Ný dagsbrún - 01.07.1973, Blaðsíða 2

Ný dagsbrún - 01.07.1973, Blaðsíða 2
2 NY DAGSBR0N JttLÍ 1973 NÝ DAGSBRÚN Utgefandi: Sósíalistafélag Reykjavíkur Ábyrgðarmaður: Runólfur Björnsson. Ilitstjóm og afgreiösla: Tryggvagötu 10 - Geykjavik Simi 17510 ■ Pósthólf 314 VcrÖ blaðsins er kr. 20.00 eintakið Setning: Prentiðjan Skipholti 9 Prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. m m m m •* m m # » n Iferðbólgan og lcaupg/afcflð Allar ríkisstjórnir síðustu áratuga hafa auglýst það sem fyrsta og helzta verkefni sitt að vinna gegn verðbólgu og dýrtíð. Allar stjórnarráðstafanir gegn verðbólgunni hafa fyrst og fremst beinst að því að koma í veg fyrir kauphækkanir og sér í lagi gegn verðlagsuppbótum á kaup. ,,Viðreisnar“-stjórnin af- nam þær og núverandi stjórn einnig um skeið. Báð' ar settu verðstöðvunarlög, sem í reynd náðu ekki að nokkru ráði til annars en kaupgjalds og landbúnað- arvöruverðs. Röksemdirnar fyrir þessum ráðstöfun- um voru þær, að frumorsök verðbólgunnar væri „kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags“. Að þetta er falskenning sannar sú staðreynd að verðbólgan óx jafnt og þétt þrátt fyrir „verðstöðvanir“ stjórn- arvalda. Öllum sem fylgjast með þróun þessara mála er einnig ljóst að kauphækkanir hafa aðeins komið í kjölfar verðhækkana en ekki farið fram úr þeim. Og þrátt fyrir hinar slitróttu verðlagsuppbætur hef- ur kaup oft og einatt dregist langt aftur úr verðlag- inu. Orsakir verðbólgunnar eru því hvorki einfaldlega „kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags", né heldur einangrað íslenzkt fyrirbæri. Verðbólgan gengur yf- ir allan auðvaldsheiminn, enda er frumorsakir henn- ar að finna í sjálfum framleiðsluháttum auðvalds- skipulagsins og fylgir því eins og skugginn. Tímabundin og staðbundin verðbólgutímabil þekktust á frumstigi auðvaldsframleiðsluháttanna, en með tilkomu einokunar og hringavalds hefur verðbólguástand orðið varanlegt. Meginorsök verðbólgunnar er hamslaus sókn stór- auðvaldsins eftir hámarksgróða. Einokunaraðstaða þess veitir því möguleika til þess að halda verðinu uppi jafnvel á tímum kreppu og sölutregðu, sem ætíð koma annað veifið. Afleiðingin er meiri gróði, meiri upphleðsla auðmagns og samdráttur þess á færri hendur. Frá gróðasjónarmiði auðvaldsins séð má kaup- gjaldið fyrir engan mun hækka í hlutfalli við verð- lagið, því að það skerðir gróðann. Hér er því komið að því skeri sem auðvaldsframleiðsluhættirnir að lokum stranda á, mótsetningunni milli einkaeignar á framleiðslutækjunum og afurðunum annars vegar og félagslegs eðlis vinnunnar hins vegar. Sú mótsetn- ing verður sífellt dýpri og verður ekki leyst nema með sósíaliskum framleiðsluháttum. Hlutverk auðvaldsríkisins er að halda arðráns- kerfinu gangandi. Það er því eitt frumatriðið í stjórnlist allra borgaralegra ríkisstjórna, að halda kaupi verkamanna niðri. Þess vegna hafa allar ís- lenzkar ríkisstjórnir streitzt við að svipta verkalýð- inn þeirri takmörkuðu tryggingu gegn sífelldri kaup- lækkun sem felst í verðlagsuppbótum. Núverandi stjórn hefur sýnt fullan vilja til þess, þó að henni tækist ekki að afnema vísitölugreiðslurnar í vetur sökum innbyrðis torstreitu stjórnarflokkanna. Nú er stjórnin að láta vinna að endurskoðun vísitölu- kerfisins, þ. e. „hagræðingu“ þess með það fyrir aug- um að verðlagsuppbætur verði sem