Ný dagsbrún - 01.08.1973, Blaðsíða 4

Ný dagsbrún - 01.08.1973, Blaðsíða 4
Afríku og samábyrgð Nató Nýlendustyrjöld Portúgala í Afríku hefur nú varað í 13 ár. Tvennt er það sem meir og meir hefur ein- kennt þessa styrjöld: Að hún hefur í vaxandi mæli snúist upp í hryðjuverka- og útrýmingarstríð gegn óbreyttum borgurum og að hún er háð með síaukn- um stuðningi vesturveldanna og Atlantshafsbanda- lagsins við nýlenduherrana. Fimm hundruð ára „menningarmissjón“ Portú- gala í Angóla, Mosambik og Guinea hefur verið fólgið í þvingunarvinnu íbúanna til þess að afla gróða handa nýlenduherrunum af kaffi, hnetum, bómull og demöntum, og að þeir eru útilokaðir frá mennt- un og pólitískum áhrifum. Ölæsi í þessum löndum er yfir 95%. Angóla — auðugasta nýlendan Angola er auðugasla nýlenda Portúgala í Afríku og sú mann- flesta, íbúar fimm milljónir. Bandarísk olíufélög nýta olíu- lindir þar og Kruppfyrirtækin vesturþýzku járnnámur. Pannig tengja Portúgalar vestræna auð- valdshagsmuni við nýlendustjórn sína til viðhalds henni. Árið 1961 hófu ein af þremur þjóðfrelsis- hreyfingum landsins vopnaða baráttu á Luandasvæðinu, en það er fjölbyggðasti hluti landsins og auðugasti. Par eru m. a. demants námurnar. Petta er því mjög þýð- ingarmikill landshluti fyrir ný- lenduherrana. Talið er að Portú- Ólafur Jóhannesson Island er eins og önnur aðildar ríki Atlantshafsbandalagsins áb yrgt fyrir framferði Portúgala í Afríku. Samkvæmt skýrslum um sjúklinga, sem látizt hafa af völdum kransæSastíflu á Landsspitala íslands síðustu árin, dóu stórreykingamenn í þeim hópi 12 árum yngri en hinir, sem ekki höfðu reykt. Þetta er skýrt íslenzkt dæmi um tengsi sígarettureykinga og kransæðasjúkdóma. Láttu sorglega reynslu annarra verða þér víti tii varnaöar. galar hafi yfir 100.000 manna lið í Angóla. Árið 1970 hófu þeir að dreifa eiturefnum yfir ræktuð landsvæði og byggðir. Eiturefnin cru sömu tegundar og Banda- ríkjamenn notuðu í Vietnam. Þetta er með öðrum orðum ger- eyðingarstríð. Skæruliðar vinna á í Mosambigue Þjóðfrelsishreyfing Mosambik (Fremlimó) hóf ovpnaða bar- áttu 1964. Norðurhéruð landsins, Niassa og Cabó Delgado, með einni milljón íbúa eru nú frels- uð undan oki nýlendustjórnar- innar. Árið 1968 hófust bardagar innan Tetehéraðsins. Þar er Ca- bora-Bassa, aflstöð mikil sem er í byggingu. Þaðan hyggjast Portú galar selja rafmagn til Suður- Afríkusambandsins og ef til vill Rhodesíu. Bygging stöðvarinnar Brandt Stéttasamvinna í fullum gangi Nú eru nokkrar vikur síðan verkalýðsforustan, að boði Al- þýðusambandstjórnar, hélt ráð- stefnu á Hornafirði með fulltrú- um atvinnurekenda. Mönnum kom þetta dálítið spánskt fyrir sjónir, skildu ekki hvað forustulið verkalýðssam- takanna hafði að ræða við at- vinnurckendur áður en þau höfðu sett fram, eða byrjað að ræða kröfur þær, sem af þeirra hálfu verða gerðar við væntan- lega kjarasamninga. Nú hefur málið skýrst. Boðuð er ráðstefna forustumanna verkalýðssamtak- anna í Reykholti(I) þar sem á að móta kröfurnar, gera upp- kast að heildarsamningum, (,rammasamningum“). Þetta verður ekki öðruvísi skilið en svo að Hornafjarðar- ráðstefnan hafi verið haldin til þess að kanna það, hvað at- vinnurekendur geta liugsað sér að fallast á, svo að svik verka- lýðsforustunnar yrðu ekki alltof augljós, og að nú eigi að móta kröfur samkvæmt því. Með öðr- um orðum: Meginatriði væntan- legra samninga séu þegar af- greidd austur í Hornafirði, ef verkalýðsforustan fær vilja sín- um framgengt. Stéttasamvinnan er sem sé í fullum gangi og ó- svífnari en nokkru sinni fyrr. Verkafólk verður að rísa gegn þessu ósvífna laumuspili for- ingja sinna, gera sér ljósar þær kjarakröfur sem það telur sig geta unað við, samræma þær og bera þær fram á