Ný dagsbrún - 01.07.1973, Blaðsíða 4

Ný dagsbrún - 01.07.1973, Blaðsíða 4
Launamismunur innan verkalýðssamtakanna ógnar einingu þeirra Hinir mörgu launataxtar innan verkalýðsfélaganna hafa verið einkennandi fyrir þróun Iaunamálanna undanfarna tvo áratugi. Þar hafa margvísleg til- brigði átt sér stað: Aldursflokkaskipting, margvísleg taxtaskil eftir verkefnum, skipting í taxta eftir kynj- um, skipting milli iðnlærðra og óiðnlærðra, vakta- álag að ógleymdum mismun milli tímakaups og upp- mælingar, sem nú tekinn að skipta verkalýðshreyf- ingunni í tvo hagsmunahópa. NÝ DAGSBRÚN JDLÍ 1973 Á líðandi stund Sá launamismunur sem orðinn er milli fólksins í verkalýðsfélög- unum og innan sömu verkalýðs- félaga er orðinn slíkur að þeir sem áður sneru bökum saman í harðri baráttu eiga nú ekki leng- ur þá samstöðu að geta barizt heilshugar. Pess vegna er einingu verkalýðshreyfingarinnar meiri hætta búin nú en nokkru sinni um langan tíma. Það er ekki um það að ræða að jafna allt kaup, hvernig sem aðstaða er og hvað sem líður hæfni fólks til starfa, en þegar launamismunur fólks sem vinn- ur hlið við hlið, jafnlangan vinnu tíma er farinn að skipta mörg- þúsund krónum á viku, þá er einingunni hætt. Þá er vegið að grundvelli þeirrar jafnréttishug- sjónar, sem hefur verið megin- styrkur verkalýðshreyfingarinn- ar. Þá eykur hið hrikalega ástand í húsnæðismálum verkafólks einnig á misréttið. En auðvitað liggur höfuðmis- réttið í því að meginþorri verka- Stéttabarátta í formi trúarbragðastyrjalda Framhald af 3. síðu. beggja aðila, kaþólskra og mót- mælenda og byltingarsinnaðra þjóðfrelsissamtaka bendir til framtíðarlausnar. Lenin sagði í tilefni af írsku uppreisninni 1916, að sá sem vænti „hreinnar" verkalýðsbylt- ingar á Irlandi yrði fyrir von- brigðum. Enn í dag er stéttar- vitund verkamanna og fátækra bænda falin bak við önnur deilu- mál, trúarleg og þjóðleg. Það sem nú gerist á írlandi er samt sem áður stéttabarátta, sem að- eins verður leyst á stéttagrund- velli við hinar sérstöku írsku, sögulegu og þjóðlegu ðastæður. V erkalýðssamtökin eru klofin Irskir verkamenn hafa sýnt það fyrr og síðar að þeir geta staðið saman á stéttarlegum grundvelli þrátt fyrir ólíkar trú- arjátningar. Þeir hafa barizt hlið við hlið fyrir sjálfstæði frlands síðan 1798. Verkamenn af báðum trúflokkum stóðu saman undir stjórn Larkins í verkfallinu mikla í Belfast 1907. 1 verkfalli 1919, sem háð var fyrir 44 stunda vinnuviku var samstaðan svo sterk, að verka- mannaráðið í Belfast var næst- um alls ráðandi í borginni. Einnig stóðu verkamenn vel saman í atvinnuleysisbaráttunni 1932 og síðar. Það er aðskilnaðarstefna Breta sem hefur klofið verkalýðssam- tökin í fjar.dsamlega hópa. Hin sérstæða þróun kapítalismans í Norður-lrlandi hefur gert þeim það fært. Stóriðnaðurinn í Bel- fast og nágrenni bæði styðst við og styður brezka auðvaldið. Þess- arar aðstöðu hafa Bretar notið fólks býr við launakjör sem eng- anveginn nægja því til lífsfram- færis. Þrautalendingin verður svo sú, að fólk vinnur á meðan það get- ur „fengið" að vinna til þess að standa við sívaxandi greiðslur. Mörg Alþýðusambandsþing hafa samþykkt þær yfirlýsingar að dagvinnukaupið verði að nægja til sómasamlegs lífsframfæris. Fullyrða má