minnstar. Mun einn helzti hagfræðingur Alþýðubandalagsins vinna að þessu á vegum viðskiptaráðherra. Verkamenn verða því að fylkja liði og berjast gegn sífellri kjaraskerðingu af völdum verðbólgunnar eins og þeir hafa alltaf þurft að gera. Þeir geta að engu leyti treyst á loforð ríkisstjórnarinnar um að vinna gegn verðbólgu og auka kaupmátt launa. Það Innfæddir verkamenn í Suður-Afríku eru réttlausir Tveir þriðju hlutar verka- mannastéttarinnar í Suður-Af- ríku eru innfæddir menn (svert- ingjar). Aðskilnaðarstefna stjórn- arinnar veldur því að þeir hafa enga löglega möguleika til þess að fá kröfum sínum um kaup og kjör framgengt. Verkföll af þeirra hálfu varða við lög. Mikill meirihluti stéttarinnar er þannig utan við verkalýðssamtökin og veldur það vaxandi áhrifaleysi þeirra. Af þeim ástæðum hefur mikill meirihluti félagsbundinna verkamanna, hvítir sem litaðir, farið þess á leit við stjórnina að innfæddum verkamönnum sé leyft að vera í verkalýðsfélögum. Ekkert félagsfrelsi. Lög þau sem nú gilda í Suður- Afríku viðurkenna ekki innfædda menn sem eiginlega verkamenn, þeir eru ekki „ráðnir". Félög þeirra hafa því ekki lagalega viðurkenningu og geta ekki gert gilda samninga fyrir félaga sína. Afríkumenn geta tekið þátt í vinnustaðanefndum og fjallað um minniháttar mál. Slíkar nefndir eru þó ekki algengar. Þær eru alls 135 í yfir 200.000 skrásettum verksmiðjum í Suð- ur-Afríku. Enginn verkfallsréttur. Káup og önnur kjör ákveður verkamálaráðherrann að fengnu áliti svonefnds launamálaráðs, en í því sitja eingöngu hvítir menn, sem ráðherra tilnefnir sjálfur. í nokkrum tilvikum eru samningar einnig látnir gilda fyrir svarta verkamenn, en þeir taka aldrei þátt í samningum og hafa engin áhrif á þá. Til eru félög svartra verka- manna, en forustumenn þeirra hafa enga lagavernd og eru venjulega fangelsaðir óðara en félagið sýnir minnstu viðleitni til aðgerða. Fangelsanir og skothríð. Pó að innfæddum verkamönn- um sé bannað að heyja verkföll, gera þeir það samt og hafa verk- föll þeirra orðið tíðari hin síðari ár. 1 júní 1972 gerðu meir en 300 bílstjórar í Jóhannesarborg verk- fall. Þrátt fyrir fjöldahandtökur tókst þeim að hækka kaup sitt. Fangarnir voru látnir lausir eftir miklar mótmælagöngur. Hafnarverkamenn í Durban lögðu niður vinnu í október í fyrra. 1 febrúar síðastliðnum hófu 30.000 iðnverkamenn verk- fall. Borgarstarfsmenn fóru að dæmi þeirra. Eftir hörð átök, kröfugöngur og fangelsanir voru launin hækkuð um 15 prósent. I í Nambíu háðu 13000 verka- menn verkfall gegn þeirri ill- ræmdu vinnutilhögun sem við- gengst í landinu, að þvæla verka- mönnunum stað úr stað langt frá heimilum þeirra. Lögreglan skaut á verkfallsmenn og margir féllu. Enn fleiri voru dæmdir til langrar fangelsisvistar. Aðeins minniháttar lagfæringar fengust fram með verkfallinu, svo sem Innfæddir menn í Suður-Afríku eru réttindalausir. Þeir hafa ekki leyfi til þess að mynda verka- lýðsfélög og þeir eru dæmdir sem glæpamenn ef þeir gera verkfall. Aðskilnaðurinn (apart- heit) þvingar þá til þess að vinna í námum og verksmiðjum hvítra manna í mikilli fjarlægð frá heimilum sínum. það að samningsrof er ekki leng- ur talið hegningarlagabrot. En í heild er vinnutilhögunin óbreytt með öllu því ófremdarástandi sem leiðir af henni. Tugþúsundir innfæddra verkamanna eru dæmdir til að vera fjarri