Ný dagsbrún - 01.09.1973, Page 1

Ný dagsbrún - 01.09.1973, Page 1
ERNI: NÝMGSBRÚH MALGAGN tSLENZKRA SOSlALISTA 8. tölublaö. September 1973. 5. árgangur Völd borgaraflokkanna í verkalýðsfélögunum eru völd borgarastéttarinnar. Virkjum fjöldann. Við brosum — en erum ekki friðsamir lengur. Yfirlýsing í stað samninga. Verkalýðsforingjar gegn verkalýðnum Eiga ellila unamenn að vera þreelar atvinnurek- enða til ðauðadags Ein veigamesta krafa verkalýðsfélaganna við næstu kjara- samninga er án efa krafan um full yfirráð yfir lifeyrissjóðunum. Það fer ekkert milli mála að þeir eru óumdeilanlega eign verka- íýðsfélaganna á sama hátt og sjúkrasjóðir félaganna, sem atvinnu- rekendur greiða til að hluta. Engum hefur til hugar komið að véfengja fullan umráðarétt verkafólks yfir þeim sjóðum. Allir lífeyrissjóðir verkalýðsins eru orðnir til fyrir baráttu hans við atvinnurekendur og ríkisvald. S'ú upphæð, sem atvinnurekendur greiða til sjóðanna er ekki síður hluti af launum verkafólks, en það sem það greiðir beint úr eigin vasa hverju sinni. Um fram- lag atvinnurekenda var barist og samið í stað beinnar kauphækk- unar, sem annars var full þörf á að fá, en náðist frekar fram sem framlag í lífeyrissjóð. Nú er það hinsvegar komið á daginn að atvinnurekendur hafa alltaf ætlað sér að ná völdum yfir sjóð- unum og koma í veg fyrir að verkalýðshreyfingin ætti þess kost að styrkja stöðu sína með fjármagni þeirra, en seilast síðan beint í sjóðina, bæði með því að hafa ráð um hvar þeir séu ávaxtaðir og einnig með því að fá lán úr sjóðunum í atvinnurekstur sinn eða brask. ’ Það undarlegasta af öllu í þessu máli er þó það að leiðtogar verkamanna skuli nú með stofnun sambands lífeyrissjóða ætla að staðfesta til frambúðar yfirráð atvinnurekenda yfir Iífeyri verka- fólks, þeim ellitekjum, sem það hefur aflað í gegnum baráttu og strit, og gefa atvinnurekendum þannig tækifæri ttl þess að arð- ræna það allt til dauðadags. Tillaga miðstjórnar ASÍ um kjaramál. 1. Jöfnun launakjara með verulegri hækkun Iáglauna. 2. Sérstök kauphækkun í fiskiðnaði. 3. Kauptrygging tímavinnufólks. 4. Veruleg hækkun tryggingarupphæðar við dauðaslys og örorku. 5. Auknar greiðslur í veikinda- og slysatilfellum. 6. Fjárframlag atvinnuveganna til fræðslustarfsemi alþýðu- samtakanna. TVÆR KRöFUR Á HENDUR RÍKISVALDINU: 1. Gagngerar breytingar á skattamálum sem tryggi vem- lega lækkun skatta hjá lamennu launafólki. 2. Verulegar umbætur á sviði húsnæðismála. Tillaga fundar ASN um kjaramál. 1. Segja ber upp öllum kjarasamningum verkalýðsfélag- anna nú í haust. 2. Fundurinn telur það eitt af brýnustu hagsmunamálum verkalýðshreyfingarinnar að ná fullum og óskertum yf- irráðum yfir lífeyrissjóðunum. 3. Dagvinnutekjur láglaunafólks verður að stórhækka, þannig að lifa megi af þeim mannsæmandi lífi. 4. Taka verður ákvæði um veikinda- og slysatryggingar til gagngerðrar endurskoðunar ng tryggja verkafólki stór- aukinn rétt í þeim efnum. 5. Fella ber niður eftirvinnukaup, þannig að næturvinna hefjist strax að afloknu dagvinnutímabili. 6. Komið verði á kauptryggingu tímavinnufólks. Ályktun FUNDAR S AMBANDSSTJ ÓRNAR ASN OG FORMANNA AÐILDARFÉLAGA UM STJÓRN LÍFEYRISSJÓÐANNA Sameiginlegur fundur sambandsstjórnar og formanna aðildarfélaga Alþýðusambands Norðurlands, haldinn á Ak- ureyri 19. ágúst 1973, hafnar algerlega stofnun Landssam- bands lífeyrissjóða, með aðild atvinnurekenda. Fundurinn telur að með stofnun slíks sambands sé verið að viður- kenna rétt atvinnurekahda til ráðstöfunar á hluta af eign- um verkafólks, og að sjálfsákvörðunarréttur verkalýðs- hreyfingarinnar sé með slíku samstarfi við atvinnurekend- ur stórlega skertur. Fundurinn lítur svo á að samningsákvæði um aðild at- vinnurekanda að stjórnum lífeyrissjóðanna, frá 19. maí 1969, hafi einungis verið til bráðabirgða og að nú beri að aflétta því bráðabirgðaástandi sem verkalýðshreyfingin varð þá að sætta sig við. Aðalatriðið er réttur verkafólks til eftirlauna Frá því var skýrt hér í blað- inu á sínum tíma að forustu- menn Alþýðusambands Islands og atvinnurekendasamtakanna hefðu haldið sameiginlegan fund á