Ný dagsbrún - 01.08.1973, Blaðsíða 1

Ný dagsbrún - 01.08.1973, Blaðsíða 1
NÝ DAGSBRÚN MALGAGN ISLENZKRA SOSÍALISTA 7. tölublað. EFNIs í brennipunkti um allan heim. Landhelgismál og yfirgangur Breta. Saga Kommúnistaflokksins. Gereyðingarstyrjöld Portúgala í Afríku og NATÓ AGUST 1973 5. árgangur Frumréttur fötum troöinn Það fer ekki á milli mála að verkalýðsfélagið er grurmeining verkalýðssamtakanna og æðsta vald fé- Iagsins er félagsfundur. Allar aðrar stofnanir félag- anna og verkalýðssamtakanna svo sem stjórnir, full- trúaráð, sérgreinasambönd, svæðasambönd, Alþýðu- samband Islands, sambandsstjórn þess og miðstjórn eru aðeins umboðsaðilar verkalýðsfélaganna, þ. e. hins óbreytta félagsmanns á félagsfundi. Félagsfundur verkalýðsfélagsins hefur einn allan rétt til þess að ákveða kröfugerð til samninga við atvinnurekendur og fallast á eða hafna samningum. Það liggur því í augum uppi að allar umræður ein- stakra forustumanna og stjórna við atvinnurekend- ur um kröfur og kjarasamninga eru marklausar með öllu, hafi stefnan ekki verið rædd og mörkuð í verka- lýðsfélögunum og einstökum fulltrúum eða stjórnum gefið þar umboð til þess að fara með samningamál við atvinnurekendur. Það fer hins vegar hröðum skrefum í vöxt hin síðari ár og áratugi að réttur verkalýðsfélags ins og verkamannsins er þver- brotinn í þessum efnum. Ein- stakar stofnanir taka sig fraro um að hefja umræður við at- vinnurekendur um samninga og móta kröfur og samningagerð alla, án þess að leita fyrst til þeirra sem einir hafa réttinn til slíkra hluta, þ. e. verkalýðsfélags- ins og hinna óbreyttu meðlima þess á félagsfundi. Flóttinn frá hinum óbreytta félagsmanni er orðinn höfuðein- kenni á vinnubrögðum verka- lýðssamtakanna um þessar mundir, og í mörgum tilfellum líta kjörnir forustumenn og ráðnir starfsmenn margir hverj- ir ¦ á félagsmanninn sem „óvin" sinn, þ. e. a. s. ef hann hefur sjálfstaeðar meiningar um hlut- ina og krefst réttar síns til þess að halda þeim fram á réttum vettvangi, þ. e. í félagi sínu. Eitt gleggsta dæmið um þessi viðhorf verkalýðsforustunnar höfum við frá Hornafjarðar- fundi ASl-Ieiðtoganna og for- kólfa Vinnuveitendasambands- ins. Til þessa fundar boða aðal- forkólfar þessara samtaka sjálfa sig til þess að fjalla um næstu samninga. Enginn undirbúning- ur að þessum sameiginlega fundi hafði átt sér stað í verkalýðsfé- lögunum og ekkert hafði verið til þeirra leitað um tillögur eða hugmyndir að komandi samn- ingagerð. En slíkt var auðvitað frumskylda forustumanna ASI áður en setzt var að samninga- borði með atvinnurekendum. Þessi atburður sýnir allt í senn virðingarleysi, sjálfbirgings- hátt og ótta forustunnar við hinn óbreytta félagsmann í verkalýðshreyfingunni og algera yfirtroðslu á þeim lýðræðisform- um sem hún er grundvölluð á. Það er fyrir ;Iöngu kominn tími til þess að verkafólk rísi gegn þesari öfugþróun og end- urheimti rétt sinn til þess að ráða yfir samtökum sínum og athöfnum þeirra. Nú eru nærri tvö ár liðin frá því að síðustu kjarasamningar voru gerðir. Svo langur samn- ingstími var samþykktur ein- ungis í trausti þess að „vinstri" stjórnin, sem komin var til valda á atkvæðum verkafólks, efndi þau loforð sem hún gaf því varðandi kaup og kjör og félags- legar framkvæmdir. Fólkið í verkalýðsfélögunum hefur margt við „efndirnar" að athuga. Það breytir t. d. engu um níðþunga skatta- og vaxta- byrði á verkafólki, falsanir á vísitölu og yfirleitt stórum rýrnandi kaupmátt launa, þótt Þjóðviljinn og Tíminn fullyrði hið gagnstæða. Ritstjórar og þjónustupennar þessara blaða vita lítið hvað það er að lifa af verkamannalaun- um í dag, og það sem verra er, allur þorri forustumanna og starfsmanna verkalýðshreyfing- arinnar veit það ekki heldur. Þess vegna er það brýnasta verkefni verkafólks nú að knýja fram fundi í verkalýðsfélögun- um til umræðna um samninga- málin og þar sem það ekki tekst verður fólkið að taka til sinna ráða á vinnustöðunum, koma á fót kjaramálanefndum, sem ræði stefnuna og marki hana. Það verður að afnema með öllu þau vinnubrögð forustu- manna, sem miða að því að snið- ganga og troða um tær sjálf- stæðar skoðanir og vilja hins ó- breytta félagsmanns í verkalýðs- hreyfingunni og það verður líka nú — og ekki seinna — að láta þá stjórnmálamenn vita, sem skreyta sig með nafni verkalýðs, samvinnu