að undir núverandi stjórn hafi ekki miðað í þá átt, hvað sem líður öllu talinu um vaxandi kaupmátt launa. Ef verkalýðssamtökin væru vanda sínum vaxin ættu þau að láta rannsaka það gaumgæfilega hversu mikill launamismunur er innan verkalýðshreyfingarinnar, það varðar framtíð hennar. Það er líka nauðsynlegt — ó- háð stjórnmálaflokkum, sem hafa pólitíska hagsmuni af því að gefa upp rangar tölur, — að láta rannsaka raunverulegan kaupmátt launa verkafólks, þar sem tekið er með í reikninginn allt taxtamisréttið, misréttið í til þess að kljúfa verkalýðssam- tökin í tvennt. Það gerðu þeir með því að reka kaþólska verka- menn út úr skipasmíðastöðvun- um út í fátækrahverfin og at- vinnuleysið. Stöðugt atvinnuleysi og lág laun skapa brezkum og brezksinnuðum atvinnurekend- um skilyrði til þess að gera verkamenn sem eru mótmæl- endatrúar og hafa verkkunnáttu að sérréttindahópi í landinu. Þessir verkamenn eru villtir vegar í stéttarafstöðu sinni og auðveld bráð fyrir heimsvalda- sinna og eru hjálparhella þeirra í aðskilnaðar- og klofningsstarf- semi þeirra. Verkamenn, sem eru mótmæl- endatrúar eru á þennan hátt að- skildir frá kaþólskum félögum sínum í stéttarlegum málum og því eðlilegri þjóðernislegri sam- einingarbaráttu íra. Þess vegna hafa írsk verkamannasamtök, sem náðu yfir báða hluta lands- ins án tillits til trúarbragða og atvinnu verið klofin um langt skeið. Báðir armar saka hvor annan um sérdrægni og klofn- ingsstarfsemi en hvorugur kem- ur auga á þá staðreynd, að það er auðvaldið brezk-írska, sem deilir og drottnar. Eina þjóðfélagsaflið, sem er þess um komið að hnekkja kúg- unarvaldi heimsvaldasinna og sambandsmanna (unionista) á Norður-Irlandi, er verkalýðurinn. Aðalverkefni hans er því að efla verkalýðsbaráttuna á hrein- um stéttargrundvelli og leysa mótmælendur meðal verka- manna undan áhrifavaldi bur- geisanna. ÁSKRIFTARSÍMI Nýrrar Dagsbrúnar er 19713 eftir kl. 8 á kvöldin. húsnæðismálum, (ekki sízt húsa- leiguokrið), skattamálum, auk verðhækkana utan vísitölu og einnig þeirra sem hún mælir eft- ir dúk og disk eða aldrei, þótt ætlað hafi verið í fyrstu. Það er kaupmátturinn til þess að lifa sómasamlegu lífi af dag- vinnutekjum, sme máli skiptir. Þessa rannsókn þarf að fram- kvæma áður en gengið er til samninganna í haust. En eitt er víst að ef árangur á að nást fyr- ir lægst launaða fólkið þá þarf það sjálft að eiga aðild að rann- sókninni og samningunum. Þar mega þeir ekki ráða ferðinni, sem komnir eru með þrefalt til fjórfalt hærri tekjur en allur þorri fólks í verkalýðsstétt. Atvinnurekendur fyrst — verkafólkið svo Framhald af 1. sfðu. ur og taka ákvarðanir um næstu samninga. Hitt er reyndar víst, að slíks mun ekki kostur alls staðar, því víða eru sömu mennirnir í þess- um stofnunum sem stóðu að Hornafjarðarfundinum. Þar sem svo er ástatt og víðar á fólkið sjálft, í verkalýðsfélög- unum og á vinnustöðunum að mynda með sér hópa og nefndir til þess að móta stefnuna í samn- ingamálunum á komanda hausti. Er óhætt að láta herinn fara? Þessi spurning var lögð til grundvallar sjónvarpsumræðum fulltrúa þingflokkanna í fyrra mánuði. Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra vissi það ekki, Benedikt Gröndal sagði já, ef að við getum tekið að okkur „eftir- litsstörf" herstöðvarinnar. Geir Hallgrímsson sagði auðvitað nei, Ragnar Arnalds já, en Hannibal Valdimarsson lét hjá h'ða að svara. Einar Ágústsson túlkaði ómótmælt af öðrum fulltrúum stjórnarflokkanna þá skoðun, að herinn fari því aðeins að um það semjist við Bandaríkjastjórn (og Atlantshafsbandalagið), en hins- vegar kvaðst hann ekki vita hvort þingmeirihluti væri fyrir uppsögn samningsins ef endur- skoðunin leiddi ekki til brottfar- ar hersins! Virðist þó fullkom- lega tímabært fyrir stjóm, sem „stefnir að því", samkvæmt stjórnarsamningi, að herinn fari burt á kjörtímabilinu, að hyggja að því hvort eigið þinglið henn- ar er viðbúið að fylgja fram þeirri stefnu með uppsögn, því að samkvæmt yfirlýsingu fulltrúa Bandaríkjastjórnar er þegar ljóst að hún gengur ekki að nein- um samningum um brottför hers ins, eða afnáms herstöðvarinnar, sem er hið sama. tírsögn úr Atlants- haf sbandalaginu, var annað höfuðatriði þessa máls, sem rætt var í fyrrnefnd- um sjónvarpsumræðum. Voru allir á einu máli um að Island ætti að vera í Atlantshafsbanda- laginu, nema Ragnar Amalds. Kvað hann sig og sinn flokk hafa verið og vera á móti aðild að At- lantshafsbandalaginu, en hélt svo linlega á þeim málstað, að ekki var hægt að finna að nokkur hugur fylgdi máli. Ragnar var eins og fermingardrengur, sem þylur utanbókar „katekismus- inn" sinn frammi fyrir presti án trúar eða skilnings. Er það von, því að andstaða gegn Atlantshafs bandalaginu er foringjum Al- þýðubandalagsins ekki lengur neitt keppikefli, nema síður sé, eins og bent hefur verið á hér í blaðinu. „Á áhrifasvæði Bandaríkjanna“ í síðasta hefti tímaritsins „Réttur" ritar einn úr innsta hring Alþýðubandalagsins, Árni Björnsson langa rollu um „Upp- sögn herstöðvasamningsins". Eft- ir ítarlega greinargerð um „sam- spil og gagnkvæma virðingu" stórveldanna tveggja, Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna sín í milli, kemst hann að þessari niður- stöðu: „Það er því engin forsenda fyr- ir því, að Rússar kæmu til að hertaka ísland, þótt banda- ríska herstöðin hyrfi, því það væri eftir sem áður á um- sömdu áhrifasvæði Bandaríkja manna." Er greinilegt að Árrri hefur lagt fyrir sjálfan sig spumingu sjón- varpsþáttarins: Er óhætt að láta herinn fara? Það er spurning þeirra manna, sem telja vemd í því að vera á „áhrifasvæði" vest- rænna stórvelda. Einlægir her- stöðva- og herbandalagsandstæð- ingar spyrja aftur á móti: er ó- hætt að hafa herinn? og svara neitandi. Þeir sem óska að gerast áskrifendur Nýrr- ar Dagsbrúnar eru beðnir að hafa samband við innheimtu. mann blaðsins, Sigurjón Jóns- son, Tómasarhaga 39, í síma 19713, eftir kl. 8 á kvöldin; einnig þeir, sem eiga ógreidd áskriftargjöld. Á þessu ári má áætia, aff af völdum reykinga tapist hér á landi um 77 þúsund vinnudagar. Ástæðan er sú, að reykingafólk er oftar veikt en hinir, sem ekki reykja. Athuganir hafa sýnt, að veikindafjarvistir eru um 15% algengari hjá reykingafólki en öðru vinnandi fólki. Gera má ráð fyrir, að veikindafjarvistir reykingafólks hér á landi á þessu ári jafngiidi því, að 300 manns séu frá vinnu allt árið. Getum við ekki gripið í taumana og reynt að minnka reykingarnar?

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.