við atvinnu- rekendur, væntanlega um það hvað þeir séu fáanlegir til að gera til samkomulags. Þessum vinnubrögðum eiga verkalýðsfélögin, sérgreinasam- bönd og svæðasambönd að svara með því r\ð skipuleggja umræð- Framhald á 4. síðu.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.