heim- ilum sínum mánuðum saman og búa í lélegustu skálum á búgörð- um og í verksmiðjum hvítra mánna. (Eftir skýrslum Alþjóða- vinnumálaskrifstofunnar). Varið ykkur á sólinni Margar staðreyndir benda til i þess, að sólblettir geti haft í för með sér meiriháttar skaða á heilsufari manna, ekki síður en hollu áhrifin, sem frá sólinni stafa. Þetta kemur fram í bók, sem Nauka útgáfufyrirtækið sendi frá sér ekki alls fyrir löngu. í bókinni, sem ber nafnið „Sól- in, andrúmsloftið og heilsufar fólks" eru samankomnar rann- sóknir, sem gerðar hafa verið á heilsuspillandi áhrifum sólar á fólk, sem þjáist af sérstökum króniskum sjúkdómum. Fyrsta kerfisbundna rannsókn- in, sem gerð var á þeim mögu- leika, að eitthvert samband væri milli verkunar sólar og dauðs- falla af hjartaæðasjúkdómum, var gerð af Klöru Novikovu í Sverdlofsk. Þar sem hún var yfir heilsugæzlu borgarinnar var hún í einstakri aðstöðu til að gera at- huganir á sambandi sólarinnar og heilsufars milljóna manna. I ' I samvinnu við Nínu Tokarevu frá læknisstofnun Sverdlofsk- borgar, rannsakaði hún öll dauðs föll af völdum hjartaæðasjúk- dóma á 26 ára tímabili. Skýrslurnar sýndu bratta línu- ritstinda við bakgrunn eðlilegrar dauðsfallalínu. í fyrstu virtist engin ástæða fyrir þessuni „farsóttatímabil- um", en á ráðstefnu, sem haldin var í júlí árið 1965, réð stjarn- eðlisfræðingurinn Gnevjshef, til að rannsaka jafnhliða skýrslur um sólbletti. Skýrslur frá árunum 1960— 1968, sýndu að dauðsföllum af völdum hjartaæðasjúkdóma fjölgaði mjög ört í hvert skipti sem segulstormar geisuðu á jörð- inni. Vitað er að þessir stormar stafa af auknu geislaútstreymi frá sólu. Tilraunir með ferskt blóð sýndu að í sumum tilfellum Iminnkaði hæfni til að leysa upp blóðsiga, en í öðrum tilvikum hvarf blóðsigamyndun með öllu. Tilraunirnar voru endurtekn- ar hvað eftir annað ti lað útiloka möguleikann á því að aðrar or- sakir lægju að baki, en það virð- ist algerlega öruggt að sólblett- um sé um að kenna. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið af öðrum aðilum í Lenin- grad, Vilnius og Ashkhabad, leiða til sömu niðurstöðu. Nýlega gerðu vísindamenn við stjarneðlisfræðistofnunina í Kíef hliðstæða rannsókn. Til hennar var gerður sérstkaur lágtíðniraf- all, sem getur líkt eftir segul- stormi. Hundar, kanínur og mýs voru settar innfyrir áhrifasvæði hans og annar rannsóknarhópur hafð- ur utan við. Rannsóknin leiddi í Ijós að samskonar líffræðilegar breyting ar áttu sér stað í dýrunum og mörgu fólki meðan segulstorm- ar geisa. Samt sem áður hefur ekki enn verið hægt að ákvarða hver hin raunverulega orsök líkamsbreyt- inganna er. Vísindamenn segja að ef til vill sé orsakanna að leita í því að breytilegt segulsvið orsaki truflanir á vökvastreymi til frum anna. Eða þá að segulstormar geti stórlega truflað taugaboðin. Þessi atriði verka einkum sterkt á fólk, sem er veikt fyrir, þunglynt eða einfaldlega of þreytt. (Samkvæmt APN). hefur sýnt sig að þau loforð voru fals eitt, eins og vænta mátti. Hvar er nú 20% kaupmáttaraukningin á tveim árum, sem stjórnin lofaði? Jaxnvel forseti Alþýðu- sambandsins hefur viðurkennt að það loforð hafi ekki verið efnt. Enginn leikur með tölur, eins og stjórnarblöðin iðka, færir verkalýðnum kjarabætur, heldur barátta hans sjálfs. R. B.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.