fundum í fé- lögunum, þegar tækifæri gefst. Að þessu sinni verður ekki hér rætt nánar um kröfurnar, en þar hljóta að verða efst á blaði krafa um hækkun kaups og ó- skerta mánaðarlega verðlagsupp- bót. annast suður-afríkönsk félög inn- an Anglo-american-samsteypunn- unnar. Það er líka í Mosambik, sem suður-afrísk hernaðaríhlut- un er mest, á grundvelli hernað- arbandalags Suður-Afríkuríkja. Portúgalar hófu sókn 1970. Hún var mest fólgin í því að varpa sprengjum á skógarsvæði til þess að fæla íbúana þaðan og safna þeim saman í fangabúðir, sem eftir fyrirmynd frá Vietnam eru nefndar „strategisk þorp". Sóknin mistókst algerlega, her- málafulltrúar Portúgala viður- kenna sívaxandi tjón. Skæruliðar hafa sótt fram suður yfir Zambe- sífljótið og þeir hafa skotið niður margar flugvélar fyrir Portúgöl- um. Guinea-Bassau að miklu leyti frelsuð Þó er það frelsishreyfing Gui- nea-Bassau sem hefur orðið mest ágengt í frelsisstríði ný- lendnanna. Leiðtogi hennar, Am- ilcar Cabral, sem myrtur var í janúar síðastliðinn sameinaði á snjallan hátt byltingarsama fræðikenningu og framkvæmd. Það gerði hann að leiðtoga Af- ríkuþjóða í fremstu röð. Síðan stríðið í Guinea hófst 1963, eftir margra ára pólitískt neðanjarð- arstarf, hefur tekist að frelsa þrjá fjórðu hluta landsins. Portú galar eru þar innilokaðir í virk- isbæjum sínum. Stjórn og skipulag frelsuðu svæðanna er þó engu minna af- rek en sigurinn í stríðinu. I fyrsta sinn njóta íbúarnir at- kvæðisréttar, skólamenntunar og sjúkrahjálpar. Guinea-Bissau er ekki efnahagslega mikilvæg ný- lenda fyrir Portúgala og banda- menn þeirra á borð við hinar auðugri og fjölmennari. En Kap- Verde eyjar, sem tilheyra Gui- neu eru þýðingarmiklar fyrir flugher og flota Bandaríkja- manna. Þess vegna hafa Portú- galar stuðning til að halda Gui- neu, en það telja þeir nauðsyn- legt vegna stríðsins í Angola og Mosambik. Alger uppgjöf í Gui- neu yrði vatn á myllu frelsisbar- áttunnar þar. Atlantshafsbandalagið ábyrgt fyrir stríðs- rekstri Portúgala Það er nú ljóst orðið að Portú- galar geta ekki sigrast á skæru- liðaherjum nýlenduþjóðanna. Hryðjuverkin, sem ekki hefur verið unnt að halda leyndum lengur, napalmsprengjukast og eitrun gróðurlendis eru örþrifa- ráð sem sanna vonleysi nýlendu- herranna um sigur. Það er einn- ig Ijóst að Partúgalar geta ekki haldist við í nýlendunum, fram- ið hryðjuverk sín þar og land- eyðingu nema með öflugum stuðningi Atlantshafsbandalags- ins. Portúgal fær vopnaframlag frá Atlantshafsbandalaginu sem að- ili að því. Það er látið í veðri vaka að þessi vopnabúnaður eigi að vera til þess að Portúgal geti fullnægt skyldum sínum sem aðildarríki. Þær skyldur voru upprunalega þær, að Portúgal hefði ávalt þrját tierdeildir (di- visionir) tiltækar fyrir Atlants- hafsbandalagið. Tvær þessara herdeilda eru nú í Afríku bónar vopnum frá Bandaríkjunum, Vestur-Þýzkalandi fyrst og fremst og einnig frá Italíu, Eng- landi og Belgíu. Allar vopna- birgðir, sem skæruliðar hafa náð frá Portúgölum eru frá Atlants- Heath hafsbandalagsnKjum. Fyrrver- andi hermaður í nýlenduher Portúgala hefur líka sagt, að án stuðnings Atlantshafsbamfelags- isn stæðu nýlenduhermennirnir berstrípaðir í orðsins fyllsta skilningi. Það er því Atlantshafsbanda- lagið sem er ábyrgt fyrir ný- lnedukúgun, hryðjuverkum og útrýmingaraðgerðum portú- gölsku nýlenduherranna í Afríku — ekki þau lönd ein, sem hafa tök á að styjSja þá með vopna- sendingum og öðrum efnahags- stuðningi, heldur öll ríki Atlants- hafsbandalagsins, einnig ísland. Stjórn ölafs Jóhannessonar er þar undir sömu sök seld og Nixon, Pompidou, Heath, Brandt og allir aðrir ráðamenn Atlants- hafsbandalagsins. Nixon

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.