og sósíalisma, að það er litið eftir þeim og ekki til þess ætlast að þeir sitji öfugu megin við samningaborðið, þeg- ar til þeirra kasta kemur að efna loforðin sem þeir gáfu fyr- ir síðustu kosningar. íslenzkur verkalýður getur haft næg vopn í höndum til þess að ráða sjálfur samtökum sínum og stefnu þeirra og hann getur líka ráðið því sem gert er á stjórnmálasviðinu, aðeins ef hann tekur til sinna ráða og stendur saman. Samningamir í haust eru próf steinn á skilning og vilja hins óbreytta manns í verkalýðshreyf- ingunni til þess að ráða sjálfur því sem gert verður og gera þarf. ÞURFTARTEKJUR VERKALÝÐS EIGA AÐ VERA SKATT- FRJALSAR Hin nýju „leiðréttu" skatta- lög ríkisstjórnarinnar hafa nú komið til framkvæmda f annað sinn. Það hef ur. sýnt sig að leiðréttingin er einkum fólgin í „brattari" skattstiga, sem gerir launþegann að há- tekjumanni ef hann vinnur sem svarar 10 tima á dag vegna aukavinnu sem algeng- ast er og auknum afskriftar- heimildum fyrir atvinnurek- endur og braskara. Þeim eru með þessu færðar stórfúlgur að gjöf, auk beinna framlaga úr ríkissjóði („stuðningur við atvinnuvegina"), sem gerir sitt til að auka skattabyrðina á alþýðu. öll borgarablöðin þykjast nú vilja nýjar „leið- réttingar" á skattalögunum og vísast búið að skipa nefnd í málið! En „enginn skyldi treysta tólffótungnum" má þar um segja. Verkamenn og annað Iág- launafólk hafa einskis góðs að vænta af borgaraflokkun- um í þessu máli. Þeir verða að fylkja sér um fáar ákveðn- ar meginkröfur og ber þar hæst skattfrjálsar lágmarks- þurftartekjur verkalýðs og annarra láglaunamanna og takmarkanir á fyrningarmögu Ieikum burgeisa og braskara. Verkalýðsleiðtogi - eða erindreki atvinnurekenda I síðasta tbl. Nýrrar Dagsbrúnar var greint frá stríði hafnarverkamanna við Eimskipafélag íslands og sína eigin foringja, Dagsbrúnarstjórnina. Eins og þar var frá sagt stóðu þessi átök um það hvort unnið skyldi á laugardögum yfir sumarmánuðina eða ekki. Reyndi Eimskipafélagið að halda laugardagsvinnu að verkamönnunum, en þegar ekki tókst að rjúfa samstöðu þeirra gegn laugardagsvinnunni kom vara- formaður Dagsbrúnar, Guðmundur J. Guðmunds- son, á vettvang, að því er virtist til þess að kanna hug verkamannanna til þessa máls. Var í fyrrnefndri grein látið að því liggja, að erindi Guðmundar J. hefði raunar ekki verið annað en að reyna að fá verkamennina til þess að gera Eimskipafélaginu þann greiða að vinna á laugardögum þegar hags- munir þess krefðust, en samstaða verkamannanna hefði orðið til þess að hann hefði ekki þorað að fara þess á leit við þá, en myndi þess í stað hafa átt undir- mál um þetta við Eimskipafélagið. Þar sem fyrrnefndur verkalýðsleiðtogi, Guðmund- ur J. Guðmundsson, hefur síðan með framferði sínu sannað að þessar getsakir voru réttar þykir réLt að skýra íesendum Nýrrar Dagsbrúnar frá hvað síðan hefur gerzt í þessu máli. Skæruliðar í Mosambik. — Sjábaksíðu. Fimmtudaginn 5. júlí fór Eim- ' skipafélagið þess á leit að verka- menn, ynnu næsta laugardag svo að - takast- mætti-að koma. skipum þess úr höfninni fyrir helgina. Þessu neituðu verkamennirnir einarðlega. En næsta morgun (föstudaginn 6. júlí), er varafor- maður Dagsbrúnar, Guðmundur J., kominn árla morguns niður á hafnarbakka, reikar þar um og hvarflar á milli manna, býður ó- spart í nefið og ræðir um kaup og kjör, fjálgur mjög í máli og fullur af áhuga fyrir bættum kjörum þeirra manna, er neyta síns brauðs í sveita síns andlitis og hafa fyrrnefndan Guðmund á framfæri sínu eins og hvern ann- an ónytjung, sem skyldaður er á framfæri manna. Síðan gengur þessi verkalýðs- leiðtogi til fundar við verkamenn ina í kaffistofu þeirra og þreifar lítillega fyrir sér um hvort nokk- ur tök séu á að menn vilji vinna næsta laugardag, en fær afdrátt- arlausa neitun. Hverfur hann frá við svo búið og missir um viku- tíma áhuga á kaupi og kjörum verkamanna, sést ekki þann tíma á hafnarbakkanum og verða nú verkamenn við svo að búa um stund að verða eigi aðnjótandi hinnar miklu neftdbaksmildi mannsins. Föstudaginn 13. júlí fór-Eim- skipaféíagið þess enn á leit við verkamenn, að þeir kæmu til vinnu næsta morgun, sem var laugardagurinn 14. júlí. Þessu neituðu verkamennirnir og vissu ekki betur en það mul væri út- Framhald á 3. síðu

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.