Hornafirði til þess að ræða undirbúning að næstu kjara- samningum verkalýðsfélaganna. Niðurstaðan af þessum stétta- samvinnufundi með atvinnurek- endum sá síðan dagsins ljós á Reykhoitsráðstefnu ASl, sem haldin var dagana 28. og 29. Moses Olsen. (Sjá baksíðu). ágúst. Par var lagt fram upp- kast að ályktun um kjaramál frá miðstjórn ASÍ, sem prentuð er hér í blaðinu. Eins og menn sjá er hún samin í þessum venjulega véfréttastíl, sem verka lýðsforustan tíðkar, enda er þar ekki hægt að festa hendur á nokkru atriði nema um kaup- tryggingu tímavinnufólks. Sambandsstjórn Alþýðusam- bands Norðurlands hafði haldið ráðstefnu með formönnum að- ildarfélaga sinna og samþykkt sjálfstæða ályktun um kjaramál- in, sem einnig var lögð fram á Reykholtsfundinum. Er þar tek- ið mun fastar á ýmsum atrið- urn en í uppkasti ASI og þar er tekin upp krafan um óskert yf- irráð verkalýðsins yfir lífeyris- sjóðum sínum. En eins og kunn- ugt er, er þeim samkvæmt sam- komulagi ASÍ og Vinnuveitenda- félagsins frá 1969 stjórnað af fulltrúum verkamanna og at- vinnurekenda að jöfnu. Annað höfuðatriði í samþykkt ráð- stefnu ASN er að „dagvinnutekj- ur láglaunafólks verður að stór- hækka, þannig að lifa megi af þeim mannsæmandi lífi." Báðar tillögurnar fóru tii nefndar sem bjó til úr þeim bræðing, sem síðan var sam- þykktur sem ályktun fundarins. Bræðingurinn er þó lítið annað en uppkast sambandsstjórnar að viðbættri annarri grein úr til- lögu ASN, eins og sést við sam- anburð. Bræðingurinn er þann- ig- 1. Jöfnun launakjara með veru- legri hækkun láglauna. 2. Sérstök kauphækkun í fisk- iðnaði. 3. Kauptrygging tímakaupsfólks 4. Verkalýðsfélögin fái full um- ráð yfir lífeyrissjóðunum. 5. 40 stunda vinnuvika verði unnin á 5 dögum. 6. Veruleg hækkun tryggingar- upphæðar við dauðaslys og örorku. 7. Auknar greiðslur í veikinda- og slysatilfellum. 8. Aukið fjárframlag atvinnu- rekenda til fræðslustarfsemi verkalýðsfélaganna. 9. Athugað verði af aðilum vinnumarkaðarins í samráði við ríkisvaldið með hvaða hætti unnt er að verðtryggja almenna lífeyrissjóði. Til viðbótar var samþykkt mjög óákveðin og gagnslaus á- lyktun um „gagngera breytingu í skattamálum" og „verulegar umbætur í húsnæðismálum". Eins og sjá má er samþykkt þessi í heild sinni algerlega í anda stéttasamvinnunnar, þar sem forðast er að benda á nokk- urt ákveðið atriði, sem keppa beri að í samningum, að tveim- ur atriðum undanteknum: Um- ráðum yfir lífeyrissjóðunum og kauptryggingu láglaunafólks. Samt sem áður þótti harðasta kjarna stéttasamvinnuliðsins í stjórn ASl samþykktin nf hörð undir tönnina. Var það einkum 4. greinin, þar sem vegið er að eftirlætishugmynd þeirra um að- ild atvinnurekenda að stjórn líf- eyrissjóða verkalýðsins, enda eru þeir búnir að binda það fastmælum við fulltrúa atvinnu- rekenda að það fyrirkomulag skuli haldast áfram. Fimm verkalýðsleiðtogar fluttu því frávísunartillögu á þennan lið samþykktarinnar. Voru það eftirtaldir menn: Óskar Hallgrímsson, Skúli Þórðarson, Jón Snorri Þorleifsson, Björn Bjarnason, Eðvarð Sigurðsson. Frávísunartillagan var felld með 30 atkvæðum gegn 13. Þeir sem greiddu henni atkvæði aðrir en flutningsmenn voru þessir: Jón Sigurðsson form. Sjó- mannasambandsins. Runólfur Pétursson f0rm. Iðju. Karvel Pálmason alþingis- maður. Guðm. J. Guðmundsson varaform. Dagsbrúnar. Þórir Daníelsson starfsm. Verkamannasambandsins. Daði ólafsson húsgagnasm. Jón Helgason form. Sjóm- félags Akureyrar. Þórólfur Daníelsson formað- ur Prentarafélagsins. Lífeyrissjóðunum er eins og áður er getið, stjórnað sameig- inlega af fulltrúum verkamanna og atvinnurekenda samkvæmt samningum frá 1969. Og í „ramma"reglugerð fyrir lífeyris- sjóðina frá 1970 er heimildará- kvæði um lánveitingar til at- vinnurekenda úr sjóðunum. Á þessum grundvelli vilja stéttasamvinnupistulamir í ASÍ stofna samband Iífeyrissjóðanna, þ.e. koma þeim undir eina stjóm og fengu það samþykkt á fundi með atvinnurekendum í júní í sumar. Stjómin skal skipuð 20 mönnum, 10 frá hvoram aðila, verkamönnum og atvinnurekend- Framhald á 3. síðu.

x

Ný dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.